Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 Fólk vantar í nærri 200 störf Á sama tíma eru 40 manns á at- vinnuleysisskrá FORSTÖÐUMAÐUR Vinnumiðl- unarskrifstofu Akureyrarbæj ar telur að nú vanti fólk í úpp und- Iðunn og Helga sýna íVín IÐUNN Ágústsdóttir og Helga Sigurðardóttir opna málverka- sýningu í blómaskálanum Vín í Hrafnagilshreppi laugardaginn 19. september næstkomandi. Á sýningunni, sem er sölusýning, verða 20 myndverk unnin í pastel og 15 tússteikningar. Sýningin verður opnuð 13.30 á laugardag og verður opin á afgreiðslutíma blóma- skálans fram til 4. október. Iðunn hefur haldið 9 einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Helga hefur haldið einkasýn- ingu á verkum sínum á Egilsstöðum og tekið þátt í samsýningum. ir 200 störf hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri. Á sama tíma eru 40 manns á atvinnuleys- isskrá. Haukur Torfason, forstöðumaður Vinnumiðlunarskrifstofunnar, segir að fólk vanti í öll störf, meðal ann- ars í fiskvinnslu, verksmiðjur og verslanir, auk byggingariðnaðar. Þetta sé sérstaklega áberandi nú þegar skólafólkið er að hætta. Um 40 manns voru á atvinnu- leysisskrá á Akureyri um síðustu mánaðarmót. Haukur sagði að það væri aðallega eldra fólk og fólk sem af heilsufarsástæðum gæti ekki gengið í hvaða vinnu sem er og hefði ekki fengið vinnu við sitt hæfi. Morgunblaðið/GSV Byggingarnefnd Þórs, ásamt formanni og starfsmanni bæjarins, á félagsheimilislóðinni i hríðinni í gær, þegar unnið var við að dýptarmæla lóðina, f.h.: Hallgrimur Skaptason, Aðalsteinn Sigurgeirsson formaður Þórs, Guðmundur Sigurbjörnsson, Gísli Kr. Lórenzson og Gunnþór Hákonarson. Þórsarar byggja félags- heimili í sjálfboðavinnu Byggingarnefnd Þórs kynnti teikningar og áætlanir um bygg- Grímsey: Helmingur verkfærra karlmanna fer suður Mikill spenningur er í mönnum vegna sýningarinnar. Sjómennimir fara til að skoða hana hátt og lágt og hugsa sér að vinna smám saman úr upplýsingunum þegar þeir koma heim. Margir þeirra hafa örugglega mikið gagn af þessu, eins og fyrir tveimur árum, þegar síðasta sýning var. Flestum bátunum er lagt á með- an á sýningunni stendur og verður heldur lítið um að vera hér fyrr en sýningin er búin. Alfreð Tilgangnrinn er að skoða sjávar- útvegssýninguna Grimsey. ALLT er að leggjast í dvala í Grimsey þessa dagana, vegna sjávarútvegssýningarinnar í Reykjavík. Um helmingur allra verkfærra karlmanna í eyjunni eru að fara suður á sýninguna og margir þeirra með konumar með. ingn félagsheimilis á fjölmenn- um fundi Þórsara í fyrrakvöld. Rúmlega 100 manns komu á fundinn og var mikill hugur í mönnum að standa vel að bygg- ingunni. Félagsheimilið verður á íþrótta- svæði Þórs við Glerárskóla. Áformað er að taka 1. skóflustung- una að byggingunni um næstu mánaðarmót og að húsið verði til- búið eftir 16 mánuði. Að sögn Gísla Kr. Lórenzsonar formanns bygg- inganefndar verður reynt að byggja húsið sem mest í sjálfboðavinnu. Gísli lýsir fyrirhuguðu félags- heimili þannig: Húsið er kjallari, hæð og ris. Það verður 480 fermetr- ar að grunnflatarmáli, eða