Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 35 Minning: Sveinn Ólafsson hljóðfæraleikari Mig langar til að minnast með nokkrum orðum frænda míns Sveins Ólafssonar, sem lést 4. sept- ember sl. Svenni frændi, eins og við kölluð- um hann alltaf, var einstaklega glæsilegur maður og framkoma hans hlý og notaleg. Alltaf gaf hann sér tíma til þess að klappa á kollinn á börnunum mínum og spjalla við þau. Við höfum átt margar ánægju- stundir með Svenna og Hönnu konunni hans á undanförnum árum og er erfitt að hugsa sér sömu til- efni á ókomnum árum án Svenna frænda. T.d. á aðfangadagskvöld, þegar við hittumst á Tungó hjá foreldrum mínum, eftir að Hanna og Svenni höfðu verið hjá börnunum sínum í Breiðholtinu, og Hanna hafði hlýtt Svenna yfir, alla leiðina, um aldur og nöfn á barnabörnum foreldra minna. Svo þegar Svenni kom innan um allan hópinn og byij- aði að rugla nöfnum gátum við oft hlegið dátt. Eða okkar árlega þorra- blót, sérstaklega þegar það var haldið í Keflavík, þá var nú Svenni frændi í essinu sínu, þegar karlam- ir „stálust" niður á bryggju eftir matinn, því að sjórinn og sjó- mennska áttu hug hans allan. Enda hefði stundum mátt halda af tali hans að hann væri sjómaður, en ekki hljóðfæraleikari eins og raunin var. Mér finnst það heiður að hafa fengið að kynnast slíkum manni er Svenni frændi var og hafi hann þökk fyrir allt. Elsku Hanna, missir þinn er mik- ill, en ég veit að þín einlæga trú hjálpar þér mikið. Við vottum þér og Qölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Margrét Þráinsdóttir og fjölskylda. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Viltu koma til Noregs? Norskur maður, 37 ára, 173 cm, grannur og Ijóshærður, hefur mörg áhugamál, þ.á m. náttúr- unni, dýrum, fólki, iþróttum og skiðum, hefur unnið við land- búnað og er vellaunaður óskar eftir að komast í kynni við hlý- lega, gáfaða, hressa og sport- lega konu. Æskilegur aldur er 20-40 ára, má eiga barn. Þarf helst að tala norsku/dönsku eða ensku. Ef þú ert haldin ævintýra- þrá skrifaðu þá til: Jostein Leirvik, N. 7500 Stjer- dal, Noregi. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Foreldrar í Breiðholti Laugardagsskóli Hjálpræðis- hersins hefst á morgun 19. september kl. 14.00 í Hóla- brekkuskóla. Kvikmynd o.fl. á dagskrá. Öll börn velkomin. Æskulýðsstarf Hjálpræðishersins. I.O.O.F. 1 . 1699188V2 = I.O.O.F. 12 = 1699188V2 = Biblíufræðsla og bænastund Fræðslusamvera verður í fund- arsal Þýsk-islenska, Lynghálsi 10, á morgun, laugardag, kl. 10.00 árdegis. Eirný Ásgeirs- dóttir kennir um efniö: Ertu sáttur við sjálfan þig? Bæna- stund verður síðan á sama stað kl. 11.00 í framhaldi af kennsl- unni. Allir velkomnir. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferð 18.-20. sept.: Þórsmörk — haustlitaferð Þórsmörk er í röð vinsælustu helgardvalarstaða landsins. Birkiskógur er mikill í Þórsmörk auk fleiri trjátegunda og haustlit- ir hvergi fegurri. Vandfundin er öllu fjölbreytilegri fegurð á ís- landi enda mótun landsins einstök. Gist verður í Skagfjörðsskála/ Langadal. Skálinn hefur mið- stöðvarhitun og aðstaða eins og best verður á kosið. Missið ekki af haustfeguröinni í Þórsmörk. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Sunnudaginn 20. sept.: Dags- ferð til Þórsmerkur. Verð kr. 1.000. Ferðafélag íslands. 1927 60 ára 1987 ®FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3' SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélags- ins sunnud. 20. sept.: 1) Kl. 08 Þórsmörk — dagsferð. Dvalið veröur um 3V2 klst. i Þórs- mörk og farnar gönguferöir. Verð kr. 1.000. 2) Kl. 10 Konungsvegurinn — Brekkuskógur. Ekið verður um Laugarvatn og farið úr bílnum við Efstadal. Gengið eftir Konungsvegi í Brekkuskóg. Verð kr. 1.000. 