Morgunblaðið - 18.09.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 18.09.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 5 TINTROMMAN (Die Blechtrommel) Meistaraverk Schlöndorff, byggt aö hluta til á sögu Gunther Grass, um drenginn sem vildi ekki vaxa og þá hrikalegu tíma sem Danzig þoldi á fjóröa áratugnum. Ógleymanlegt listaverk. Leik- stjóri: Volker Schlöndorff. Þýskaland/Frakkland, 1979. Gullpálminn í Cannes 1979 og Óskarsverðlaunin. HINN ÓSIGRANDI Jnnurmyndin í þríleik Satya- jit Ray um Apu, lítinn dreng í smáþorpi í Bengal. Þríleikur Ray opnaði augu vesturland- anna fyrir blómlegri kvik- myndagerð Indverja. Leik- stjóri: Satyajit Ray. Indland, 1956. Grand Prix í Feneyjum 1957. RÉTTARHÖLDIN (TheTrial) Mögnuð kvikmynd Orson Welles eftir sögu Kafka, sú fyrsta sem hann hafði full umráð yfir eftir Citizen Kane. Anthony Perkins leikur K. - ásamt fjölda annarra ágætra leikara. Leikstjóri: Orson Welles. Frakkland/Þýska- land/ltalía, 1962. SNERTUR AFZEN (Hsia Nu) Verk King Hu eru lítið þekkt hér á landi þótt hann sé einn fremsti fulltrúi hins mikla kvik- myndaiðnaðar í Taiwan og Hong Kong. Myndin byggist á stuttri draugasögu og sýnir upþáhaldsverkefni Hu: Skil hins raunverulega og yfirnátt- úrulega. Leikstjóri: King Hu. Kína, 1975. Grand Prix í Cannes 1975. TRUÐARNIR (II Clowns) Heimildamynd um ríkan þátt í verkum meistara Fellini og einn af máttarstoðum kvik- myndalistarinnar, skopleik- inn og trúðinn. Hér má sjá ekta trúða að leik og störfum víða um Evrópu. Leikstjóri: Federico Fellini. Ítalía, 1970. TÝNDIHERINN (Popiol) Myndin er byggð á sögu Stephan Zeromski, Ösku, sem fjallar um Napóleons- tímann í Póllandi. Fyrsta stórmyndin sem Wajda réðist í og er öll í þeim stíl; orrustur, drama og mikill sviðsbúnað- ur. Leikstjóri: Andrzey Wajda. Pólland, 1966. HLÉBARÐINN (II Geopardo) Meistaraverk Visconti með Burt Lancaster um hnignun aðalsins og uppkomu nýrra þjóðfélagsafla. Þessi mynd var klippt niður og sködduð af framleiðanda en verður sýnd hér í upprunalegri útgáfu og fullri lengd. Leikstjóri: Vis- conti. Bandaríkin/ltalía/ Frakkland, 1963. GrandPrixí Cannes 1963. SULTUR (Sult) Toppur í norrænni kvik- myndagerð. Kvikmyndun Henning Carlsen varð fljótt viðurkennd sem óvenju vel heppnuð útgáfa á þessu erf- iða skáldverki Hamsun um örsnauðan ungan mann sem ráfar um götur Kristjaníu. Leikstjóri: Henning Carlsen. Danmörk/Svíþjóð/Noregur, 1966. Grand Prix fyrir karl- hlutverk: Per Oscarson, Cannes, 1966. PARIS, TEXAS Leit að fortíð, fjölskyldu, móð- ur og barni. Glæsileg mynd um Ameríku og einmanaleik- ann. Harry Dean Stanton og Natasha Kinski sýna bæði stjörnuleik. Leikstjóri: Wim Wenders. Bandaríkin/Þýska- land, 1984. Grand Prix í Cannes 1985. ÞJÓFURINN FRÁBAGDAD (Thief of Bagdad) Ævintýri úr Þúsund og einni nótt frá 1924 með Douglas Fairbanks eldri í hlutverki þjófsins. Stórfengleg veisla fyrir augað með brellum sem koma jafnvel enn á óvart, lit- un upp á gamla móðinn og nýrri tónlist eftir Carl Davis. Leikstjóri: Raoul Walsh. Bandaríkin, 1924. ÞRIÐJIMADURINN (TheThird Man) Sígild spennumynd eftir handriti Graham Greene. Harry Lime deyr í bílslysi. Vinir hans og lögreglan vita betur. Trevor Howard, Jos- eph Cotten og Orson Welles leiða frábæran hóp leikara á magnþrungnu leiksviði: Vín- arborg rétt eftir stríð. Leik- stjóri Carol Reed. Bretland, 1949. Grand Prix í Cannes 1949. FORSÍDAN (HisGirl Friday) Eitt besta dæmið um „Screwball" kómedíu Holly- wood. Leikrit Ben Hecht og Charles McArthur hefur verið kvikmyndað í þrígang. Þessi útgáfa með Gary Grant, Rosalind Russell og Ralph Bellamy þykir bera af. Leik- stjóri: Howard Hawks. Bandaríkin, 1940. Fjalakötturinn hefur lALiANvETUR Nýstofnaöur kvikmyndaklúbbur Stöðvar 2 heitir að sjálfsögðu Fjalakötturinn og verður í læstri dagskrá á hverju laugardagseftirmiðdegi. Þar verða sýnd tímamótaverk samhliða athyglisverðum myndum leikstjóra frá öllum heimshomum; nýir og gamlir hápunktar kvikmyndasögunnar. Þessar myndir hafa hingað til verið utan seilingar. Þær ættu því alls ekki fara framhjá unnendum góðrar kvikmyndagerðar. Fjalakötturinn: Enn ein góð ástæða til að fá sér myndlykil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.