Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
MIÐVIKUDAGUR
2. SEPTEMBER
SJONVARP / SIÐDEGI
14:30
15:00
15:30
16:00
16:30
17:00
17:30
18:00
18:30
19:00
1 18.20 ► Rrtmálsfróttlr. 18.30 ► Töfraglugglnn — Endursýndur þátturfrá 30. ágúst. 19.25 ► Fréttaágripá táknmáli.
*
<9D16.46 ► Útgáfa Nally (Nelly's Version). Bresk sjónvarps- mynd með Eileen Atkins, Anthony Bate, Nicholas Ball og Brian Deacon í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Maurice Hatton. Kona, sem misst hefur minnið, kemur á lítið sveitahótel. Það eina sem hún man er nafniö Nelly Dean. Ferðataska hennar reyn- ist full af peningaseölum. <® 18.25 ► Það var lagiö. Sýnd eru nokkurvel val- in tónlistarmynd- bönd. 19.00 ► Chan-fjöl- skyldan. Teiknimynd.
ð
b
STOÐ2
SJÓNVARP / KVÖLD
19:30 20:00 20:30 21:00 21:30 22:00 22:30 23:00 23:30 24:00
19.30 ► Við feðginin (Me and My Girl). Framhalds- myndaflokkurí 13þáttum. 20.00 ► Fréttir og veður. 20.35 ► Auglýslng- ar og dagskrá. 20.40 ► Spurt úr spjörunum. Umsjón: Ómar og Baldur. 21.10 ► Örlagavefur (Testimony of Two Men). Lokaþáttur. Aöalhlutverk: David Birney, Barbara Park- ins og Steve Forrest. 22.00 ► Via Mala. Annar þáttur. Framhaldsmynda- flokkur byggður á skáldsögu eftir John Knittel og gerður í samvinnu þýskra, austurrískra, franskra og ítalskra sjónvarpsstöðva. Aðalhlutverk: Mario Adorf, Maruschka Detmers, Hans-Christian Blech og Juraj Kukura. 23.30 ► Fréttirfrá fróttastofu útvarps. '
STÖD2 19.30 ► - Fráttlr. 20.00 ► Viðskipti. Stjórn andi er Sighvatur Blöndal. 20.15 ► Happíhendi. Síðasti þáttur. Lögreglan I Reykjavík spreytir sig. Um- sjón: BryndísSchram. <0020.50 ► Púsluspil (Tatort). Leikspiilir. Þýskurspennu- myndaflokkur. Þekkt og dýr vændiskona finnst myrt og félagarnir Schimanski og Thanner rekja slóð hennar I vafa- saman næturklúbb. Fljótlega berast böndin að eiganda klúbbsins, en inn í máliö fléttast ólögleg vopnasala og full- trúi þýsku öryggisþjónustunnar sem er í fjárþröng. <QÞ22.25 ► Los Angeles Jazz. Þáttur þessi er tekinn upp I elsta jassklúbbi Bandaríkjanna, Light- house Café í Kaliforníu. Nokkrar af helstu stórstjörnum jassins koma fram. <OÞ23.25 ► Gróft handbragð (Rough Cut). Bandarískgamanmynd frá 1980 með Burt Reynolds, David Niven og Lesley-Ann Down I aðalhlutverkum. 1.10 ► Dagskrárlok.
©
RÍKISÚTVARPIÐ
6.45 Veðurfregnir, bsen.
7.00 Fréttir.
7.03 Moraunvaktin. — Jóhann Hauks-
son og Oðinn Jónsson. Fréttir sagðar
kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15.
Fréttayfirlit kl. 7.30 en áður lesiö úr
forystugreinum dagblaðanna. Tilkynn-
ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25.
Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30.
9.00 Fréttir, tilkynningar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Gosi"
eftir Carlo Collodi. Þorsteinn Thorar-
ensen les þýðingu sina (5).
9.20 Morguntrimm og tónleikar.
10.00 Fréttir og tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin I umsjón Helgu Þ.
Stephensen.
11.00 Fréttir, tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J.
Frederiksen. (Þátturinn verður endur-
tekinn að loknum fréttum á miðnætti).
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir, tilkynningar, tónleik-
ar.
13.30 í dagsins önn — Skólabyrjun.
Umsjón Hilda Torfadóttir. (Þátturinn
verður endurtekinn nk. sunnudags-
morgun kl 8.35).
14.00 Miðdegissagan, „íslandsdagbók
1931" eftir Alice Selby. Jóna E. Hamm-
er þýddi. Helga Þ. Stephensen les (2).
