Morgunblaðið - 27.09.1987, Side 46

Morgunblaðið - 27.09.1987, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.' SEPTEMBER 1987 Massi fiseinda og örlög alheimsins Vlsindi Sverrir Ólafsson Árið 1930 sagði austurríski eðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli fyrir um tilvist físeinda í þeim til- gangi einum að bjarga lögmálinu um viðhald orkunnar, sem virtist brotið í nokkrum kjamaferlum. Fiseindir hafa æ síðann valdið eðlisfræðingum nokkrum heila- brotum. Þær víxlverka mjög veiklega við efni og geta auðveld- lega ferðast í gegnum jörðinna án þess að finna fyrir tilvist henn- ar. Erfiðlega gengur því að greina físeindir, en það var ekki fyrr en árið 1956 að þær fundust með tilraun. Þó margt sé vitað um eiginleika físeinda hefur enn ekki tekist að skera úr um það með tilraunum hvort þær búa yfír massa og þá hve miklum. Svar við þessari spumingu hefði mikilvægar af- leiðingar fyrir ýmsar grundvallar- spumingar öreinda — og alheimsfræðinnar. Ein þessara spuminga varðar útþensluhraða alheimsins og þá sér í lagi það hvort alheimurinn mun um alia eilífð halda áfram að þenjast út eða hvort hann mun einhvem tíma byrja að dragast saman. Fyrir 50 árum skýrðu Hans Bethe og Carl Friedrich von Weiz- saecker fýrstir manna hvernig kjamaferlar leiða til myndunar þeirrar orku sem sólin (og aðrar stjömur) senda frá sér. í ferlum þessum sameinast tveir vetni- skjamar og mynda helíumkjama, en við það losnar mikil orka úr læðingi sem flæðir upp á yfírborð stjömunnar og stýrir útgeislun hennar. Við þau skilyrði sem ríkja innan stjama eins og sólin getur þetta einungis gerst við tilvist annarra efna, s.s. kolefnis og því gengur ferillinn oft undir nafninu „kolefnishringurinn". Kenningu þeirra Bethe og Weizsaecker hefur tekist vel að skýra ýmsar staðreyndir, en al- varlegasti misbrestur hennar virðist sá að hún gerir ráð fyrir myndun langtum fleiri físeinda en mælst hafa á jörðinni. Fiseind- ateljari sem rekinn hefur verið í námu einni í Suður Dakóta á síðastliðnum 20 árum hefur ekki greint nema þriðjunginn af þeim físeindum sem kenningin gerir ráð Sprengistjama leiðir til myndunar mikils fjölda nifteinda. Nýjar athuganir á komutíma nifteind- anna veita hugsaniega upplýsingar um massa þeirra og eins um möguieg örlög alheimsins. Fiseindagreinum er venjulega komið fyrir i námum. fyrir. Er kenningin röng, físeind- ateljarinn vitlaus eða eru fiseindir annars eðlis en eðlisfræðingar hafa hingað til gert ráð fyrir? í raun og veru eru til þrjár mismunandi gerðir físeinda sem nefnast, raf-físeindir, mý-fiseindir og tá-físeindir. Ef gert er ráð fyr- ir því að físeindimar búi yfír smávægilegum massa er mögu- legt að ein gerð ummyndist í aðra á leið þeirra til jarðarinnar eða jafnvel áður en þær yfirgefa só- lina. Kjarnaferlar í sólinni leiða einingus til myndunar raf-fiseinda og ef tveir þriðju hlutar þeirra breytast í mý- eða tá-fiseindir, en þær getur fiseindateljarinn í Suð- ur-Dakóta ekki greint, er fengin skýring á niðurstöðum hans. Spi-engistjarnan (Súpernóva, sjá vísindi 15. mars) sem upp- götvaðist 24. febrúar síðastliðinn hefur gefíð góða möguleika til að komast frekar til botns í massa- vandamáli físeindanna. Ef físeind- ir búa yfir massa þá ferðast þær með hraða sem er háður orku þeirra og í öllum tilfellum minni en hraði ljóssins. Eru þær hins vegar massalausar, þá ferðast þær með hraða ljóssins. Sú stað- reynd að óvenju mikið magn físeinda mældist samtímis á mis- munandi stöðum, áður en „ljós- blossi" sprengistjömunnar greindist gerir mögulegt að setja ákveðin efri mörk á massa fí- seinda. (Það að físeindimar greindust á undan ljósinu, jafnvel þó hraði þeirra sé jafn eða minni en hraði ljóssins, kemur til af því að þær myndast áður en efni stjörnunnar sem springur lýsist upp.) Nákvæmasti fiseindagreinir sem rekinn er í dag er staðsettur í Japan, en hann greindi skammt af físeindum átján klukkutímum áður en ljós sprengistjörunnar greindist. Skammturinn saman- stóð af 11 fiseindum sem greind- ust