Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 28
28
M0RC.UNBLAÐ1P, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
JMorgmiMftfrii
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
7,23%
launahækkun
Laun hækka almennt um
7,23% um næstu mán-
aðamót. Akvörðun um þetta
var tekin í launanefnd aðila
vinnumarkaðarins á föstudag.
Launanefnd Alþýðusambands
íslands; Vinnuveitendasam-
bands Islands og Vinnumála-
sambands samvinnufélag-
anna starfar á grundvelli
kjarasamninganna frá því í
desember 1986. Það er hlut-
verk hennar að úrskurða um
verðbætur á laun, verði verð-
lagshækkanir meiri en miðað
var við í kjarasamningum. Til
þessa hefur ávallt verið sam-
komulag í nefndinni um að
bæta hækkun framfærsluvísi-
tölunnar að fullu, enda hafa
hækkanir verið á bilinu 1-2%.
Nú var hins vegar ágreiningur
í nefndinni og var 7,23%
hækkunin ákveðin með samn-
ingsbundnu oddaatkvæði
Alþýðusambandsins.
Vísitöluhækkun á laun er í
raun ekki annað en uppfærsla
launa í samræmi við verðlags-
hækkanir á næstliðnum
mánuðum. Margvísleg kerfi
hafa verið notuð hér til að
verðbæta laun eða koma í veg
fýrir, að slíkar bætur leggist
ofan á umsamin laun. Á
stundum hefur vísitölubinding
launa verið bönnuð með lög-
um. í annan tíma hefur verið
mælt fyrir um það í lögum
eða í samningum, að launþeg-
ar skuli fá ákveðið hlutfall
verðlagshækkana bætt í laun-
um. Þá hefur verið ákveðið,
að hinir lægst launuðu fái
fullar verðbætur en hinir í
efri flokkunum hækkun í
krónutölu. Hitt þekkist einnig
að vísitölubætur, leggist
óskert ofan á laun en síðan
grípi stjómmálamenn í taum-
ana og skerði hækkunina með
lögum. Er frægt, að þannig
voru launahækkanir skertar
14 sinnum á meðan alþýðu-
bandalagsmenn áttu menn í
ríkisstjóm á árunum 1978 til
1983. Sú skipan er sem sé í
gildi núna, að ekki var samið
um verðtryggingu launa held-
ur voru settar á fót launa-
nefndir aðila til að taka
afstöðu til verðbóta. Niður-
staðan er, að um næstu
mánaðamót leggjast þær allar
ofan á launin.
Hin ólíku kerfí, sem notuð
hafa verið við útreikning verð-
bóta og til að beina þeim til
launþega, eru ekki tilkomin
vegna þess að stjórnmála-
mönnum eða aðilum vinnu-
markaðarins þyki það í sjálfu
sér eftirsóknarvert að smíða
völundarhús við stjóm at-
vinnu- o g efnahagsmála.
Ástæðan er einföld: almennt
er sú skoðun viðurkennd sem
rétt, að sjálfvirkar verðbætur
á laun séu eins og bensín á
verðbólgubálið. Vísitölukerfið
mælir hitann og spennuna í
efnahagsstarfseminni, verð-
bæturnar auka síðan frekar á
spennuna en minnka hana.
Þess vegna er eðlilegt að velta
því fyrir sér, hvort 7,23%
hækkun nú kalli ekki á enn
meiri hækkun næst og síðan
koll af kolli þar til við erum
á ný komin inn í vítahring
óðaverðbólgunnar.
Ríkisstjórnin hefur nýlokið
við að taka ákvarðanir um
fjárlagafrumvarpið og frum-
varp til lánsfjárlaga fyrir
næsta ár. Samkvæmt því sem
ráðherrarnir segja er ætlunin
að draga úr halla á ríkissjóði
og minnka lántökur í útlönd-
um. Ein helsta forsendan fyrir
því að þetta takist er að hald-
ið verði fast í svokallaða
fastgengisstefnu. I stuttu
máli er það ekki ætlun stjórn-
arinnar að lækka gengi
krónunnar. Er þessi stefna
raunhæf eftir að laun hækka
um 7,23%? Er ákvörðunin í
launanefnd aðila vinnumark-
aðarins í raun afdrifaríkari
um meginstefnuna í efna-
hagsmálum en allar yfirlýs-
ingar fjármálaráðherra og
viðskiptaráðherra og frum-
vörp þeirra og flóknar reglur?