14.30 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sig-
urður Alfonsson. (Endurtekinn þáttur
frá laugardegi).
15.00 Fréttir, tilkynningar, tónleikar.
15.20 Konur og trúmál. Umsjón: Stein-
unn Helga Lárusdóttir. (Endurtekinn
þáttur frá mánudagskvöldi).
16.00 Fréttir, tilkynningar.
16.05 Dagbókin, dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir, tilkynningar.
17.05 Tónlist á síðdegi — Dvorak. Ser-
enaða fyrir strengjasveit eftir Antonin
Dvorak. Strengjasveit Filharmoníu-
sveitar Berlínar leikur; Herbert von
Karajan stjórnar. (Af hljómdiski).
17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson
og Anna M. Siguröardóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald. i garöinum með
Hafsteini Hafliðasyni. (Þátturinn verður
endurtekinn nk. laugardag kl 9.15).
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir, dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
IJI3 tJEIMI IfVIEMYNBANNA
Steve Martin og Roxanne
Daryl Hannah og Steve Martin í Roxanne; nútímaútgáfa af Cyr-
ano De Bergerac.
Ein af sumarmyndunum í
Bandaríkjunum sem vakið hefur
talsverða athygli ergamanmyndin
Roxanne. Grínarinn Steve Martin
skrifar handritið og leikur aðal-
hlutverkið á móti I)aryl Hannah
en leikstjóri er Ástralinn Fred
Schepisi. Martin byggir myndina
á Cyrano de Bergerac, 19. aldar
leikriti Edmund Rostands um hinn
feimna og nefstóra kaptein, en
leikritið endar á harmleik eins og
margir þekkja: Roxane flýr í
klaustur eftir að hinn fallegi
Christian, sem hún elskar, deyr í
bardaga. Öll árin sem hún lifir í
sorg sinni geymir Cyrano leyndar-
málið stóra; það var hann sem
skrifaði ástarbréfín til Roxanne
fyrir Christian og elskaði hana á
laun. Það er ekki fyrr en Cyrano
er særður banasári að hann segir
Roxanne sannleikann.
í hinu marglofaða handriti
Martins hefur Roxane fengið eitt
„n“ í nafnið sitt, fyrrverandi kær-
asta og eina nótt í rúminu með
Christian, sem Martin endurskírir
Chris. Sautjándualdar Frakkland
verður að skíðasvæði að sumri til
í Washington-fylki þar sem Cyr-
ano eða C.D. Bales er slökkviliðs-
stjóri. Hugmyndin að myndinni
varð til í kollinum á Steve Martin
fyrir tíu árum.
„Ég vissi að ég gæti aðeins
leikið Cyrano ef hann væri
ameríkaníseraður,“ segir Martin,
sem var 12 ára þegar hann sá
kvikmyndagerð leikritsins með
Jose Ferrer í sjónvarpinu og
gleymdi henni aldrei af einhvetj-
um ástæðum. „Ég hafði alls ekki
í huga að skrifa handritið sjálfur.
Ég var hræddur við það. Það er
leikur að eldi að fást við klassík.
En þetta var svo persónuleg hug-
mynd að ég gat ekki látið aðra
vinna eftir henni.“
Martin hefur alltaf skrifað mest
af grínefninu sínu sjálfur. 21 árs
skrifaði hann fyrir grínþætti í
sjónvarpi og hann hefur verið
meðhöfundur næstum hverrar
einustu myndar sinnar þ.m.t. The
Man With Two Brains, Dead Men
Don’t Wear Plaid og Three Ami-
gos. En hann hafði aldrei skrifað
kvikmyndahandrit einn og sjálfur.
Hann segir að áður hafi tækni
hans einfaldlega byggst á því að
„koma eins mörgum bröndurum
fyrir í myndinni og mögulegt
væri. Sagan skipti ekki miklu
máli og heldur ekki persónurnar“.
Öðru máli gegndi um Roxanne.
„Þökk sé Edmund Rostand var
sagan til staðar,“ segir hann.
Hann reyndi frá upphafí að fylgja
leikritinu eftir eins og hægt var.
Sálufélagi Cyranos, kokkurinn
Ragueneau, verður kaffíhúsaeig-
andinn Dixie, sem Shelley Duvall
leikur. Einvígi eru háð með skíða-
stöfum og tennisspöðum. Cyrano,
sem í leikritinu er foringi nokk-
urra manna, er nú slökkviliðsstjóri
sjálfboðaslökkviliðsstöðvar, en er
jafnmikill aristókrati og frum-
myndin.
