Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTUMBER 1987
Skotist
um
Portúgal
TEXTI OG MYNDIR: FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN
Áður en ég hóf ritun á þessari frásögn frá Portúgal punktaði
ég niður nokkur hugtök, sem mér datt í hug þegar minnst
var á Portúgal. Það var ekki viljandi, en öll byrjuðu þau á
bókstafnum „S“. Fyrst skal telja saltfiskinn, þá sólina,
strendurnar, sjóinn og sumarið. í stjórnmálunum datt mér
fyrst í hug Soares, Spínóla hershöfðingja og svo ef við
hugsum um útflutningsvörur, þá eru það aðallega skór, salt,
götusteinar og svartolía sem mér kom til hugar.
Þ
að orð sem mig hryllti
mest við var orðið sól-
bruni, en ég varð fyrir
því óláni einmitt í
Portúgal fyrir um tíu
árum að brenna bókstaflega til
óbóta í grimmri hásumarsólinni.
Flestir Islendingar flykkjast til
suðurhluta Portúgals, til Algarve-
strandarinnar, þá aðallega til
borgarinnar Albufeira og ná-
grenni hennar. Þar eru oft miklir
hitar, nær óbærilegir fyrir okkur
Norðurlandabúa, en yfírleitt er
veðurfar nokkuð gott. Albufeira
er vinalegur lítill staður, stendur
við strönd og hefur upp á að bjóða
allt það sem hugurinn girnist.
Nokkuð er um að Islendingar
hafi sezt að í Portúgal og reka
íslenzkar stúlkur bar í Albufeira.
Nokkrar stúlkur eru giftar Port-
úgölum, ein er til að mynda gift
þekktum fjölmiðlamanni í Lissa-
oon, þá er ein gift stjórnmála-
manni auk þess sem nokkrir
Islendingar starfa við verzlunar-
rekstur ýmiss konar og fram-
leiðslu. Viðskiptaskrifstofa ein
íslenzk er í Lissabon, auk þess,
sem klæðskeri frá Keflavík rekur
umfangsmikið fyrirtæki í borginni
Oporto í norðurhluta landsins.
Ég tel vera nauðsynlegt að við
höfum traust samband við þjóðir
eins og Portúgali, þjóðir sem eiga
svipaða sögulega þætti tvinnaða
inn í arfleifð sína. Portúgalar voru
miklir sæfarar og landkönnuðir,
sjómennska er þeim í blóð borin
og siglingar. Enn streyma fram
orðin sem hefjast á „S“. Portúgai
er nokkru minna en Island, eða
um 92.000 ferkílómetrar. Mann-
fjöldinn er um 11 milljónir. Mikill
fjöldi bættist í íbúatöluna þegar
nýlendur Portúgala í Afríku fengu
sjálfstæði. Áhrif Portúgala voru
mikil um heiminn og eru að vissu
leyti enn. Álitið er að þeim löndum
sem Portúgalir komu nálægt, allt
frá Brasilíu til Macau og Tímor,
tali um 130 milljónir manna port-
úgölsku. Þeir eiga enn eyjarnar
Madeira, Azoreyjar og nokkrar
smærri, en misstu nýlendurnar
Mozambique, Portúgölsku Gíneu,
Angóla, Sao Tome og Principe og
Cap Verde-eyjar, eða Grænhöfða-
eyjar, sem við þekkjum ágætlega
sökum hjálparstarstarfs þess sem
Islendingar taka þátt í þar. Porlú-
gal er ekki stærra en svo að vel
má vera á skíðum í háfjöllum í
norðri og innan fárra klukku-
stunda liggja í sólbaði á hvítri
strönd suðursins. Þegar komið er
til höfuðborgarinnar Lissabon úr
suðri er farið yfir geysimikla brú,
þá lengstu í Evrópu. Hún tengir
saman bakka Tagus-árinnar og
þegar hún var tekin í notkun um
1966 var hún algjör bylting í sam-
Veríð að leggja samskonar götusteina og eru á Laugaveginum.
göngu- og atvinnumálum lands-
ins. Fram til þessa höfðu feijur
séð um samgöngumar og mynd-
uðust oft erfíðar biðraðir. Það er
stórkostlegt að koma inn að sunn-
an yfir brú þessa, en sunnan
megin gnæfír geysihátt kristslík-
neski á stalli, svona svipað og er
í Ríó de Janeiro.
Lissabon eyðilagðist að mestu
leyti í jarðskjálfta árið 1775 og í
eldum þeim sem fylgdu. Áætlað
er að um 40.000 hafi látið lífiö
og mikið upplausnarástand ríkti.
Eini stjómmálamaðurinn sem hélt
ró sinni að sögn, var markgreifinn
af Pombal og hann lét þessi ein-
kunnarorð berast, Jarðið hina
dauðu og fæðið þá sem lifa og
hefjumst svo handa“. Stytta var
reist af Pombal við aðalgötuna
og gnæfir þar yfir næsta um-
hverfí. Það er forvitnilegt að
ganga um eldri hluta Lissabon,
mikið um ævagamlar verzlanir
með tilheyrandi handverkstæðum
inn af og á bak við. Skemmtileg
blanda af fornöld og nútíma. Þá
er hægt að taka sporvagn upp
brattann til Bairro Alto, þ.e. til
hæsta úthverfísins og er það
nokkur upplifun, enda vagnarnir
ævagamlir og skröltandi upp
snarbrattan veginn.
Efst uppi gnæfir kastalinn, sem
nefndur er eftir heilögum Georg.