rúmir 1.100 fermetrar alls. I kjallara verður búnings- og baðastaða, vélageymsla, aðstaða fyrir starfsfólk og dómara og nudd, ljós og gufubað. Á hæðinni verður stór fundarsalur og annar minni, kaffitería og eldhús og snyrtingar. í risinu verður lítil húsvarðaríbúð, fundarherbergi framkvæmdastjóra, aðalstjómar og deilda félagsins og setustofa. Gísli sagði að gert væri ráð fyrir að við hliðina á félagsheimilinu yrði byggt íþróttahús í framtíðinni. Þór hefur nú eitt herbergi í íþróttahúsi Glerárskóla til afnota. Mun tilkoma nýja félagsheimilisins því gjörbreyta allri aðstöðu til fé- lagsstarfs. Amtsbókasafnið fær teikningar að gjöf A AFMÆLI Akureyrarbæjar barst Amtsbókasafninu dýrmæt gjöf frá frú Guðnýju Klemens- dóttur, ekkju Gunnlaugs Hall- dórssonar arkitekts, og börnum þeirra. Eru það allar teikningar Gunnlaugs að bókhlöðunni. Gunnlaugur er höfundur að byggingu Amtsbókasafnsins við Skákþing íslands hófst í gær: Vagga skáklistarinn- ar á vörubílastöðinni — segirSigfús Jónsson bæjarsljóri SKÁKþlNG íslands í landsliðs- flokki hófst á Akureyri í gær. Páll Hlöðversson ávarpaði skák- menn og gesti fyrir hönd mótshaidara og Sigfús Jónsson bæjarstjóri setti mótið með því að leika fyrsta leiknum í skák stórmeistaranna Helga Ólafsson- ar og Margeirs Péturssonar. íslandsmótið er haldið á Akur- eyri í þetta skipti í tilefni af afmæli bæjarins í sumar. Það hefur tvisvar áður verið haldið hér, fyrst árið 1927 og síðan 1957. Því hafa alltaf liðið 30 ár á milli þess sem skák- þingið er haldið á Akureyri. í máli Páls kom fram að áætlað- ur kostnaður við mótshaldið er 800 Brekkugötu. Meðal teikninganna eru frumdrættir og skissur þar sem sjá má að hann hefur hugsað fyrir tengibyggingu við annað hús, þar norðan við. Jón Gunnlaugsson sonur höfund- arins afhenti gjöfina á afmæli Akureyrar. Í frétt frá Amtsbóka- safninu kemur fram að safninu er mikill fengur að þessari gjöf, ekki sist nú þegar tekin hefur verið ákvörðun um viðbótarbyggingu á bókhlöðulóðinni. Hálkuslys í Oxnadals- brekku BÍLL Ienti út af veginum ofar- lega í Öxnadalsbrekkunni um klukkan 10 í gærmorgun. Tvennt var í bílnum og var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri vegna bakmeiðsla. Fólkið var á leið til Akureyrar. Hálka var á veginum og er hún talin ástæða slyssins. Sigfús Jónsson bæjarstjóri leikur fyrsta leiknum í skák stórmeistar- anna Helga Ólafssonar og Margeirs Péturssonar. þúsund krónur, þar af greiðir bæj- arsjóður 250 þúsund krónur sem varið er til verðlauna. Sigfús rifjaði það upp að vagga skáklífsins á Akureyri var löngum á vörubílastöðinni Stefni við Morgunblaðið/GSV Strandgötu í skjóli Júlíusar heitins Bogasonar. Hann sagði að þar hefðu margir af fremstu skákmönn- um bæjarins og reyndar landsins alls stigið sín fyrstu skref í skákinni. Leiðrétting í FRÉTT um ráðningu nýs út- sölustjóra ÁTVR á Akureyri, sem birtist á Akureyrarsíðunni í gær, var rangt farið með nafn fráfar- andi útsölustjóra. Hann heitir Ólafur Benediktsson. Morgun- blaðið biðst afsökunar á mistök-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.