Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 17 Thor Vilhjálmsson gerir að gamni sínu við Isabel Allende frá Chile og nafna sinn Obrestad frá Noregi. Felix Thoresen og Alain Robbe-Grillet tjá sig um það sem fyrir augu ber. „Hér ilmar allt af sögu — Gestir á bókmenntahátíð á ferð um söguslóðir ,,HER ilmar allt af sögu,“ sagði Alandseyingurinn Karl-Erik Bergman í ferð sem hann og aðrir rithöfundar á bókmennta- hátíðinni fóru í gær um Hval- fjörð og Borgarfjörð. Honum tókst að segja þetta algerlega án tilgerðar, sem er sjaldgæft. Greinilegt var að rithöfundarnir kunnu vel að meta ferðina og þá sögustaði sem þeir heimsóttu. Fyrst var komið við á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem Hall- grímur Pétursson sálmaskáld bjó lengst af. Þar flutti séra Rögn- valdur Finnbogason erindi um Hallgrím og skáldskap hans og sagði söguna um Tyrkja-Guddu og hjónaband þeirra Hallgríms. Vakti sú saga mikla athygli, ekki síst meðal kvenrithöfundanna í hópn- um. „Um þessa konu væri hægt að skrifa góða skáldsögu," sagði ein þeirra. A eftir fyrirlestri séra Rögnvaldar las Kurt Vonnegut upp enska þýðingu á sálminum alkunna, Allt eins og blómstrið eina, og lét hann svo ummælt eftir lesturinn að þetta væri í fyrsta sinn sem hann læsi sálm opinberlega og einn- ig í fyrsta sinn sem hann læsi upp í kirkju. Þá var ekið upp í Borgarfjörð og fyrst komið við á Borg, þar sem rithöfundarnir fengu að komast í nána snertingu við Egil Skalla- grímsson og verk hans. Sigurður A. Magnússon var leiðsögumaður í ferðinni og fræddi hina erlendu gesti um það sem fyrir bar. Loks lá svo leiðin að Reykholti þar sem Geir Waage sóknarprestur flutti tölu um Snorra Sturluson og aðra merka atburði sem tengjast Reykholti. Höfundarnir skoðuðu því næst Snorralaug. Síðan var ekið til Reykjavikur á nýjan leik þar sem við tók upplestur í Gamla bíói. - I.J. ÓSA/SlA LATTU VININA ÞINA VITA UM ÍTÖLSKU SKIPER DÚNÚLPURNAR 100% dúnn gætir þess að tilfinningarnar kóini ekki. Fyrir aðeins kr. 4.999 - fást / raun tvær flíkur. Óvenju hlý úlpa sem breyta má í þægilegt vesti. Þið getið svo komið saman og valið ykkur rauða, bláa, dökkbláa, gráa, græna eða svarta úlpu. HAGKAUP REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.