Sveiflunar í íslensku efna-
hagslífí eru miklar. Við höfum
nú búið við mikla uppsveiflu,
mikinn hagvöxt og hækkun
kaupmáttar. Áhrifanna gætir
alls staðar. Eftirspurn eftir
vinnuafli er meiri en menn
muna. Launaskrið hefur verið
mikið. Sé lægðin á næsta leiti
er fyrir mestu að sjá til þess
að neikvæð áhrif hennar verði
sem minnst. Það starf er ekki
auðveldað með því að ýta nýrri
verðbólguskriðu af stað. Um
það ættu allir að geta samein-
ast í hvaða flokki sem þeir
eru eða hvort heldur þeir skipa
sér í raðir launþega eða vinnu-
veitenda.
Einar Gerhardsen var
jarðsettur á föstudag.
Hann var forsætisráð-
herra Noregs í 17 ár,
leiðtogi norskia jafnað-
armanna eða Verka-
mannaflokksins þar í
landi, í andspyrnuhreyf-
ingunni gegn hernámsliði nasista á árum
síðari heimsstyijaldarinnar, hann var
handtekinn af Þjóðveijum og sat í fanga-
búðunum í Saehsenhausen frá haustinu
1941. Þegar Noregur var frelsaður í maí
1945 t'ók Gerhardsen við fyrra starfi sínu
sem forystumaður í borgarstjórninni í Osló.
í þeirri stöðu var hann, þegar hann bauð
Hákon VII Norcgskonung velkominn til
ættjarðarinnar á ný 7. júní 1945. í 37 ár
var hann kjörinn til trúnaðarstarfa annars
vegar í borgarstjórnina í Ósló og hins veg-
ar á norska stórþingið. Hann var í mið-
stjórn Verkamannaflokksins í 48 ár, þar
af formaður í 20 ár eftir stríðið. Forsætis-
ráðherra var hann 1945 til 1951 og aftur
1955 til 1965, að undanskildum þremur
vikum árið 1963. Gerhardsen fæddist í
maí 1897 og var þess vegna á 91. aldurs-
ári, þegar hann dó. Hann lauk gagnfræða-
skólaprófi og stundaði í tvö ár tækninám
í kvöldskóla. Hann vann við vegagerð hjá
norsku vegagerðinni áður en hann var
valinn til pólitískra trúnaðarstarfa og
æðstu embætta.
Við andlát Einars Gerhardsen sagði virt-
asta blað Noregs Aftenposten, sem ekki
fylgir Verkamannaflokknum að málum,
meðal annars í forystugrein:
„Staða Einars Gerhardsen meðal norsku
þjóðarinnar var einstök. Okkur er ljóst,
að með virkri þátttöku í stjórnmálum í
meira en mannsaldur, skildi hann eftir sig
djúp spor. Hugsjónir Gerhardsens og bar-
áttumál hafa haft áhrif á og breytt daglegu
lífi okkar allra ... I huga almennings
var hann einnig „landsfaðirinn“.
Að eðlisfari var Gerhardsen hófsamur,
nægjusamur og hlédrægur. Hann gat virst
feiminn og óframfærinn — já, stundum
kom fyrir, að hann sýndist helst vilja biðj-
ast afsökunar á því, að hann væri til.
Honum var ekki að skapi að trana sér
fram eða vekja persónulega eftirtekt. En
í hinu pólitíska starfi var hann sá, sem
gat tekist á við öll mál og kunni að nýta
sér öll tæki til áhrifa, og hann áttaði sig
einnig á mikilvægi þess að vera skjótur í
ákvörðunum, þegar það var nauðsynlegt.