Sumu var ekki hægt að líkja
eftir. „Stúlkur ganga trauðla í
klausturárið 1987. Ogekki mundi
Roxanne heldur geyma síðasta
bréf Christians um hálsinn og
heita því að giftast aldrei," segir
Martin. Annað gekk betur. Setn-
ing Rostands um Cyrano-nefið
stóra: „Þegar blæðir úr því er það
eins og Rauða hafíð“ verður
„Veistu, það gæti dregið athyg-
lina frá nefinu ef þú bærir eitthvað
stærra, eins og Wyoming" hjá
Martin. Ein móðgunin er meira
að segja eins í leikritinu og mynd
Martins: „Þú hlýtur að elska litlu
fuglana fyrst þú berð þessa grein
fyrir þá að hvfla sig á.“
Martin skrifaði 10 uppköst að
handritinu áður en hann sýndi
þeim hjá Columbia-kvikmynda-
verinu það í apríl árið 1985. Hann
hafði fengið framleiðanda að
myndinni. Pókerfélagi hans, Dani-
el Melnick (framl. All That Jazz),
fékk áhuga á að framleiða hana
og Fred Schepisi kom seinna inn
í myndina sem leikstjóri. Martin
segir að þeir eigi allan heiðurinn
eða skömmina að myndinni í sam-
einingu, Melnick, Schepisi og
hann sjálfur.
Uppköstin urðu 25 í allt en
erfiðast var að breyta hinum
harmræna endi Rostands í góðan
endi. Það tókst en lausnin (óþarfi
að segja fráhenni) kom seint inn
í handritið. Á meðan á skrifunum
stóð leitaði Martin • ráðlegginga
hjá vinum og kunningjum, sem
allir lögðu eitthvað til málanna.
Leikstjórinn Mike Nichols (Heart-
bum) lagði eitt til og Herbert
Ross (Funny Lady) annað. Carl
Reiner, sem leikstýrði Martin í
The Jerk, sagði: „Þú verður að
sýna það á fyrstu 10 mínútunum
hvað þú ert tilbúinn að ganga
langt í að teygja á raunveruleik-
anum.“ Hann veit hvað hann er
að segja. Fyrsta setning Martins
í The Jerk var: „Ég fæddist fátæk-
ur negrastrákur.“ Eitt kvöldið
hitti Martin rithöfundinn Gore
Vidal í samkvæmi og bað hann
um að skrifa fyrir sig handritið.
Vidal neitaði en gaf holl ráð.
Það eina sem Steve Martin
gerði ekki ráð fyrir í handritinu
var hvernig Steve Martin ætti að
vera í aðalhlutverkinu. „Ég hugs-
aði bara með mér að ég myndi
finna einhveija aðferð til að leika
hann. Tveimur vikum fyrir upp-
tökur var ég orðinn verulega
áhyggjufullur. Það sem skipti
mestu máli fyrir mig var að forða
C.D. Bales frá að vorkenna sjálf-
um sér. í leikritinu er sjálfsvor-
kunn Cyranos göfug. í dag fellur
hún ekki í kramið hjá fólki.
Hættulegasta atriðið var þegar
Dixie spyr af hveiju ég nái mér
ekki í stelpu og ég sé skuggann
minn á veggnum. Mín setning var
dapurleg og það var mikilvægt
að segja hana eins og ekkert
væri.“
Eftir alla vinnuna við handritið
þykir honum „næstum hryllilegt”
hvað mikið af bröndurunum urðu
til undirbúningslaust á upptöku-
staðnum. En hann lítur á þá
brandara sem jafnmikinn part og
hvað annað af handritinu, sem
hann var tvö og hálft ár að semja.
Til dæmis varð atriðið í byijun
myndarinnar þegar C.D. kaupir
dagblað úr sjálfsala, lítur á fyrir-
sögnina, skríkir og borgar annan
fimmtíukall til að setja það í sjálf-
salann aftur, til þegar framleið-
andinn Melnick setti blaðasjálfsal-
ann á gangstéttina sem hvem
annan hluta af leikmyndinni.
En Martin gerði alla þessa 20
brandara um nefið á C.D. og tíu
að auki til vara. „Hvað gerðist,
töpuðu foreldrar þínir veðmáli við
Guð?“ spyr C.D. sjálfan sig. Steve
Martin hefur unnið sitt veðmál
með Roxanne.
— ai.