Morgunblaðið - 18.09.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.09.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 Mj ólkurf ræðingadeilan: Stöðug fundarhöld MJÓLKURFRÆÐINGAR og við- semjendur þeirra sátu enn á samningafundi hjá rikissátta- semjara um miðnættið í nótt og átti að reyna til þrautar að ná samkomulagi. „Við viljum ekki Álverið: Starfsmenn vinna ekki yfirvinnu STARFSMENN Alversins í Straumsvík ákváðu í gær að vinna ekki yfirvinnu þar til leið- rétting hafi fengist á kjörum þeirra. Þegar laun voru greidd i gærmorgun kom í ljós að for- ráðamenn verksmiðjunnar höfðu fellt kaupauka, svonefndan „ál- hvata“, niður. Að sögn Ásbjarnar Vigfússonar trúnaðarmanns Iækka laun að meðaltali um 4%. Trúnaðarmenn starfsmanna og fulltrúar verksmiðjunnar áttu með sér fundi í síðustu viku um þetta mál þegar ljóst var að minni afköst í verksmiðjunni gætu haft áhrif á kaupaukann. Ásbjöm sagði að svar hefði ekki borist frá stjóminni fyrr en á mánudagskvöld. Þar var því lýst yfir að kaupið yrði skert í sam- ræmi við ákvæði samningsins. Ásbjöm sagði engan vafa leika á að ástæðan fyrir minni afköstum væru gölluð kerskaut og teldu starfsmenn illa að sér vegið þegar það óhapp væri látið bitna á starfs- fólki, sem hefði unnið undir gífur- legu álagi í sumar. Ekki náðist í yfirmenn álversins í gærkvöldi. gefast upp fyrr en allt er strand," sagði Vilhelm Andersen, skrif- stofustjóri hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík þegar Morgunblaðið náði í hann um miðnættið. Geir Jónsson, mjólk- urfræðingur, tók í sama streng, en kvaðst ekki mjög bjartsýnn á samninga. Samningafundurinn hófst seinni- part miðvikudagsins og hafði því staðið á annan sólarhring. Mjólkur- fræðingar sögðu samningnum lausum 1. september, en hafa ekki boðað verkfall. Þeir neita hins veg- ar að vinna aukavinnu og að vaktir séu færðar til. Það hefur þegar valdið vandræðum í mjólkursamlög- unum og horfír í óefni. „Til að forða tjóni þá verður að semja í nótt. Eftir það er skaðinn skeður," sagði Vilhelm. Félag starfsfólks í húsgagnaiðn- aði og viðsemjendur sátu einnig á samningafundi hjá ríkissáttasemj- ara í gærkvöldi. Um miðnættið var búist við að fundi yrði frestað innan skamms. Félagið hefur verið í verk- falli frá því á þriðjudag. Fimm menn dæmdir fyrir fíkniefnasmygl Morgunblaðið/RAX Jóhann J. Ólafsson, formaður Verzlunarráðs íslands og Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, virða fyrir sér „niðurskurðar- hnifinn". Verzlunaráð íslands 70 ára: Fjármálaráðherra færður „niðurskurð- arhnífur“ að gjöf lögreglan um 300 grömm af amfetamíni um borð í togaranum Breka í Vestmannaeyjahöfn. Tog- arinn hafði einnig verið í Þýskalandi og höfðu þremenningamir komið fíkniefninu fyrir í skipinu þar, án vitundar skipveija. Mennimir tveir, sem voru dæmd- ir til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar hvor, sáu um að út- vega þremenningunum fé til fíkni- efnakaupanna erlendis. Þeir vom því dæmdir fyrir hlutdeild í brotun- Guðjón St. Marteinsson, fulltrúi hjá sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum, kvað upp dóminn. FIMM menn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir aðild að amfetamínsmygli til Iandsins í árslok 1985. Einn þeirra, Magnús Einarsson, var dæmdur í 2 ára og 4 mánaða fangelsi, en þessi dómur er 25. refsidómurinn sem hann hlýtur. Tveir menn, Ævar Agnarsson og Friðþjófur Braga- son, voru dæmdir í 2 ára fangelsi hvor. Dómarnir eru óskilorðs- bundnir. Auk þremenninganna i -i • í • r . > • voru tveír menn dæmdir í fimm Framkvæmdir Landsvirkjunar a næsta ari: mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í brotunum. Dómur þeirra er skilorðsbundinn til tveggja ára. Öllum var mönnunum gert að greiða 10 þúsund króna sekt. Aðfaranótt föstudagsins 1. nóv- ember 1985 handtók fíkniefnalög- reglan í Reykjavík þá Magnús, Ævar og Friðþjóf eftir mikinn elt- ingarleik á Grandagarði. Lögreglan hafði þá fylgst með ferð þeirra um borð í togarann Karlsefni, sem var nýkominn frá Þýskalandi, en um borð náðu þremenningamir í rúm 200 grömm af amfetamíni. Smygl- aramir höfðu komið fíkniefninu fyrir