Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 37 Sigurður Harald Olafsson — Minning Fæddur 25. ágúst 1978 Dáinn 11. september 1987 Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta biund. (V. Briem) Já, kallið er komið, svo sárt og svo óvænt. Þrír litlir drengir, áhyggjulausir og glaðir að leik, augnabliki síðar er einn þeirra hrif- inn á brott, hann mun aldrei leika sér hér meira. Við stöndum álengdar, hnípin með hugsanir okkar en það er sama hvernig við hugsum, við komumst ekki að niðurstöðu og fínnst þetta ekki réttlátt. Við verðum að trúa því að Guð hafí verið búinn að ætla honum Sigga litla annað hlutverk á öðru tilverustigi. Sigurður Harald Ólafsson hét hann fullu nafni, sonur hjónanna Sigrúnar Sigurðardóttur og Ólafs Jóhannssonar, Brekkulandi 1, Mos- fellsbæ. Það var fyrir 6 árum að Siggi iitli flutti með foreldrum sínum, þremur systrum og afa í húsið á móti okkur við Dvergholt í Mos- fellssveit. Fljótt tókum við eftir þessum litla snáða sem yfirleitt var einhvers staðar í nálægð afa síns, en með þeim var einstaklega kært sam- band, mun missir afans vera mikill. Það sem einkenndi Sigga litla mest var hve prúður og hógvær hann var, snemma kom í ljós að hann var greindur vel og gekk vel í skóla. Sigrún mín og Óli, Jói afi og systurnar, Sandra, Jóhanna og Olla, við vitum vel að þessi fátæklegu orð fá ekki sefað sorg ykkar, en minningin um prúðan og elskulegan dreng hlýjar okkur á erfiðri stund. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús þér ég sendi bæn frá mínu bijósti snjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Fjölskyldan Dvergholti 15 Hann er hár tollurinn, sem tekinn hefur verið í umferðinni undanfam- ar vikur. Föstudagskvöldið 11. september bárust mér þau sorglegu tíðindi að fyrrum nemandi minn, Sigurður Harald, hefði látist í um- ferðarslysi. Svo hörmuleg tíðindi eins og dauði ungs drengs, sem ætti að eiga lífið og framtíðina fyr- ir sér, eru öllum óskiljanleg. Þegar ég hugsa til baka á ég margar ljúfar minningar um Sig- urð. Ég kynntist honum fyrst er hann hóf nám í 6 ára bekk í Varm- árskóla, en það kom í minn hlut að kenna honum í þrjú ár. Sigurður var duglegur og áhugasamur nem- andi og vinsæll í hópi bekkjarsystk- ina sinna. Vil ég þakka honum fyrir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Foreldrum hans, föðurafa, systr- um og öðrum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð styrlq'a þau í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minningin um góð- an dreng. Dagný Guðmundsdóttir Ó Jesú bróðir besti og bamavinur mesti æ breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Hann Siggi frændi okkar er dá- inn. Því er svo erfitt að trúa, en við vitum að hann er hjá Guði og líður vel. Við hittum hann svo oft og vorum alltaf góðir vinir. Fyrir það erum við nú þakklát. Við minnumst af- mælisboða, þar sem við lékum á als oddi og heimsókna hvert til annars. En alltaf var erfitt að skilja, við vildum fá að gista hvert hjá öðru eða ílengjast, þrátt fyrir fararsnið á foreldrum okkar. Því miður voru fjarlægðimar á milli heimila okkar meiri en svo að við gætum komið okkur sjálf. En nú er Siggi farinn í langa ferð og kemur ekki oftar í heim- sókn. Það verður líka skrítið að koma í nýja húsið sem Siggi var nýlega fluttur í og hitta hann ekki þar hjá fólkinu sínu. ísleifur G. Jóhanns son - Minning Fæddur 22. desember 1921 Dáinn 10. september 1987 Mig langar að minnast nokkmm orðum þessa frænda míns, sem nú er kvaddur. ísleifur var fæddur að Sæbóli í Aðalvík, sonur hjónanna Jóhönnu G. Sigurðardóttur frá Sæbóli og Jóhanns Isleifssonar frá Hlöðuvík í sömu sveit. Jóhann var síðari maður Jóhönnu, en hún hafði orðið fyrir þeirri þungu sorg að missa fyrri eiginmann sinn, Sturlu Benediktsson, frá ungri dóttur og ófæddum syni í nóvember 1915. Fiskibátur, sem Sturla var háseti á, fórst þá með allri áhöfn, 6 manns. Jóhanna og Jóhann gengu í hjónaband árið 1919. Bjuggu þau á Sæbóli fyrstu búskaparár sín, og þar fæddist ísleifur, þeirra eina bam, í desember 1921. Vegna sjúk- leika Jóhönnu fóru þau á