Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 7 Dr. Sigrún Stefánsdóttir Doktor í fjöl- miðlafræði SIGRÚN Stefánsdóttir varði doktorsritgerð í fjölmiðlafrœði þann 8. maí síðastliðinn við Uni- versity of Minnesota í Banda- ríkjunum. Ritgerðin nefnist „A Comparative Study of Educati- onal Television in Kentucky and Denmark with Implications for Iceland.“ í ritgerðinni er gerður saman- burður á notkun og uppbyggingu skólasjónvarps í Danmörku og í einu fylki Bandaríkjanna, Kentucky, og í ‘framhaldi af því er fjallað um það hvemig reynslan af notkun þessara tveggja sjónvarps- kerfa megi nýtast við íslenskar aðstæður. Sigrún Stefánsdóttir er fædd á Akureyri 1947, dóttir Stefáns Árna- sonar og Petrínu Eldjárn. Hún lauk BA-prófi frá University of Minne- sota árið 1984, MA-prófi frá sama skóla árið 1985 og starfar sem fréttamaður og kennari. Sigrún á tvo syni, Þórleif Stefán, 16 ára og Héðin 12 ára, en eiginmaður henn- ar er dr. Dean Abrahamson. Safamýri — Háaleitisbraut: Iðnaðarbank- inn fær lóð BORGARRÁÐ hefur samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur, tillögu skrifstofustjóra borgarverkfræðings um að Iðn- aðarbankanum verði gefinn kostur á svæði milli Safamýrar, Miklubrautar og Háaleitisbraut- ar. Vegna samþykktarinnar óskaði Sigutjón Pétursson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins eftir að bóka: „Eg er algjörlega mótfallinn byggingu á þessari lóð og af þeirri ástæðu greiði ég atkvæði gegn úthlutun lóðarinnar.“ Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir fulltrúi Kvennalistans, vísaði til fyrri bókunar sinnar í borgarráði varðandi afgreiðslu skipulags svæð- isins. Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins, vísaði til fyrri afstöðu Framsóknarmanna vegna málsins. Fer inn á lang flest heimili landsins! - - - 1 ■ • • ' i. . ... Kahrs Gæðin borga Þegar þú velur parket, velur þú gólfefni til eilífðar. Káhrs parket er sænskt gæðaparket. ÞITT ER VALIÐ. Kahrs Líttu við hjá okkur og skoðaðu eitt mesta úrval landsins af parketi. > P| EGILL ÁRNASON HF. t-Hl PARKETVAL V* I SKEIFUNNI 3, SÍMI 91 -82111 i t 3 t % TTTTTn iJííS ilIXiIiJíTIIjj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.