Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 Forsætisráðherra: Möguleikar á erlendum lánum verða skertir Ráðstafanir frá ríkis- stjórninni í næstu viku Selfossi. í NÆSTU viku verða gerðar ráðstafanir af halfu ríkisstjórnarinnar til þess að draga úr erlendum lántökum. Almennum reglum um erlendar lántökur verður haldið en möguleikar þrengdir. Gerð verður krafa um að stærri hluti þess sem framkvæma á sé fjármagnað á innlend- um peningamarkaði. Þetta kom meðal annars fram í máli Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra á fundi með sjálfstæð- ismönnum í Hveragerði á miðvikudags- kvöld. Þorsteinn sagði að móta þyrfti innlendan fjármagnsmarkað þannig að hann gæti tek- ið við þessu hlutverki. Þessar ráðstafanir kæmu til vegna þess að svo virtist sem þenslan í þjóðfélaginu væri orðin of mikil, það væri ekki mannafli til að sinna henni. Það þyrfti að ná jafnvægi, menn mættu ekki ætla sér um of. Þorsteinn sagði að ríkisstjómin hefði alla burði til þess að taka á málum þannig að hún hefði tiltrú fólksins. Það yrði stefnt að auknu aðhaldi í peningamálum til að koma í veg fyrir verðbólgusprengingu og það væru allar aðstæður fyrir hendi til þess að ríkisstjómin næði markmiðum sínum. Þorsteinn gat þess og að á undanfömum áratugum hefði verið eins konar vopnahlé milli framsóknar og sjálfstæðismanna en með tilboði SÍS í Útvegsbankann hefði það rofnað og sjálfstæðismenn stæðu í því máli vörð um einstaklings- og atvinnufrelsi. Sig. Jóns. Morgfunblaðið/Sigurður Jónsson Frá fundi forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum í Hveragerði. VEÐUR / DAGkl. 12.00: Heimild: VeSurslofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 18.09.87 YFIRLIT á hádegi í gæn Hæð yfir Grænlandi, en lægð austur við Noreg. SPÁ: Norðaustanótt um allt land, víðast 4—5 vindstig og fremur kalt. Skýjað og slydda eða kalsarigning á noröanverðu landinu en þurrt og víða léttskýjað fyrir sunnan. Hiti 1—2 stig fyrir norðan en 3—5 stig fyrir sunnan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA LAUGARDAGUR OG SUNNUDAGUR: Norðaustanátt og fremur kalt og víða næturfrost inn til landsins. Rigning sumsstaðar norð- austanlands en þurrt annars staðar. / TÁKN: Heiðskírt w x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað / / / / / / / Rigning é é •CÆki. Skýjað * / * / * / * Slydda / * / JHH!^ Alskýjað * * * * * * * Snjókoma * * * -j Q Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —L. Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hlti 2 4 veöur rigning léttskýjað Bergen 16 skýjað Helsinki 11 skýjað Jan Mayen 6 rigning Kaupmannah. 13 alskýjað Narssarssuaq 2 léttskýjað Nuuk 2 alskýjað Osló 10 rignlng Stokkhólmur 12 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 28 léttskýjað Amsterdam 21 mistur Aþena 33 heiðskfrt Barcelona 28 heiðsklrt Beriin 16 rigning Chicago 19 þokumóða Feneyjar 26 þokumóða Frankfurt 22 mistur Glasgow 16 skýjað Hamborg 14 rígning Las Palmas 26 háHskýjað London 24 skýjað LosAngeles 19 alskýjað Lúxemborg 23 þokumóða Madríd 28 léttskýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 34 heiðskfrt Montreal 10 léttskýjað NewYork 22 alskýjað Paris 28 skýjað Róm 30 þokumóða Vín 33 hðlfskýjað Washington 23 þokumóða Winnipeg 13 leiftur Ljóst að engir alls- herj arsamningar verða gerðir nú - segir Björn