Morgunblaðið - 27.09.1987, Side 7
Kristinn Reyr
Nýtt leikrit
eftir
Kristin Reyr
AUÐNUSPIL nefnist nýútkomið
leikrit eftir Kristin Reyr. Þetta
er sviðsverk i tveim hlutum og
átta atriðum. Fyrri hluti leikrits-
ins gerist í borg eftir stríð, en
sá síðari í sjávarþorpi nokkrum
árum áður.
Átta leikrit Kristins Reyr hafa
verið frumflutt á sviði eða í sjón-
varpi og útvarpi. Þau leikrit eru
Ást og vörufölsun, Vetur og Vor-
björt, Vopnahlé, Að hugsa sér, Deilt
með tveim, Ó trúboðsdagur dýr,
Æsa Brá og Tilburðir.
Auk þess hefur Kristinn sent frá
sér ellefu ljóðabækur og sex nótna-
hefti.
Auðnuspil er 148 síður. Höfundur
sá um hönnun og kápu. Leikritið
var prentað í ísafold.
Yegagerðin
strandar nú
á kæru-
frestinum
— segir Emma
Baldursdóttir
hósfreyja
á Siglunesi
„ÉG HELD að menn séu nú loks-
ins farnir að átta sig á Siglufirði
og mig grunar að málið fái sinn
farsæla endi. Hinsvegar getum
við ekki hafist strax handa við
vegagerðina þar sem kærufrest-
ur vegna skipulagsins rennur
ekki út fyrr en eftir fimm vik-
ur,“ sagði Emma Baldursdóttir
húsfreyja á Siglunesi i samtali
við Morgunblaðið.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu hyggst Stefán Einarsson
útvegsbóndi og vitavörður á Siglu-
nesi byggja veg á eigin kostnað á
milli Sigluness og Siglufjarðar, en
afgreiðsla málsins hefur tafíst í
„kerfínu" lengur en menn bjuggust
við. Það var ekki fyrr en í síðustu
viku að bæjarstjóm Siglufjarðar gaf
„grænt ljós" á vegagerðina, en að
sögn Emmu er óvíst hvort þau hjón
geti hafíst handa nú, þar sem sumri
er lokið, vetur framundan og vertíð
hjá þeim hjónum að hefjast. Ekki
náðist í Stefán þar sem hann er
nú staddur í Þýskalandi, en Emma
sagðist farin að efast mjög um
fæmi þeirra sem stýra málum á
Siglufirði. „Maður hlýtur náttúm-
lega að spyrja sjálfan sig hvað sé
eiginlega að eftir slíka málsmeðferð
enda er ég löngu hætt að botna
neitt í neinu. Við höfum legið með
vinnuvélar heima í hlaði upp á tugi
milljóna króna í langan tíma og
hafa þær staðið óhreyfðar nema í
þau skipti sem bærinn hefur þurft
á þeim að halda. Persónulega fínnst
mér ýmislegt í ólestri á Siglufírði,
enda ekki að furða, fyrst stjóm
bæjarins hefur ekki meira peninga-
vit en raunin er á,“ sagði Emma
að lokum.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
Kahps
Yfir 50 tegundir
af parketi.
Eitt mesta úrval
í bænum.
Verð og gæði við
allra hæfi.
Kahrs
Parket er okkar fag, þér í hag
0
Egill Árnason hf.
Parketval
Skeifunni 3, sími 91-82111
Oi )l)r W( )( )()I’M Kfk"