3) Kl. 13 Þingvellir — haustlitir. Verð kr. 600. Brottför i ferðirnar er frá Um- feröarmiðstööinni, austanmeg- in. Farmiðar við bil. Fritt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ath.: Óskilamunir úr ferðum sumarsins má vitja á skrifstofu Fí. Ferðafélag írlands. Góóandaginn! raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Þýskukennsla fyrir börn 7-13 ára verður á laugardögum í vetur. Inn- ritun fer fram laugardaginn 19. sept. kl. 10.00-12.00 (inngangur frá Hamrahlíð). Innritunargjald kr. 1.200,- Germanía. Skrifstofuhúsnæði til leigu Ca 90 fm skrifstofuhúsnæði til leigu. Mjög góð staðsetning, nálægt Hlemmi. Laust. Til greina kemur að skrifstofuhúsgögn fylgi. Umsóknir sendist í Póst 125, Box 5386. fundir *— mannfagnaðir Fræðslufundur NLFR Fyrirhuguðum fræðslufundi Náttúrulækn- ingafélags Reykjavíkur um náttúrulækningar, sem vera átti á Hótel Sögu á morgun kl. 14.00, er frestað um ótiltekinn tíma af óvið- ráðanlegum orsökum. Stjórnin. Opið hús í tilefni af hálfrar aldar afmæli rannsókna í þágu atvinnuveganna verða rannsóknastofn- arnir sjávarútvegsins, Hafrannsóknastofnun- in og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins opnar almenningi frá kl. 10.00-16.00 í dag, föstudaginn 18. september. Þá munu starfsmenn taka á móti gestum í anddyrinu á Skúlagötu 4 og sýna þeim stofn- anirnar og skýra þá starfsemi, sem þar fer fram, í máli og myndum. BORGARA FLOKKURim m^W -ílokkur með framtið PQF Stofnfundur Félags ungra borgara í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 19. september nk. kl. 14.30 í veitingahúsinu Glæsibæ. Ávörp flytja: Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, Guðmundur Ágústsson, alþingismaður og Júlíus Sólnes, alþingismaður. Allir ungir borgarar á aldrinum 16-32 ára eru eindregið hvattir til að mæta við stofnun félagsins og taka þátt í mótun og framtíð- aruppbyggingu Borgarflokksins. Undirbúningsnefndin. BORCARA FL0KKVRINN -flokkur með framtíð Norðurland-Eystra: Þingmaðurinn Halidór Blöndal mun hafa viðtalstíma dagana 22. september-5. október víðsvegar um kjördæmið. Einnig mun einn sveitarstjórnarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á viðkomandi stöðum verða til viðtals. Viðtalstimarnir munu verða sem hér segir: Þriðjudaginn 22. september: Hrísey: Þingmaðurinn Halldór Blöndal og Árni Kristinsson hreppsnefndarmaður í Hrísey, verða með viðtalstima þriðjudaginn 22. september nk. á Hólabraut 3 i Hrísey. Viðtalstíminn verður frá kl. 17.00-19.00 e.h. Einnig veröur hægt að hringja í síma 61754. Um kvöldiö verður al- mennur fundur í veitingahúsinu Brekku og hefst hann kl. 20.30. Frummælandi fundarins veröur Halldór Blöndal. Sjá nánar auglýs- ingu sem birtist hér i félagsmáladálknum fyrir fundinn. Miðvikudagur 23. september: Húsavík og nágrenni: Þingmaöurinn Halldór Blöndal og Katrin Ey- mundsdóttir bæjarfulltrúi á Húsavik, verða með viðtalstíma miðviku- daginn 23. september nk. á Árgötu 14 („Sjallinn") á Húsavik. Viðtalstiminn veröur frá kl. 17.00-19.00 e.h. Um kvöldið verður haldinn almennur stjórnmálafundur á Árgötu 14 og hefst hann kl. 20.30. Frummælandi fundarins verður Halldór Blöndal. Sjá nánar auglýsingu sem birtist hér í félagsmáladálknum, fyrir fundinn. Fimmtudag 24. september: Akureyri: Þingmaðurinn Halldór Blöndal og Gunnar Ragnars bæjar- fulltrúi á Akureyri, verða með viðtalstíma fimmtudag 24. september nk. i Kaupangi við Mýrarveg á Akureyri. Viðtalstiminn verður frá kl. 20.00-22.00 e.h. Sunnudagur 4. október: Grenivík og nágrenni: Þingmaðurinn Halldór Blöndal og Skirnir Jóns- son hreppsnefndarmaöur i Grýtubakkahreppi, veröa með viötalstíma sunnudaginn 4. október nk. i Gamla skólahúsinu á Grenivik. Viötals- tíminn verður frá kl. 14.00-16.00 e.h. Einnig verður hægt að hringja í sima 33259. Mánudagur 5. október: Mývatnssveit og nágrenni: Þingmaðurinn Halldór Blöndal og Ólöf Hallgrimsdóttir hreppsnefndarmaður í Skútustaðarhreppi, verða með viðtalstíma mánudaginn 5. október nk. í Vogum í Mývatnssveit. Við- talstiminn verður frá 16.00-18.00 e.h. Einnig verður hægt að hringja í síma 44114. Viðtalstími f Grfmsey verður auglýstur siðar. Geymið auglýsinguna. SJ A:-ii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.