Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 13 Fyrstu gnllkortin frá Eurocard afhent FYRSTU gullkortín frá Euro- card á íslandi voru afhent korthöfum við hátíðlega at- höfn á Holiday Inn s.l. þriðju- dag. Alls voru afhent 12 kort. Þeir sem fengu fyrstu kortin voru valdir úr hópi þeirra sem verið hafa í viðskiptum við Kreditkort hf. frá því fyrir- tækið hóf rekstur árið 1980. Gullkorthafar munu njóta ýmissa fríðinda umfram venju- lega korthafa. Kortið felur m.a. í sér samsetningu ferða-, slysa-, farangurs-, sjúkra-, og ábyrgða- trygginga, sem er víðtækari og greiðir mun hærri tryggingabæt- ur en tryggingar venjulegra greiðslukorta. Einnig má nefna að gullkorthafar eru sjálfkrafa aukaaðilar að IAPA, alþjóðasam- tökum flugfarþega. Sú aðild veitir þeim afslætti á bílaleigum og hótelum um allan heim auk þess sem flugfarþegar geta merkt töskur sínar með sérstök- um IAPA töskumerkjum og tengst þannig sjálfvirkri eftirlits- þjónustu IAPA. Gullkorthafar verða valdir úr hópi þeirra sem verið hafa kort- hafar lengur en 12 mánuði og ávallt staðið í skilum. Valgeir T. Sigurðsson og Anna Margrét Jónsdóttir með verðlaunin sem Black Death drykkirnir hlutu. Gull- og silfurverðlaun fyrir íslenska drykki Brussel, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. TVEIR íslenskir aðilar, Valgeir T. Sigurðsson og Sól hf, hlutu gull- og silfurverðlaun fyrir gæðaframleiðslu frá Monde Selection-alþjóðasamtökunum í Brusselá miðvikudag. Anna Margrét Jónsdóttir, feg- urðardrottning Islands, tók við verðlaununum fyrir Valgeirs hönd, en Black Death-brennivín, sem hann framleiðir, hlaut gull- verðlaun og vodka silfurverð- laun. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiráðunautur í sendiráði Is- lands í Brussel, tók við verðlaun- unum fyrir Sól hf. Svali með epla- og sítrónubragði fékk gull- verðlaun en appelsínu Svali fékk silfur. Valgeir er búsettur í Lúxemborg og rekur veitingastað þar. Hann hefur nú hlotið fjögur gull- og ein Siglufjörður: Ferðum Arn- arflugs fjölgíið Siglufjördur. ARNARFLUG hefur ákveðið að taka upp daglegt flug til Siglu- fjarðar í vetur og er ellilífeyris- þegum veittur 50% afsláttur á fargjaldi alla daga utan föstu- daga og sunnudaga. Fram til þessa hefur Arnarflug flogið fimm daga vikunnar en Norðurflug flýgur að auki sex sinnum í viku til Siglufjarðar í tengslum við flug Flugleiða til Reykjavíkur. Að auki eru þrjár ferðir með langferðabifreið frá Siglufirði til Sauðárkróks á vegum Flugleiða í tengslum við flug það- an til Reykjavíkur. silfurverðlaun fyrir drykkjafram- leiðslu sína. „Þessi verðlaun sanna að þetta er gæðavara sem ég hef verið að þróa á undanförnum tíu árum,“ sagði hann. „Þau sýna að ég stend jafnfætis öðrum áfengis- framleiðendum og veita mér sjálfs- traust." Hann hefur nú hug á að heija sölu á ferskjulíkjör, svokölluð- um Sæta dauða og kókoshnetulíkjör en vantar enn fjármagn til að mark- aðssetja þá. Valgeir selur nú Black Death í þó nokkrum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum, en honum hefur ekki orðið eins vel ágengt á Is- landi. Þar er Black Death aðeins fáanlegur í fríhöfninni í brottfarar- sal flugstöðvarinnar í Keflavík. Monde Selection-verðlaunin eru þekkt gæðamerki sem verðlauna- hafar geta sett á framleiðsluvörur sínar. Matar- og drykkjavörur eru sendar ásamt greiðslu í gæðapróf. Þær eru efnagreindar á rannsókn- arstofum og metnar í blindprófum. Skagafjörður: Norðan garri á hverjum degi Skagafjörður NÚ HEFUR heldur en ekki skipt um tiðarfar frá þvi að vera blíðviðri lengst af sumri en nú er norðan garri á hverjum degi og snjór í fjöllum. Smölun sauðfjár hefur gengið vel og slátrað er í fyrra falli. Fallþungi er talinn vera í góðu meðallagi. Smærri bátar róa nú ekki enda fiskilaust inn á Skagafirði. Togarar afla enn þá vel. Björn í Bæ 1 71 J I7.sev tem k r NÝn 624040 simanumer NVTT húsnæði Suðurgata 7 VERTU VELKOMIN FERÐASKRIFSTOFAN Allra val Morgunblaðið/Einar Falur Fyrstu Eurocard gullkorthafarnir ásamt Gunnari Bæringssyni, framkvæmdastjóra Kreditkorta, lengst tií vinstri, og Grétari Harðarsyni, markaðsstjóra, lengst til hægri. á myndinni. VID OPNUM í DAG NÝJA ÁKLÆDISVERSLUN IA/A/BU Skúlagötu 61 Sími 623588 Nýr vefnaður Litrík mynstur Fyrir nútíma fólk Bjóðum eingöngu nýjustu línuna af Vestur-þýskum áklæðum SKÚLAGÖTU 61 SÍMI 623588 HEILDSALA - SMÁSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.