Frá kastalanum er gott útsýni
yfír bæinn og ána Tagus. Krists-
styttan sézt vel héðan, enda
rúmlega 100 metrar að hæð. Port-
úgalir reistu styttu þessa í
þakkarskyni fyrir að hafa sloppið
algerlega við eyðileggingu síðari
heimsstyijaldarinnar.
Þegar nótta tekur hefst
skemmtanalífið í Lissabon, sem
og annars staðar í Portúgal og í
heiminum almennt. Mín meining
var ekki að fara á alþjóðleg diskó-
tek í afþreyingarleit, heldur að
kynnast nokkrum af þeim veit-
ingastöðum þar sem „fado“ eða
örlagasöngvar/þjóðsöngvar peirra
Portúgala eru sungnir og leiknir.
Daprir söngvar um horfnar ástir
og örlög elskenda og má heyra
orðin dapur, leiður, ást og hjarta-
brot í annarri hverri línu. Var
ekki laust við að ég fyndi til nokk-
urs dapurleika eftir að hafa
heimsótt nokkra staði þar sem
örlagasöngvararnir létu í sér
heyra.
Eins og á Spáni stunda Portú-
galir nautaat en hefðirnar eru
nokkuð öðruvísi en á Spáni.
Það er margt að sjá í Portúg-
al, en tíminn leyfir ekki að allar
lendur séu kannaðar. Það væri
gaman að koma einhvern tíma
aftur og dvelja í lengri tíma og
skoða allt landið, vínekrur, fjöllin
og strendurnar. Ég fór í gegnum
mörg þorp og bæi í Alentejo-
héraðinu. Það skiptist í efra og
neðra Alentejo og eru þar geysi-
legar víðáttur, fallegir kornakrar
og ólífulundir. Um tíma á meðan
stjórnleysi var á tímum hinnar
svonefndu „grænu byltingar" um
1974 þá tóku bændur sig til og
söguðu niður megnið af tijánum
í héraðinu og notuðu í eldivið og
er af því mikill sjónarsviptir. Ég
heimsótti nokkra sveitabæi og hjá
einum bóndanum var mér skipað
í vinnu. Þannig var hjá honum,
sem og hjá svo mörgum öðrum í
þessu héraði, að vélar skortir oft
og notast er við gömlu aðferðirn-
ar. Mér var fenginn múlasni í
bandi og átti að ganga með hann
í taumi hring eftir hring á meðan
bóndinn mokaði nokkurs konar
hnetum í veg fyrir hófa dýrsins,
sem þannig braut hnetuskeljarnar
með því að ganga ofan á þeim.
Ég gekk þarna hring eftir hring,
eða þangað til var búið að þreskja
allar hneturnar. Þá var klukkan
orðin næstum fjögur um eftirmið-
daginn og von á hafgolunni.
Hafgolan var notuð til þess að
skilja hina þunnu skurn frá hnet-
unum, þannig að þessu var öllu
fleygt upp í loftið og dutt.u hne-
turnar beint niður en skurnin fauk
nokkra metra í burtu. Að þessum
aðgerðum loknum var hisminu
sópað saman og sett í bagga og
hneturnar settar í poka og öllu
dótinu ekið heim á vagni. Var
mér boðið inn í mat, sem saman-
stóð af korngraut og sardínum,
en Portúgalar borða mikið af
þeim. Þessar sardínur voru nú
ekki eins Ijúffengar og þær sem
maður borðar við höfnina á litlu
grillstöðunum í hafnarborginni
Portimaó á Algarve en þær runnu
niður samt sem áður.
Ég hélt för minni áfram og kom
við í litlu þorpi sem samanstóð
af einum tíu húsum og á eitt hú-
sið voru máluð skæri. Ég var
orðinn fúlskeggjaður og ákvað að
athuga hvort þetta væri nú ekki
rakari, frekar en saumastofa. Það
kom á daginn að þetta var nokk-
urs konar rakari, fúlskeggjaður,
stór og mikill. Hann hafði vindils-
afgang hangandi í munnvikinu og
lyktaði eins og hvítlauksdufts-
verksmiðja. Ég bað um rakstur
og hann skellti mér í stólinn og
kveikti í vindilstuskunni á nýjan
leik og blés skýi yfir mig og var
að sveifla honum upp og niður
leðuról, sem hékk við stólinn.
Hann spurði hvaðan ég væri og
ég tjáði honum það. Hann sagði
mér í fáum orðum ævisögu sína,
en hann hefði búið alla sína ævi
í Angóla og rak þar leigubílastöð
með ellefu leigubílum, en þegar
Portúgalir misstu nýlenduna varð
hann að skilja allt eftir, húsið og
bílana, en gat aðeins tekið með
sér smáaura. Því væri hann hér
nokkurs konar útlendingur í eigin
landi. Hann væri fæddur í Angóla
og liti á sig sem Angólabúa eins
og svo mörg hundruð þúsund ann-
arra, sem urðu að flýja. En svona
væri heimspólitíkin, sagði hann
og kleip mig þéttingsfast í nefið
og í einni stroku var efrivara-
skeggið horfið, en til allrar
hamingju var nefið enn á sínum
stað. Að þessari lífsreynslu lokinni
ók ég sem leið lá niður til Albu-
feira nýrakaður og tilbúinn í
átökin við sólina. Það er nauðsyn-
legt að við höldum góðu sambandi
við Portúgali. Við getum mikið
lært af þeim og þeir af okkur.
Við erum að jafnaði miklu efnaðri
en almenningur í Portúgal og lif-
um eins og milljónerar. En það
er stutt í hinn sanna bónda í okk-
ur öllum og hér í Portúgal hittir
maður jaröbundið og skemmtilegt
fólk sem gefur af gleði sinni og
ánægju og gæti deilt með okkur
listinni að gleðjast yfir litlu.