Gerhardsen var stjórnmálaskörungur, sem
lét að sér kveða af festu bæði inn á við
og út á við. Hann var í hópi þeirra, sem
höfðu völd og vissi, hvernig átti að beita
þeim — til að hrinda í framkvæmd stefnu,
sem hann trúði á.“
Eftir setuna í fangabúðum nasista
komst Gerhardsen þannig að orði: „Hefði
mig dreymt um það, sem gerðist eftir
stríðið, þá hefði ég getað lært ensku í
Sachsenhausen. Þar var nóg af góðum
enskukennurum.“ Þarna vísar hann til
allra þeirra umræðna, sem urðu um örygg-
is- og varnarmál á árunum eftir styijöld-
ina, sem lyktaði með stofnaðild Noregs
að Atlantshafsbandalaginu. Þar sem Ger-
hardsen lærði ekki ensku varð hann aldrei
stjómmálamaður á alþjóðavettvangi, segir
Jens Chr. Hauge í grein um hinn látna í
Aftenposten. Hann bætir við, að Ger-
hardsen hafi haft Halvard Lange sem
utanríkisráðherra sinn, manninn sem varð
að „mikilsvirtri stofnun bæði heima og
erlendis". Þeir voru flokksbræður, annar
verkamaður og hinn háskólaborgari, þeir
voru hvor í sínum armi i' Verkamanna-
flokknum. Þeir voru líkir í framgöngu,
höfðinglega fálátir, þar til þeir brostu.
Sameiginlega unnu þeir að því að móta
og hrinda í framkvæmd utanríkisstefn-
unni, sem Norðmenn fylgja enn. Ekki var
samstarf Gerhardsen og Trygve Bratteli
síður merkilegt. Bratteli varð varaformað-
ur Verkamannaflokksins 1945 og síðan
formaður tuttugu árum síðar, þegar Ger-
hardsen dró sig í hlé frá formennskunni.
Hlýja í garð íslands
Einar Gerhardsen sýndi íslandi og ís-
lendingum jafnan vináttu og hlýju. Til
marks um það má vitna til ræðu, sem
hann flutti, þegar hann bauð forsætisráð-
herra íslands, Bjarna Benediktsson,
velkominn í opinberri heimsókn til Noregs
í maí 1965, skömmu áður en Gerhardsen
lét af störfum forsætisráðherra. Þá vísaði
hann til þess, að í Heimskringlu Snorra
Sturlusonar væri því lýst hvernig Nor-
egsríki hefði orðið til. Þær sagnir hefðu
veitt Norðmönnum innri styrk í frelsis-
baráttu þeirra. „Sem þjóð eigum við
íslenskum frændum okkar mikið að þakka
fyrir þessi tengsl við okkar eigin foitíð,“
sagði Gerhardsen. Hann vék jafnframt að
því, hvernig fámenn þjóð gæti varðveitt
sérkenni sín í heimi, þar sem þróunin
krefst sífellt stærri efnahagslegra og
tæknilegra eininga. Getum við skapað
nógu stórar einingar án þess að hætta að
hafa yfirráð yfir því, sem er okkar eign,
og án þess að glata sérkennum okkar?
spurði norski forsætisráðherrann og bætti
síðan við:
„Eitt er ljóst: Einangrun er ekki til
neins. Við þörfnumst hins stóra heims
meira en hann þarfnast okkar. Lausnin
felst í því að við virkjum andlega orku
okkar og nýtum sem mest við megum
okkar eigin menningarlindir. Þá geta
kynnin af hinu ókunna borið ríkulegan
ávöxt en ekki þurrkað það út, sem er sér-
stakt einkenni okkar.
Ég minnist á þetta hér í kvöld, af því
að íslenska þjóðin hefur fágæta hæfileika
til að varðveita sérkenni sín án þess að
útiloka sig frá umheiminum. Það er ein-
stætt að málsamfélag sem telur innan við
tvö hundruð þúsund menn skuli hafa getað
ræktað eigin bókmenntir og jafnframt
fylgst með því sem er að gerast annars
staðar og þýtt jafn mikið af því á eigin
tungu og raun ber vitni.“
Þegar til álita kom 1972, að Noregur
gengi í Evrópubandalagið snerist Einar
Gerhardsen gegn því. Hann hefur talið,
að þá væru Norðmenn að tengjast of stórri
einingu án þess að ráða sjálfir nógu miklu
um eigin málefni. Þegar hann ræddi um
smáríkin og hinar stóru heildir vegna komu
forsætisráðherra Islands voru Norðmenn
í EFTA en Islendingar ekki. Af blaðafregn-
um frá þessum tíma sést, að Bjarni
Benediktsson hefur rætt það við þá Ger-
hardsen og Halvard Lange, sem enn var
utanríkisráðherra, að íslendingar hefðu
áhuga á að gerast aðilar að EFTA. „Það
ræður úrslitum fyrir okkur, að eðlilegt er
að við tengjumst EFTA til þess að við ein-
angrumst ekki,“ sagði Bjami Benediktsson
á blaðamannafundi í Ósló. Á hinn bóginn
liðu fimm ár frá því að þeir Gerhardsen
og Lange lýstu kostum EFTA-aðildarinn-
ar, þar til íslendingar gengu í samtökin,
sem varð ekki fyrr en á árinu 1970. Margt
bendir til, að fari íslenskur forsætisráð-
herra í opinbera heimsókn til norsks
starfsbróður eftir fimm til sjö ár, standi
hann frammi fyrir því, að Evrópubandalag-
ið verði komið í stað EFTA á árinu 1965.
