Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 Einar Eggertsson kafari - Minning Fæddur 15. október 1902 Dáinn 9. september 1987 Ótal margar ánægjulegar minn- ingar líða fram í hugann, nú þegar sest er niður til að skrifa kveðjuorð í minningu afa. Við systumar munum svo vel, hvað það var gaman að fá afa og ömmu í heimsókn í Njarðvíkumar og austur í sumarbústað. Þau sett- ust þá gjaman hjá okkur og spiluð- um við þá á spil. Afí hafði gaman af að syngja og kunni ógrynnin öll af sálmum og var óspar á sögumar. Til er gömul kvikmynd af afa þar sem hann er að undirbúa sig fyrir köfun og sú mynd af honum þar sem hann setur upp köfunarhjálm- inn góða með öllum þeim búnaði sem þá tíðkaðist var vinsælli hjá okkur en nokkur teiknimynd hefði getað orðið. Það var svo gaman að horfa á hann stökkva úr bátnum ofan í sjó og láta svo sýna fílmuna afturábak því þá kom afí stökkv- andi upp úr sjónum aftur og settist í bátinn. I bókinni „Sjómannsævi", endur- minningum Karvels Ögmundsson- ar, er kafli tileinkaður afa, Einari Eggertssyni kafara, þar er verkum hans vel lýst. Haft er þar eftir ein- um samverkamanni hans. „Hefur þú séð stóm björgin sem hann Ein- ar kafari náði upp í dag?“ Já, svona var afí, björg voru honum engin hindrun. Nú skiljast leiðir um tíma, við kveðjum elskaðan afa og langafa. Við biðjum góðan guð að styrkja ömmu okkar sem nú kveður ástkær- an lífsförunaut. Auður, Hildur, Björg og Rósa. Þann 9. september sl. lést tengdafaðir minn, Einar Eggerts- son fyrrum kafari hjá Vita- og hafnarmálum. Einar fæddist 15. október 1902 í Vesturbænum í Reykjavík og ólst upp í Einarshöfn við Brekkustíg. Hann hefði því orðið 85 ára gam- all eftir rúman mánuð. Þeim fer nú fækkandi, sem við í dag getum kallað aldamótakyn- slóðina, kynslóðin sem hefur markað dýpri spor í íslandssöguna, en nokkur önnur. Þegar íslendingar flúðu örbirgð- ina um og eftir síðustu aldamót til gósenlands í vestri og víðar, þá varð eftir á Fróni kynslóð sem tók til við uppbyggingu og stóðst ára- tuga kreppuástand, en gafst aldrei upp. Sagan um undrið frá fátækt og erfíði til velmegunar nútímans tel ég vera merkilegasta kafla Islands- sögunnar. Einar Eggertsson tileinkaði landsbyggðinni og undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveg- inum, lífsstarf sitt og þjónustu, þótt hann væri borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur og byggi þar alla tíð. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, EVAJÚLÍUSDÓTTIR frá Hrafnsey á Breiðafirði, siðar Þangabakka 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 13. september. Útförin verður auglýst síðar. Július Arnarsson, Klara M. Arnarsdóttir, Hafalda B. Arnarsdóttir, Örn Arnarsson, Friðlín Arnarsdóttir, Jón H. Arnarsson, Gunnar I. Arnarsson, Smári Arnarsson, Gunnar J. Júlíusson, Friðjón I. Júli'usson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR JÓNMUNDSSON fyrrv. yfirlögregluþjónn, Silfurgötu 11, ísafirði, andaðist á fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar miðvikudaginn 16. sept. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Systir mín og mágkona, GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 16. september. Guðmundur Pétursson, Unnur Halldórsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA ÞÓRÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 19. septem- ber kl. 14.00. Blóm afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hennar vinsamlegast láti Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð njóta þess. Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Friðrik Steindórsson, Kjartan Þorleifsson, Kristin Kristinsdóttir, Þórey Þorleifsdóttir og barnabörn. Hann starfaði við köfun hátt á fjórða áratug og eru ekki margar hafnir hringinn í kringum landið, sem hann hefur ekki lagt gjörva hönd á, bæði við nýbyggingar og viðhald. Margar ferðimar fór hann út í hafsauga, til að losa víra og net úr skrúfum fískiskipa og sinna bráðabirgðaviðgerðum og voru það sannkölluð karlmennskuverk. Þó tel ég að mest hafi reynt á karl- mennsku þessa dagfarsprúða og hugrakka manns að kafa niður í djúp hafsins og leita að líkum drukknaðra sjómanna, bæði innan um sokkin skip sem utan. Því miður var Einari ekki tamt að tala um sína lífsreynslu, en það var einmitt hans lífsstíll. Eg hefi þessa sögu að segja frá öðrum en honum sjálfum. Hann flækti líflínu sína og önd- unarslöngu í steypustyrktaijáms- flækju í einu af bryggjukeijum Akraneshafnar. Það tók hann marga klukkutíma að losa sig. Þeir fóm á taugum, sem uppi voru, en hann kom úr kafi jafn rólegur. Einar hóf störf hjá Vita- og hafn- armálum árið 1929 og starfaði hjá þeim í hálfa öld, sem er langur starfsaldur hjá sama vinnuveitanda. Til þeirra starfa sem hann vann, þurfti bæði hraustan mann og sterkan, en umfram allt útsjónar- saman og laginn, hættur leyndust víða og ekki mátti mikið útaf bera. Það hefur oft valdið mér von- brigðum er ég hugsa til þess tíma, þegar Einar var í fullu starfi, hve lítið hann bar úr býtum fyrir þetta mikla ábyrgðarstarf. En ég veit að orsökin var að miklu leyti hann sjálfur, því hann kunni aldrei að gera kröfur til annarra en sjálfs sín. Slíkir eiginleikar eru það sjald- gæfír að þeir menn vilja oft gleymast í þjóðfélagi þar sem kröf- ur ofan á kröfur eru taldar eðlilegar og sjálfsagðar og hafa forgang framyfir eðallyndi og hæversku. Það er því miður ekki hægt að neita því að frumkvæði skortir mjög hjá íslenskum vinnuveitendum að bjóða bætt kjör, þegar það er hægt, fyrir vel unnin störf. Eg nefni þetta nú, því mér er minnisstætt árið sem Einar hætti köfun fyrir aldurssakir, þá var hið eldra Kafarafélag íslands stofnað. Það samdi strax um laun og kjör og hefði Einar þá enn verið í starfí, hefðu árslaun hans þrefald- ast. Hann var kjörinn fyrsti heiðurs- félagi Kafarafélags Islands og einnig heiðursfélagi þess síðara og segir það sína sögu hve þeir mátu hann og hafí þeir þökk fyrir. Ég tel að þessi óvenjulega hæ- verska Einars ætti að vera öðrum til eftirbreytni því þeir þættir í skap- höfn hans, sem ég hefi hér að framan lýst, hafa mótast af erfíð- leikum þeirrar kynslóðar, sem bar þungann í byijun þessarar aldar og þeim til sóma eigum við að ljúka þessari öld með sæmd. Margt hefði mátt fara betur í ytra umhverfí þessa góða drengs, en raun varð á, en guð hafði aðrar leiðir til að jafna lóðin á vogarskál örlaganna. Árið 1930 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sveinbjörgu Ámadóttur, fæddri í Hafnarfírði, en fluttist til Reykjavíkur á fyrsta ári og ólst upp hjá þeim heiðurs- hjónum Margréti Bjamadóttur og Einari Guðmundssyni sem bjuggu á Vesturgötu 53. Þau hjónin Sveinbjörg og Einar eignuðust fimm mannvænleg börn, þijár dætur og tvo syni. Þau eru: Helga sjúkraliði, gift Kjartani Guðmundssyni kaupmanni, búsett í Reykjavík og eiga fimm böm og átta bamaböm. Sigríður Halla, gift undirrituðum, búsett í Njarðvík og eiga fjögur böm og átta bamabörn. Hilmar byggingafulltrúi, kvænt- ur Berglind Pálmadóttur, búsett á Laugarvatni og eiga fimm böm og eitt bamabam. Margrét flugafgreiðslumaður, gift Ásmundi Cornelíus vélvirkja- meistara, búsett í Keflavík og eiga þijú böm. Guðmundur lögregluvarðstjóri, kvæntur Kristjönu Karlsdóttur, bú- sett í Reykjavík og eiga fjögur böm. Eru afkomendur þeirra þegar orðnir 43 talsins. Hvar sem þau hjónin Sveinbjörg og Einar hafa búið hefur heimili þeirra ávallt verið rómað fýrir hlý- leik og gestrisni. Tengdamóðir mín hefur óvenju létta lund og sterkan persónuleika og má með sanni segja að erfítt er að láta sér leiðast í samvistum við hana og á hún ekki hvað síst skilið þakkir fyrir hvað lífshlaup þeirra varð farsælt. Þótt hvorugt þeirra hafí gengið heilt til skógar hin síðari ár, er aðdáunarvert hve vel hún hugsaði um og stundaði eiginmann sinn, enda gat hann helst aldrei af henni séð. Hún sér nú á eftir ástkærum eiginmanni yfir móðuna miklu og megi guð styrkja hana í sorg henn- ar. Ég veit ég tala fyrir hönd vina og vandamanna þegar ég kveð og segir: Hafi hann hjartans þökk fyr- ir samfylgdina. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík. Jósep Jón Jóhann- esson — Minning Fæddur 18. desember 1919 Dáinn 8. september 1987 Þriðjudaginn 8. september sl. lést í Borgarspítalanum í Reykjavík vin- ur minn Jósep Jón Jóhannesson. Jósep fæddist 18. desember 1919 að Skógsmúla í Miðdalahreppi í Dalasýslu, sonur hjónanna Jóhann- esar Jónssonar og Sigurbjargar Sigurðardóttur. Systkini Jóseps voru Ingibjörg, Kristmundur, Jón og Sigurður. Þau eru öll á lífi nema Sigurður sem dó ungur. Árið 1921 fluttist Jósep með foreldrum sínum að Giljalandi í Haukadal þar sem hann bjó fram á dánardægur. Jósep útskrifaðist sem búfræð- ingur frá Hvanneyri 1939. Auk þess að stunda búskap starfaði Jós- ep við kennslu og skólastjórn í 14 vetur. Var farkennari víða og skóla- stjóri á Súðavík og á Grenivík. Síðastliðinn áratug hefur Jósep starfað á skrifstofu Kaupfélags Hvammsfjarðar. Trúnaðarstörfum gegndi Jósep mörgum enda vel til forystu fallinn. Hann var formaður stjómar Kaup- félags Hvammsfjarðar um skeið. Oddviti þeirra Haukdælinga, í hreppsnefnd og uppstillingamefnd. Þótt formlegri skólagöngu lyki með prófí í búfræðum stundaði Jós- ep ákaft nám í skóla lífsins allt til dánardægurs. Maðurinn var síles- andi allt sem hann komst yfir og þar af leiðandi geysilega fróður og t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, KLÖRU HALLGRÍMSDÓTTUR, Frostaskjóli 9, Reykjavík. Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir, ívar H. Jónsson, Jóhann H. Þórarinsson, Ásdís Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson, Ásdis Guðmundsdóttir. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU JÓHANNESDÓTTUR, Suðurgötu 30, Akranesi. Sólveig Ástvaldsdóttir, Heiðar Viggósson, Jóhannes Ástvaldsson, Ásta G. Thorarensen, Ásta Ástvaldsdóttir, Gunnar Guðmannsson, Dóra Ástvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. vel að sér í fjöldamörgum málefn- um. Það vakti undmn mína hversu fljótur hann var að lesa og ná tök- um á efninu. Minnisstætt er -mér að sjá hann í hörkukappræðum við föður minn í stofunni á Giljalandi. Jafnframt fullri þátttöku í kappræð- unni fletti Jósep vænum dagblaða- bunka sem ég hafði komið með úr bænum. Þegar hann hafði flett bunkanum án þess að ég merkti að hann læsi hann að nokkru ráði gat hann þulið upp og rökrætt um efni það sem var í dagblöðum þeim sem hann hafði flett. Jósep var ekki íþróttamannslega vaxinn maður og ekki stundaði hann líkamlegar íþróttir svo ég viti til. Þrátt fyrir framanritað var maðurinn mikill að burðum, sterkur og þolinn. í göngum máttu aðrir yngri menn hafa sig alla við til að halda í við Jósep. Kom þar þá einn- ig í ljós hversu harður og einbeittur maðurinn var og þá harðastur við sig sjálfan. Þessum eiginleikum fékk maðurinn með ljáinn einnig að kynnast. Jósep tók á móti og glímdu þeir lengi. Svo lengi að undr- un sætti. En að lokum endaði sú glíma á þann veg sem hún ætíð endar. Það er nú komið á þriðja áratug síðan ég og faðir minn komum í fyrsta sinn að Giljalandi og kynni okkar Jóseps hófust. Að koma að Giljalandi hefur ætíð verið tilhlökk- unarefni. Umræður og kappræður fram á rauðanótt hafa verið fróðleg- ar og skemmtilegar. Frá Giljalandi hefur maður ætíð farið fróðari og betri maður. Á þessari kveðjustund votta ég fjölskyldunni að Giljalandi dýpstu samúð mína og minnar fjöl- skyldu. Sigurjón Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.