árinu 1927 til áralangrar dvalar, ásamt þeim Ingibjörgu dóttur Jóhönnu og Isleifi syni sínum að Þverdal í Að- alvík til heiðurshjónanna Jónínu Sveinsdóttur og Guðmundar Snorra Finnbogasonar, sem þar bjuggu myndarbúi. Sigurð, son Jóhönnu, höfðu þau hjón áður tekið í fóstur örfárra mánaða gamlan. Þegar Jó- hanna hafði náð heilsu aftur fluttu þau á árinu 1935 að Hesteyri í Jökulíjörðum sem þá var lítið þorp, en er nú löngu farið í eyði. ísleifur ólst upp með foreldrum sínum og vandist öllum störfum til sjávar og sveita eins og þá var títt. Skólaganga hans var með líkum hætti og þá tíðkaðist, örfárra vetra nám í bamaskóla sem lauk ferming- arárið. ísleifur hleypti heimdraganum Hótel Saga Sími 1 20 13 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri um tvítugsaldur. Var það í upphafi stríðsins en þá var nóga vinnu að hafa hér syðra vegna framkvæmda hersins. Stundaði ísleifur í fyrstu verkamannavinnu hér í Reykjavík. Einnig vann hann alllengi við her- stöðina að Hvítanesi í Hvalfirði. Eftir að stríðinu lauk varð sjó- mennska aðalstarf Isleifs, meðan kraftar entust. Snemma á fullorðinsárum ísleifs fór að bera á því að þar hafði óvel- kominn gestur, Bakkus konungur, tekið völdin. Má segja að öll fullorð- insár ísleifs hafi sá gestur ráðið lífshlaupi hans. Átti ísleifur í raun aldrei fast heimili en hann átti allt- af athvarf hjá systkinum og foreldr- um, milli þess sem sjórinn var stundaður. Einnig var ísleifur oft í vinnu við húsbyggingar hjá Einari Stefánssyni múrarameistara. Dvaldi hann þá á heimili Einars og konu hans, Málfríðar Bjamadóttur, sem reyndust honum eins og bestu foreldrar. Átti ísleifur þeim mikla þakkarskuld að gjalda enda mat hann þau hjón mikils. Einar er lát- inn fyrir allmörgum árum en Málfríður dvelst nú háöldmð á Hrafnistu í Reykjavík. Fyrir um tuttugu árum síðan var svo komið að kraftar Isleifs til al- mennrar vinnu vom þrotnir. Vistað- ist hann þá á vistheimilinu í Gunnarsholti (Akurhóli) og síðar í Víðinesi. Þar átti hann góða vist og stundaði þar létta vinnu meðan heilsa leyfði. Forstöðumaður Víði- nesheimilisins, Jón Vigfússon, reyndist ísleifi ávallt afar vel svo og kona hans, Guðrún Karlsdóttir. Mat ísleifur þau hjón mikils sem og aðra þá sem rétt höfðu honum hjálparhönd á lífsleiðinni. Síðustu árin átti ísleifur við mikla vanheilsu að stríða. Var svo komið að í sumar þurfti hann að leggjast á sjúkrahús til aðgerðar vegna fót- armeins. Á spítalanum uppgötvað- ist að ýmislegt annað var að sem ekki reyndist unnt að lækna. And- aðist hann á spítalanum 10. sept. sl. Isleifur var minnugur vel og all- vel lesinn. Hann var hlýr í viðmóti og tryggur í lund. Honum auðnað- ist ekki að rækta þá hæfileika sem í honum bjuggu af ástæðum sem áður vom raktar. Við skyldmenni hans öll vonum að á nýjum slóðum verði líf hans hamingjuríkara en það varð hér á jörð. Magnús Ólafsson Systir okkar. + INGIGERÐUR A. AUÐUNSDÓTTIR frá Dalseli, andaðist á Dvalarheimili aldraðra Lundi, Hellu, miðvikudaginn 16. september. Systkinin. t Þakka innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar, STEFANÍU EIRÍKSDÓTTUR, Lindarbraut 16. Stefanía Pitts. Við ætlum ekki að gleyma Sigga frænda í bænunum okkar, heldur biðja Guð að gæta hans. Blessuð sé minning frænda okk- ar. Halldór Ægir og Elísabet „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska," segir máltækið. Það er þó erfitt að sætta sig við þessi orð þegar litlum frænda hefur fyrirvar- laust verið kippt í burt, en slysin gera sjaldan boð á undan sér, þann- ig er gangur lífsins sem við lifum hér á þessari jörð. Spumingarnar þjóta upp í hugann, því hann svo ungur, sem átti allt lífið framund- an. En eins og svo oft, þegar stórt er spurt, verður lítið um svör. Sigurður Harald eða Siggi eins og hann var kallaður var nýorðinn 9 ára þegar hann kvaddi þessa jarð- vist. Hann var sonur mágkonu minnar, Sigrúnar Sigurðardóttur og manns hennar, Olafs G. Jó- hannssonar. Ég man enn þá hve glöð og hrif- in Sigrún mágkona mín var, er hún hringdi í mig, þar sem ég var stödd norður á Akureyri, og tilkynnti mér að hún hefði