Er þá jafnframt rétt að minnast þess, að
1949 höfðu ákvarðanir þeirra Einars Ger-
hardsen og Halvards Lange um aðild
Noregs að Atlantshafsbandalaginu mikil
áhrif á afstöðu íslenskra stjórnmálamanna
ekki síst þeirra Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar, forsætisráðherra, og Bjarna
Benediktssonar, utanríkisráðherra.
Ríkið og skólinn
í fyrrnefndri grein í Aftenposten segir
Jens_ Chr. Hauge undir lokin:
„Á komandi tímum verður rætt um
gjörðir Gerhardsens og persónuleika hans
hvað eftir annað. Sérhver kynslóð sagn-
fræðinga á eftir að segja, meta og túlka
söguna um Gerhardsen á sinn hátt. Sumir
munu hefja hann til skýjanna, aðrir munu
leitast við að gera sem minnst úr honum.
Afstaðan til sögunnar og sögufrægra ein-
staklinga er hluti af umræðunni á hveijum
tíma, pólitískri og hugmyndafræðilegri
baráttu líðandi stundar. Þannig er og verð-
ur það í frjálsu landi."
Um leið og tekið er undir þessi orð,
skal enn minnt á það, sem Gerhardsen
sagði, þegar hann þakkaði Snorra Sturlu-
syni, að án Heimskringlu hefði Norðmenn
skort innri styrk í sjálfstæðisbaráttunni.
Vitneskja um eigin sögu og fortíð er hverri
þjóð mikils virði. Undan þeirri staðreynd
verður ekki vikist, þótt þau tískuviðhorf
MORGUNBIAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
29
hafi sett of ríkan svip á íslenska skóla-
stefnu undanfarið, sem gera lítið úr
þekkingu á sögunni og jafnvel rækt tung-
unnar. Ef til vill sjáum við merki um
afleiðingar þessa, þegar við lesum um þær
áhyggjur, sem margir hafa og ekki að
ástæðulausu af meðferð tungunnar og af
ótrúlegu kæruleysi gagnvart þjóðlegum
dyggðum og sögulegri arfleifð.
Dr. Arnór Hannibalsson, dósent við
heimspekideild Háskóla íslands, ræöir um
misbresti í framkvæmd íslenskrar skóla-
stefnu í ritinu Skólastefna, sem Stofnun
Jóns Þorlákssonar hefur gefið út. Þar seg-
ir meðal annars í inngangi:
„Það ætti þó að liggja í augum uppi,
að ríkisvaldið hlýtur að miða menningar-
og skólastefnu sína við gildi, sem óháð eru
tískusveiflum meðal fræðimanna. Ekki
verður framhjá því komist, að höfuðverk-
efni ríkisrekinna skóla hlýtur að vera það
að ala börn upp við hefðir og siði þjóðarinn-
ar. Með því á ég við það, að ríkið hlýtur
að leggja á það aðaláherslu að kenna þeim
rækilega sögu þjóðarinnar. Það er höfuð-
verkefni ríkisins að vernda og viðhalda
sjálfstæði þess og fullveldi. Það verkefni
er ekki vinnandi nema allir borgarar lýð-
veldisins hafi vit, þekkingu og kunnáttu
til að vinna sjálfum sér og þjóðinni allt
það besta sein þeir geta. Starfsemi skóla
á að miða að því að alefla menn í þeirri
viðleitni. Verði misbrestur á því, er ríkið
að bregðast helgustu köllun sinni."