um borð á meðan skipið lá í slipp í Þýskalandi, en skipveijar voru ekki viðriðnir málið. Skömmu síðar, eða sunnudaginn 3. nóvember 1985, fann fíkniefna- Verzlunarráð íslands varð 70 ára í gær og í tilefni afmælisins færðu samtökin Jóni Baldvini Hannibalssyni, fjármálaráð- herra, „niðurskurðarhníf" að gjöf. „Verzlunaráð íslands vill leggja þér lið og vopn í baráttunni við að skera niður útgjöld í stað þess að auka skatta og við væntum þess að þú gætir þess vel að hnífurinn lendi ekki á skattgreiðendum. Ef vel tekst til um niðurskurðinn fengju samtökin ekki betri afmælis- gjöf,“ sagði Jóhann J. Ólafsson, formaður Verzlunaráðs íslands, þegar hann afhenti ijármálaráð- herra hnífínn. Hann bætti því við að hnífurinn væri sérstaklega beitt- ur á það sem væri óþarft og til tjóns, en þeirrar náttúm gæddur að hann biti ekki á það sem væri þarft og nauðsynlegt. Jón Baldvin þakkaði gjöfína og óskaði samtökunum til hamingju með afmælið. Hann sagði það ný- breytni, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar, ef afmælisbörn tækju almennt upp á því að gefa afmælis- gjafír. Hann sagðist áskilja sér allan rétt til þess að framvísa hnífnum til útgjaldafrekra ráðaneyta, þar sem hans væri þörf. 290 milljónir til Blönduvirkjunar miðað við gangsetningu 1991 Landsvirkjun býður Vestmanneyingum 22% afslátt Á FUNDI í stjórn Landsvirkjunar i gær var samþykkt áætlun um framkvæmdir og rannsóknir fyr- irtækisins á næsta ári. Ætlunin er að veija alls 291 milljón króna til framkvæmda við Blönduvirkj- un miðað við gangsetningu virkjunarinnar 1991, 195 milljón- í dag NNING TIR blaoB BLAO um til byggingar nýrrar stjórn- stöðvar í Reykjavík og á Akureyri og 44 milljónum til byggingar nýrrar aðveitustöðvar í Kapelluhrauni sunnan Hafnar- fjarðar og endurbóta á aðveitu- stöð við Varmahlíð. Þá er gert ráð fyrir 8 milljón kr. fjárveit- ingu virkjanarannsókna 1988. Alls er hér um að ræða 538 millj- ón kr. fjárfestingu á verðlagi í árslok 1986. Þar við bætast vext- ir vegna framkvæmda á árinu 1988 og áfallins kostnaðar á fyrri árum alls 229 milljónir. í frétt frá Landsvirkjun segir að gert sé ráð fyrir að kostnaður við stjómstöðina, 195 milljónir, verði íjármagnaður með eigin fé Lands- virkjunar en tekin verði erlend lán fyrir öðrum kostnaðarliðum, alls 572 milljónum. Á móti kemur að afborganir af lánum Landsvirkjun- ar eru áætlaðar 1.157 milljónir á næsta ári, þannig að skuldir fyrir- tækisins koma til með að lækka um alls 585 milljónir á árinu 1988, til viðbótar svipaðri lækkun í ár. Þrátt fyrir lántökur vegna framkvæmda á þessum tveimur árum munu skuldir Landsvirkjunar samt sem áður lækka um allt að 1.200 milljón- ir. Á fundi stjórnar Landsvirkjunar í gær var ennfremur fjallað um verð á ótryggðu rafmagni til Raf- magnsveitna ríkisins vegna raf- hitunar í Vestmannaeyjum. Var samþykkt að veita 22% afslátt af gjaldskrárverði ótryggðs rafmagns að meðtöldum kostnaði við nauð- synlega fjárfestingu í spennuvirki við Búrfellsstöð. Er hér verið að greiða fyrir því að raforka verði fyrir valinu sem sá orkugjafí er leysi núverandi hraunveitu í Vestmanna- eyjum af hólmi. Við þessar ráðstaf- anir lækkar rafmagnsverð Landsvirkjunar til Rafmagnsveitna ríkisins vegna rafhitunar í Vest- mannaeyjum með ótryggðu raf- magni úr 29,0 aurum á kWst i 22,5 aura á kWst við stöðvarvegg Búrfellsstöðvar. Var samþykkt að afsláttur þessi yrði veittur sam- kvæmt nánara samkomulagi en þó ekki lengur en til 1991, þar sem gera má ráð fyrir því að þá hafi gengið í gildi ný gjaldskrá Lands- virkjunar. Borgaraflokkurinn: Júlíus Sólnes gef- ur kost á sér til varaformanns JÚLÍUS Sólnes alþingismaður tilkynnti á stjórnarfundi kjör- dæmisráðs Borgaraflokksins í Reykjanesi í gærkvöldi að hann gæfi kost á sér til embættis vara- formanns Borgaraflokksins en kosið verður í það embætti á landsfundi flokksins um eftir rúma viku. Júlíus Sólnes sagðist í samtali við Morgunblaðið vera reiðubúinn til að taka að sér þetta embætti ef flokkurinn vildi. Ásgeir Hannes Eiríksson hefur einnig lýst því yfir opinberlega að hann sækist eftir þessu embætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.