eignast son. Óskabam hafði sannariega litið dagsins ljós haustið 1978. Ekki var gleði pabb- ans minni og systranna tveggja, þeirra Söndm og Ólafar Helgu sem eftirvæntingafull höfðu vonast eftir dreng í fjölskylduna. Siggi litli óx og dafnaði og fjögurra ára var hann orðinn stóri bróðir, því þá bættist fyjrða bamið við. stúlka sem hlaut nafnið Jóhanna Ýr. Siggi litli bar mikla umhyggju fyrir litlu systur, enda leyndi stoltið sér ekki þegar hann var að sýna hana. Siggi var ákaflega skýr og greindur krakki. Hann var aðeins Qögurra ára þegar hann bytjaði að lesa, svo létt lá það fyrir honum. Fimm ára gömlum man ég eftir honum glímandi við reiknisdæmi sem vom ætluð mikið eldri bömum. Hann spurði fjölmargra spum- inga, oft spuminga þar sem manni vefst tunga um tönn þegar á að svara. Hann var athugull og fróð- leiksfús enda hafði hann lesið heil ógrynni af bókum. Siggi litli var hlýr og innilegur drengur og sýndi það sig best, hve mikla umhyggju hann bar öfum sínum og ömmu. Siggi var mikill augasteinn Jóa föðurafa síns sem bjó á heimilinu . og fór ákaflega vel á með þeim. Jói afi átti óþijótandi tíma fyrir lítinn dreng sem var honum svo mikið. Sumarið í ár var gott að flestra mati. Sumarið er sá tími sem böm- in em hvað fijálslegust, frítíminn nógur, dagurinn langur og bjartur og kennsla liggur niðri. En þetta sumar leið fljótt eins og önnur. Alvara lífsins tók aftur við að hausti og skólabjöllur tóku að klingja á ný. Siggi hlakkaði mikið til að mæta í skólann sinn að afloknu sumar- . leyfí. Kvöldið fyrir skólasetninguna gekk hann til móður sinnar og sagði henni að nú ætlaði hann snemma í svefninn, því þá yrði nóttin svo fljót að líða. Spenningurinn var mikill eins og alltaf er hjá bömum. Strax daginn eftir var farið og keypt ný skólataska, pennaveski og annað er tilheyrði skólanum. Stoltur mætti hann með nýja dótið sitt í skólann, en dagarnir urðu því miður ekki nema fjórir. Hörmulegur at- burður á sér stað og litli drengurinn er allur. Ég trúi því að þarna fyrir handan muni bíða hans stórt hlut- verk, og ekki er ég í nokkmm vafa um að vel sé á móti honum tekið af ömmu hans Sigríði, sem hann var skírður eftir og afa hans og nafna Sigurði, sem var svo stoltur af drengnum. Og hver veit, nema þrátt fyrir allt, leynist einhver birta í þessum hryggilega atburði. Mikil kærleiksbönd bundust á milli Sigga og frændsystkina hans, sem mörg vom á svo líkum aldri. Þau áttu saman margar ógleyman- legar gleðistundir. Stórt skarð hefur nú verið höggið í þennan hóp, og er hans sárt saknað. Það er einkennilegt að við eigum . ekki framar eftir að sjá þennan fallega, ljúfa dreng. En minning- amar tekur engin frá okkur og það ljós sem frá þeim stafar mun lýsa upp það myrkur sem nú er. Elsku Sigrún, Óli, Sandra, Olla, Jóhanna, Alla amma og Jói afi. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi algóður guð styrkja ykkur í þessari þungu raun og veita ykkur huggun. Hvi var þessi beður búinn bamið kæra þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljómar gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan „kom til mín“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum M hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Inga + Hjartans þakkir færi ég og börnin min öllum þeim sem hafa veitt okkur samúð og hlýju vegna andláts, ANDREASARLAPAS flugvirkja, Fálkagötu 6. Einnig þökkum viö alla aöstoö og vináttu sem okkur öllum var sýnd i veikindum hans. Sérstakar þakkir færum viö flugvirkjum Flugleiða og öllu öðru starfsfólki þar. Síöast en ekki síst þökkum við fjölskyldunni okkar alla þá ástúö og umhyggju sem hún hefur gefiö okkur. Drottinn blessi ykkur öll. Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóhann Kristos Lapas, María Lapas, Alexander Lapas. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR EINARSDÓTTUR, Breiðholti, Vestmannaeyjum. Bjarni Bjarnason, Sigríður Bjarnadóttir, Stefán Helgason, Einar Valur Bjarnason, Else Bjarnason, Gunnhildur Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ■..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.