Arnór Hannibalsson telur í stuttu máli
að vegna tískuviðhorfa hafi íslenska skóla-
kerfið brugðist að þessu leyti og námskrár
hafi byggst á hugmyndafræði, sem miðar
að því að klippa á alla strengi, sem knýta
daglegt skólastarf við hefðir þjóðarinnar.
Hér er fast að orði kveðið. Raunar hefur
það nokkuð einkennt umræður um íslensk
skólamál fyrr og síðar, að jafnt gagnrýn-
endur sem málsvarar ríkjandi viðhorfa
grípa fljótt til stórra orða, enda eru gifur-
legir hagsmunir í húfi. Mistök við mótun
skólastefnu eru allt annars eðlis en þegar
tekist er á við hin daglegu viðfangsefni,
sem hæst ber í stjórnmálunum og snerta
flest krónur og aura. Sé fíárfest í rangri
skólastefnu kunna þeir sem tapa að vera
ófærir um að skilja eigin vanda og átta
sig á nauðsynlegum gagnaðgerðum til að
varðveita menningu sína og sjálfstæði.
„Því þarf að
afnema söguna“
Arnór Hannibalsson skilgreinir muninn
á kommúnistum og hinum „nývinstri“ á
þann veg, að kommúnistar haldi dauða-
haldi í þá hugmynd, að til séu svokallaðar
stéttir og að grunnstéttin sé svokallaður
verkalýður. Hann hafí að vísu engan áhuga
á byltingunni, en staða hans sé samt sú,
að hann sé í eðli sínu byltingarstétt. Með
uppeldi og áróðri Flokksins megi nýta
stéttina í þágu hans. Nývinstrisinnar bendi
hins vegar á, að bæði kenning og reynsla
sýni, að verkaiýðurinn sé gegnsýrður borg-
aralegum viðhorfum og kæri sig kollóttan
um byltingar. Það séu einungis þeir, sem
hafi rétta vitund, sem geti beitt sér fyrir
henni. Það séu menntamenn, og einkum
hinir ungu og upprennandi, sem hafi þetta
vitundarástand til að bera. Þeim beri því
forystan. Vitundarbreytingin gerist ekki
með verkfallabrölti og „stéttabaráttu",
heldur með uppeldi og kennslu. Það sé því
höfuðnauðsyn að ná tökum á opinberum
uppeldisstofnunum. Hjá nývinstrisinnum
verði uppeldisfræði og skólastarf að vett-
vangi hinnar pólitísku baráttu. Náð skuli
til barna á ungum aldri, á meðan dóm-
greind þeirra er enn ekki þroskuð.
Amór llannibalsson lýsir afstöðu ný-
vinstrisinna nánar með þessum hætti:
„Nývinstrisinnar leggja á það höfuð-
áherslu, að ijölskyldan sé óhæf til að ala
upp böm. Þess vegna eiga foreldrar ekki
að hafa neinn rétt til íhlutunar um nám
bama sinna í skólum. Það, sem skólar
gætu best gert fyrir foreldra, er að kenna
þeim að umgangast börn sín á grundvelli
gagnrýninna uppeldisvísinda. Ástæðan til
þess, að foreldrar eiga sem minnst að
koma nálægt uppeldi bama sinna, er sú,
að fjölskyldan ei' eðli sínu samkvæmt
íhaldssöm stofnun. Hún innrætir saklaus-
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 26. september
Morgunblaðið/ÓI.K.M.
um börnum siði, venjur og trú hins
borgaralega þjóðfélags. Fjölskyldan er
valdakerfi. Foreldrarnir ráða yfir börnum
sínum. Börnin eru eign foreldranna. Börn
eru vanin á hlýðni og undirgefni við for-
eldrana. Foreldrar setja heimtufrekju og
frelsisþörf barna sinna skorður. Þau beija
inn í börnin virðingu fyrir einkvæni. Áf
þessu verða börnin óvirk, jafnvel masokist-
ar. Fjölskyldan er því gróðrarstía aftur-
haldsins, höfuðandstæðingur stéttabarátt-
unnar. Það ber því að stefna að því að
útrýma henni. Fjölskyldan gerir menn
samdauna hinu snargalna „síðkapitalíska
iðnaðarþjóðfélagi". í því þjóðfélagi rembist
hver sem betur getur að hauga saman
efnalegum gæðum, sem hann getur sagt,
að hann eigi. í þessu þjóðfélagi ríkir
„neyslunauð". Menn eru neyddir í kapp-
hlaup um sífellt hraðari og meiri neyslu.