Þórhallsson, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna „Ég held að öllum megi ljóst vera að það verða ekki gerðir neinir allsherjarsamningar fyrir 1. október. Stór samtök innan Alþýðusambandsins hafa til dæmis lýst því yfir að þau muni ekki vera með í samfloti. Það eitt er nægjanlegt til þess að samflot er ekki mögulegt,“ sagði Björn Þórhallsson, formaður Landssambands íslenskra versl- unarmanna, aðspurður um álit á samningstilboði vinnuveitenda, sem Iagt var fyrir ASÍ á miðviku- dag. „Ég býst við að ýmsum þyki mögulegt, þegar til samninga dreg- ur, að hafa ekki hækkanir í sömu prósentum á öll laun, hver sem út- færlan yrði. Sú hugmynd að minni hækkun komi á hærri laun er fýsi- leg í margra augum. Það er kannski einmitt ástæða til þess að gera þetta núna, þegar það er viðurkennd stað- reynd að launaskrið hafi verið nokkuð mikið," sagði Bjöm. Hann sagði að sumir hefðu haft um það stór orð að ekki mætti hækka laun nema um umsamin 1,5% 1. október og ekki ætti að taka tillit til hækkunar fram- færsluvísitölu nema að litlu leyti. Hins vegar væri í ákvæði samning- anna um Launanefndina skýrt kveðið á um að það mætti mót- reikna einstaklingsbundnar launa- hækkanir. „Okkur finnst það ofætlun og fjarstæða að samtök launþega skrifí upp á það að þeir sem engra ann- arra hækkana hafa notið nema þeirra sem kjarasamningamir kveða á um, fái ekki bætta hækkun verðlags, vegna þess að svo mikið sé búið að nota af launafjárhæðinni til að yfirborga aðra. Þetta er merg- urinn málsins," sagði Björn Þór- hallsson. Hann sagðist vera hlynntur krónutöluhækkun í einhveiju formi á kauptaxta, en sæi ekki að hún væri framkvæmanleg nú, því það væri svo margt sem þyrfti til alls- heijarsamninga, sem giltu fyrir næsta ár. „Til dæmis má minna á að það er ekki nærri lokið þeim fastlaunasamningum, sem þó var ákveðið í desembersamningunum að ljúka fyrir 1. september," sagði Björn. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks: Krónutöluleiðin kemur fyllilega til greina „Tilboð vinnuveitenda var með öllu ófullnægjandi og bauð ekki upp á umræðugrundvöll. Hins vegar hafna ég alls ekki krónu- tölureglu í sambandi við verð- bætur. Mér finnst sú leið fyllilega koma til greina. Hvort það kæmi til greina núna 1. október er annað mál og kannski of skamm- ur tími til stefnu, því það þyrfti að semja um ýmsa aðra hluti í því sambandi,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks, f samtali við Morgunblaðið aðspurður um við- horf sitt til tilboðs vinnuveitenda, sem lagt var fyrir ASÍ á miðviku- dag. „I okkar huga hlýtur það að vera aðalatriðið að tryggja sem allra best kaupmátt lægstu launa. Ef krónutöluleiðin er leið til þess að ná því markmiði, þá er ég tilbúin til þess að fara hana. Við höfum gert fastlaunasamninga fyrir stóran hluta af okkar félagsmönnum og við viljum auðvitað að þeir samning- ar haldi verðgildi sínu,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að um áramótin yrðu samningar lausir og um engar kauptryggingar væri að raéða eftir 1. október. Það teldu þeir mjög al- varlegt mál, því verðbólgan væri stöðugt áhyggjuefni. „Við útilokum auðvitað ekki samninga, ef eitthvað er í boði, sem akkur er í að ná, en það sem vinnuveitendur lögðu á borðið á miðvikudaginn var með öllu ófullnægjandi og skapaði ekki umræðugrundvöll," sagði Guð- mundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.