Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 B 15 Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Glímt við Bakkus drama Shattered Spirits ★ ★ Leikstjóri: Robert Greenwald. Handrit Gregory Goodell. Aðalleikendur Martin Sheen, Matthew Laborteaux, Melinda Dillon, Roxana Zal, Lukas Haas. Bandarísk. 1986. Robert Green- wald Production Inc. — Kingf Features Entertainment. Skífan 1987. 90 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Nokkuð mikil yfírborðsmennska og óraunverulegur efnisþráður skemma þessa mynd sem á þó margt gott skilið. Fljótt á litið virið- ist allt vera í sómanum hjá Martin Sheen og flölskyldu. Huggulegasta fólk, tveir bflar, einbýlishús. En það er ekki allt sem sýnist, heimilis- faðirinn er farinn að snúa sér ískyggilega mikið að flöskunni. Við fylgjumst með honum yfírkeyra sjálfan sig og fjölskylduna. En hann brýtur ekki allar brýr að baki sér og að lokum er verið að reyna að lappa uppá leifamar. Shattered Spirits er ákaflega misjöfn mynd. Sum atriðin eru prýðisvel gerð og leikin, t.d. kemur mjög vel fram einn sterkur þáttur í lífí drykkjumannsfjölskyldu — hræðslan við sjúklinginn. Annað er öllu slakara og grynnra líkt og upp- lausn heimilisins þegar bömin em tekin. Einhvemveginn virkar það ekki á áhorfandann sem skyldi. Þetta hefði átt að vera eitt sterk- asta atriði myndarinnar en það rennur útí sandinn. Fram eftir lítur allt út fyrir að myndin leysist uppí dæmigerða AA/SAÁ grátkerlingar- mynd, en til allrar guðslukku hlýtur hún ekki þau örlög. Þó svo að upp- þurrkunin sé ámóta auðvelt fyrir- brigði og í sumum öðmm myndum um þetta alvarlega vandamál. Sheen er dágóður sem alkinn, þó em fyllerístúramir hálf-timbrað- ir og engan veginn líklegir. Dillon er hinsvegar mjög sennileg í yfírve- guðum lágt stemmdum leik og krakkamir, einkum Lukas Haas (Vitnið) og Roxana Zal (Testa- ment) standa sig vel. Shattered Spirits er að mörgu leyti athyglis- verð mynd um þjóðfélagsböl sem alla snertir, en tekur það þvi miður heldur melódramatískum tökum. Tylftaf tindátum stríðsmynd The Dirty Dozen: Next Mission ★ Leikstjóri: Victor McLaglen. Byggt á handriti e. Nunally Jo- hnson og Lukas Heller. Aðalleikendur: Lee Marvin, Er- nest Borgnine, Ken Wahl, Richard Jaeckel. Bandarísk MGM/UA 1985. Gerð fyrir sjónvarp en sýnd í kvikmyndahúsum utan Banda- rikjanna. 100 min. Það hlaut að koma að því að hugumstórir Hollywood-framleið- endur fengju þá frumlegu hugmynd að gera framhald The Dirty Dozen, stríðsmyndarinnar nafntoguðu sem fór sigurför um heiminn undir lok sjöunda áratugsins. Enda hafði hún af að státa eldhressum og spenn- andi söguþræði, líflegri leikstjóm „karlmannaleikstjórans" Robert Aldrich og leikaravalið var eins og best var á kosið. Þvflíkt gengi! Lee Marvin, Emest Borgnine, Robert Ryan, Charles Bronson, Telly Sav- alas, John Cassavetes, Donald Sutherland, George Kennedy, svo aðeins þeir helstu séu nefndir. En það hefði verið óskandi að fyrmefndir Hollywood-framleið- endur hefðu haldið að sér höndum, því framhaldið er heldur ótóttlegt í samanburði við fyrirmyndina. Leikaramir em annaðhvort gamal- menni, Marvin, Borgnine, Jaeckel, sem em þeir einu af leikhópi fyrri myndarinnar, eða þá getulítil smá- stimi, Wahl, Wilcox og félagar. Að auki býður handritið ekki uppá neina persónusköpun í líkingu við The Dirty Dozen, þetta em allt saman heldur flatneskjulegir tind- átar. Efnið er hálf-vandræðalegt að auki. Ruddamir em að þessu sinni sendir bak við vígstöðvamar til að koma í veg fyrir morð á Hitler! Nóg um það. Eitt dæmi um fáránleik þessarar framleiðslu. Hópurinn er náttúrlega látinn dulbúast sem þý- skir hermenn; hvemig í ósköpunum datt handritshöfundi í hug að hafa einn þeirra svartan? Margnr er knár... vestri The Cowboys ★ ★ ★ Leikstjóri: Mark Rydell. Handrit: Irving Ravetch, Harriet Frank Jr., og WiIIiam Dale Jenn- ings. Tónlist: John Williams. Aðalleikendur John Wayne, Bruce Dem, Roscoe Lee Brown, Coleen Dewhurst. Bandarísk. WB 1971. WHV/TefU 1987. Bönnuð yngri en 12 ára. 118 mín. Þegar gull fínnst í námunda við búgarð John Wayne sjá allir vnnu- menn hans gult og hlaupa úr vistinni. Það verður til þess að er hann þarf að reka hjörð sína um 400 mflna leið á markað verður hann að ráða unglingsstráka, ellefu talsins, sér til aðstoðar. Menn urðu að fullorðnast fljótt í „villta vestrinu", og það gilti um strákaná. Einkum eftir að bófa- flokkur hefur drepið húsbónda þeirra, Wayne. Góður vestri þar sem haldast í hendur vel skrifað hand- rit, lipur leikstjóm, skemmtilegt leikaraval og „Duke“ Wayne í af- bragðs formi. Persónusköpun hlýtur að teljast harla óvenjuleg; hópur óharðnaðra unglingspilta og Wayne drepinn þó nokkuð fyrir myndarlok. Sjálfsagt ofbýður ein- hverjum ofbeldið í myndinni, þar sem Brace Dem skapar enn einn morðóðan skíthælinn af alkunnri smekkvísi. Engin furða þó Nichol- son álíti þennan vin sinn einn meginkeppinautinn í kvikmyndaleik f Hollywood. Hann er vægast sagt ógeðslegur í hlutverki bófaforingj- ans. Wayne fer myndarlega með hlutverk sitt, að venju. Það sópar að karlinum sem þó var farinn að reskjast all-nokkuð þegar myndin var tekin. Roscoe Lee Brown er fyrsta flokks og unglingamir standa flestir fyrir sínu. Tónlist, kvikmyndataka og tæknileg atriði vel úr garði gerð, enda var The Cowboys mikil og dýr framieiðsla í sínum tíma. Vel þegin mynd öllum vestra- aðdáendum og unnendum goðsagn- arinnar John Wayne. INNIHELDUR HVORKI LITAREFNI NÉ ILMEFNI OFNÆMISPRÓFUÐ AF SVISSNESKUM HÚÐSJÚKDÓMAFRÆÐINGUM JIJVENA JUVENA juvena uaiut'í “ 160/rl íJUVENA II.VEM IIúVena ■ cSS i M JUVENA SENSITIVE SKIN LINE FYRIR ÞÍNA VIÐKVÆMU HÚÐ \/CDHI niM’Q7 V V.I W/V.L/1 ■ V W/ innan veggja LAUGARDALSHÖLL BÁS 104 Sérstök kynning á Juvena Sensitive SkinLine Einstakt tækifæri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.