Þeim mun meiri vörur sem menn kaupa
og þeim mun meira af drasli, sem menn
henda á haugana, þeim mun betra fyrir
neysluþjóðfélagið. Það er einmitt þetta,
sem gerir menn að andlegum krypplingum.
Þjóðráðið til að afnema þetta þjóðfélag er
að venja börn við stjórnleysi, venja þau
að harðneita því að lúta nauð og vald-
boði. Skólakennsla er leiðin til byltingar-
innar. Þessi skólakennsla á ekki að hafa
nein tengsl við siði, venjur og trú þeirrar
þjóðar, sem skólinn starfar fyrir. Það er
mjög mikilvægt fyrir hugsjónina að af-
nema alla kennslu um fortíð þjóðarinnar.
Börn, sem læra sögu, gætu ánetjast siðum
þjóðarinnar. Því þarf að afnema söguna.
I staðinn á að koma athugun á nútímaþjóð-
félagi því, sem nemandinn lifir í. Það efni
á að matreiða í anda hinna „gagnrýnu
félagsvísinda". Efni úr fortíðinni kemur
þeim ekki við, nema að svo miklu leyti sem
það varpar ljósi á aðstæður í nútímaþjóð-
félagi. Bókmenntir fortíðarinnar eiga
einnig að liggja á milli hluta. í stað þess
að lesa gamlar sögur og úrelt kvæði á að
kenna nemendum að meðhöndla texta,
eftir nútímahöfunda að sjálfsögðu, og að
leggja á þá „gagnrýnið mat“. Þannig læra
börnin að samþætta visindi, taka gagnrýna
afstöðu til þjóðfélagsins og virkni í við-
skiptum við það.
Þessi hugmyndafræði styðst við þá
kenningu, að umhverfið móti manninn.
Þess vegna er það eitur í beinum nývinstri-
manna að halda því fram, að upplag sé
mönnum gefið í vöggugjöf . . .“
Það er langur vegur milli þessara hug-
mynda nývinstrisinna og skoðana og
iífsstarfs Einars Gerhardsen, sem aldrei
sagði skilið við sína vinstristefnu og var
síðustu ár ævi sinnar á stöðugum ferðalög-
um um Noreg til að kynna sjónarmið sín
og lýsa eigin reynslu. Hann sagði heldur
aldrei skilið við sögu og fortíð þjóðar
sinnar, vitundin um það, sem hann og hún
mátti þola vegna andvaraleysis gagnvart
öflugum andstæðingi á stríðstímum, leiddi
til ábyrgrar afstöðu til varnar- og öryggis-
mála. Sú þjóð sem glatar fortíð sinni hefur
varla nokkrar áhyggjur af framtíðinni.
Hún flýtur áfram í tómarúmi líðandi stund-
ar og gerir kröfur til allra annarra en
sjálfrar sín. í sjálfumgleði og á kafí í nú-
tímanum vill hún fá allt sitt fram og það
á stundinni, sama hvað það kostar.
„. . . Skal enn
minnt á það, sem
Gerhardsen
sagði, þegar hann
þakkaði Snorra
Sturlusyni, að án
Heimskringlu
hefði Norðmenn
skort innri styrk
í sjálfstæðisbar-
áttunni. Vitneskja
um eigin sögu og
fortíð er hverri
þjóð mikiis virði.
Undan þeirri
staðreynd verður
ekki vikist, þótt
þau tískuviðhorf
hafi sett of ríkan
svip á íslenska
skólastefnu und-
anfarið, sem gera
lítið úr þekkingu
á sögunni og jafn-
vel rækt tungunn-
ar. Ef til vill
sjáum við merki
um afleiðingar
þessa þegar við
lesum um þær
áhyggjiir, Sem
margir hafa og
ekki að ástæðu-
lausu, af meðferð
tungunnar og af
ótrúlegu kæru-
leysi gagnvart
þjóðlegum dyggð-
um og sögulegri
arfleifð.M