Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 1
*->opr r-TT Trrrr'wr»aro r *7r A PTrrwi'7 ^Tr:/t TorT*T7o.qv>» VIKUNA 4. TIL 10. SEPTEMBER R PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 BLAÐ M-Þ Spurt & Svarað Þeir sem hafa áhuga á að koma fyrirspumum í þáttinn Spurt & Svarað, geta hringt í Morgunblaðið í síma 691100 á milli kl. 14.00 og 15.00 á fimmtudögum. Sp:Er ráðgert að færa útsend- ingu Stjömunnar til Akureyrar? - Anna Garðarsdóttir spyr. Sv:Nei, það stendur ekki tii að fara að útvarpa Norðanlands. - Ólafur Hauksson, útvarps- stjóri Stjörnunnar svarar. Sp:Verða þættimir um Síðustu daga Pompei endursýndir hjá Sjónvarpinu og þá hvenær? - Bragi Þorfinnur Ólafsson spyr. Sv:Það em ekki uppi áform um að endursýna þættina um Síðustu daga Pompei hjá Sjón- varpinu. - Hinrik Bjarnason, dag- skrárstjóri erlends efnis hjá Sjónvarpinu svarar. Menning og afþreying þessa vikuna Isabel Allende, rithöfundurinn frá Chile kemur nokkuð við sögu í umfjöllun fjölmiðla þessa vikuna, en hún er á meðal gesta á bókmenntahátíð Máls og menningar síðar í mánuðinum. Á miðvikudag sýnir Sjónvarpið þátt frá danska sjónvarpinu þar sem rætt er við Allende og á Rás 1 er á fimmtudag þáttur sem heitir Konan með græna hárið. Þar fjallar Guðmund- ur Andri Thorsson um Isabel Allende og bók hennar „Hús andanna", sem kom út 1982. Allende starfaði sem blaðamaður í Chile og hafði skrifað nokkur leikrit og sögur fyrir börn áður en „Hús andanna" kom út. Önnur skáldsaga, „Um ást og skugga", kom út 1984 og vakti gífurlega athygli, sem og hin fyrri. Allende var náfrænka Salvadors Allende, fyrrum forseta Chile, sem lét lífið í herforingjabyltingunni 1973 og eru afdrif lands og þjóðar henni hugleikin, eins og fram kemur í þáttunum. Annar gestur bókmenntahátíðarinnar er bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut, en Sjónvarpið sýnir einmitt á laugardagskvöld kvikmyndina Sláturhús fimm sem gerð er eftir hans frægustu bók. Af öðrum kvikmyndum á skjánum þessa vikuna má nefna Athafnamenn og Olíugos á Stöð 2 á laugardagskvöld, þýsku myndina Staðgengillinn á miðvikudagskvöld og Leyni- fundi með Richard Burton og Sophiu Loren á sunnudagskvöld. Nokkrir framhaldsþættir hefja göngu sína þessa vikuna, Góði Dátinn Sveik verður sýnd- ur á mánudagskvöld í Sjónvarpinu en framhaldsþættirnir um þessa frægu sögupersónu Haseks koma frá Austurríki. Fyrirmyndarfaðir birtist á nýjan leik í Sjónvarpinu á laugar- dagskvöld, en breskur heimildarmyndaflokkur sem nefnist Sægarpar verður sýndur á þriðjudagskvöld. Hunter nefnist ný spennuþáttaröð um lögreglumann í Los Angeles sem hefst á Stöð 2, einnig á þriðjudagskvöld. Af nýjum dagskrárliðum í útvarpi má svo nefna þáttinn Stjörnuklassík á Stjörnunni á sunnudagskvöld, en þar verður leikin klassísk tónlist og rætt við tónlistarmenn sem henni tengjast. Jóns saga Jónssonar nefnist svo ný miðdegissaga sem Haraldur Hannesson hefur lestur þýðingar sinnar á í Ríkisútvarpinu á fimmtudag kl. 14.00. Er um að ræða sjáfsævisögu Jóns Jónssonar frá Vogum í Mývatnssveit, en Jón fæddist 1829, braust til mennta þrátt fyrir lítil efni, nam trésmíði í Kaupmannahöfn og lærði tungumál af sjálfu sér. Sjálfsævisaga Jóns fannst á Landsbókasafninu löngu eftir andlát hans, en hún hafði birst í tímaritinu Frazer's Magazine og þykir merkileg um margt. Sjónvarpsdagskrá bls. 2—14 Útvarpsdagskrá bls. 2—14 Skemmtistaðir bls. 3 Bíóin í borginni bls. 9 Veitingahús bls. 11/13 Kvikmyndaumfjöllun bls. 11/16 Guðað á skjáinn bl. 14 Myndbandaumfjöllun bls. 16 Hvað er að gerast? bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.