á 13 sekúndna tímabili. Orka þeirra var á bilinu 7,5 til 36 Meg- arafeindavolt (Mrv). Fyrstu fimm físeindirnar greindust á skemmri tíma en einni sekúndu. Vísinda- menn sem reka físeindagreini í Cleveland í Ohio greindu físeinda- skammt á sama tíma og eru niðurstöður þeirra mjög í sam- ræmi við niðurstöður Japananna. Skerpa fyrsta skammtsins, þ.e. fímm físeindir á minna en einni sekúndu með jafn breitt orkuróf og raun ber vitni (7,6—36 Mrv) setur mögulegum hámarksmassa físeindanna takmörk, sem í fyrstu voru taiin liggja við 15 rafeinda- volt. Til samanburðar má geta þess að massi rafeinda er 500000 rafeindavolt og því er hér um gífurlega lítinn massa að ræða. Á undanförnum árum hafa nokkrir vísindamenn í Sovétríkj- unum talið að niðurstöður tilrauna sem þeir hafa gert í tilraunastofu bendi til þess að massi fiseinda sé á bilinu 20 til 45 rafeindavolt. Engum starfshóp hefur tekist að staðfesta þessar niðurstöður sem nú, eftir athuganir á sprengju- stjömunni, virðast enn ólíklegri. Nýlega birtu tveir eðlisfræðing- ar niðurstöður athugana sem þeir gerðu á þeim takmörkunum sem s.k. strengjakenningar setja massa físeindanna. Kenningar þessar eru vinsælar innan einda- fræðinnar í dag, en þær gera ráð fyrir því að eindum verði best lýst sem örsmáum, einvíddar strengj- um. Samkvæmt hefðbundinni eðlisfræði getur strengur sveiflast með mismunandi tíðni og í ákveð- inni útsetningu þessarar stað- reyndar lítur strengjakenningin svo á að hvertíðni jafngildi ákveð- inni eind. Þær forsendur sem þessir eðlisfræðingar ganga út frá leiða til niðurstaðna sem kreflast þess að fiseindir búi yfir smávægi- legum massa, sem ekki sé þó meiri en 10 rafeindavolt. Vísindamenn frá Indlandi hafa einnig reiknað mögulegan fi- seindamassa á grundvelli síðustu gagna sem fyrir liggja um nýju sprengjustjömuna. Niðurstöður þeirra eru að massi raf-fiseind- anna sé af stærðargráðunni 4 rafeindavolt, en fyrir mý-físeindir fínna þeir 22 rafeindavolt. Svo virðist sem sú mynd sem fengist hefur á undanförnum vik- um af massa raf-físeinda sé að skerpast við eða rétt undir 10 rafeindvoltum. Ef tilgáta ind- versku vísindamannanna er rétt má gera ráð fyrir því að fiseindir alheimsrúmsins búi yfir þremur Qórðu hlutum af þeim massa sem þarf til þess að snúa útþenslu al- heimsins við. Sé þessu massatak- marki náð mun útþensla alheimsins einhvem tíma í fram- tíðinni stöðvast, en eftir það mun alheimurinn falla saman undir eigin þyngdarkrafti. Fiseindir sem búa yfír massa ættu því stóran þátt í því að ákvarða örlög al- heimsins. Rétt er að geta þess að mikillar óvissu gætir í öllum þessum áætl- unum og því er enn sem komið er ekki hægt að segja nokkuð afgerandi um massa físeinda. Túlkanir á þeim niðurstöðum sem liggja fyrir af athugunum á sprengistjömunni og samræmi þeirra við reikninga sem gerðir hafa verið innan strengjakenn- inga eru mjög áhugaverðar. JC REYKJAVÍK Ert þú ein(n) af þeim sem: - Búa yfir góðum hugmyndum en hafa ekki komið þeim á fram- færi. - Standa ekki upp á fundum og láta skoðanir sinar í Ijós. - Eru svolítiðfeimnir. - Vilja auka sjálfstraust sitt. Ef einhver af þessum lýsingum á við þig, þá getum við hjálpað. í boði er 5 kvölda námskeið fyrir ungt fólk á öllum aldri. í hressilegu en afslöppuðu andrúmslofti tökum við fyrir undirstöðuatriði f reeðumennsku, mannlegum samskiptum og sitthvað fleira. Þátttaka þín mun stuðla að betri árangri f starfi og leik og gefa þér forskot á lífsgæðakapphlaupinu. TÍMI: 01.10.-05.10.-08.10.- 12.10.-15.10. Leiðbeinendur: Kári Jónsson og Ólafur R. Gunnarsson. Upplýsingar og skráning í sfma 32620 eftir kl. 20.00. TIL SÖLU Dodge Ramcharger 1983 8 cyl., 318 cub., sjálfsk., vökvastýri, cruiser kontrol, upphækkaður, álfelgur, veltigrind, stereo útvarps- og kassettutæki, litað gler og FR talstöð. Til sýnis i Bilabankanum, Hamarshöfða 1, simi 673232 sunnudagkl. 13-18. VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI. Akranes: Bifreið brann ELDUR kviknaði í bifreið á Akranesi á föstudag sem nýkom- inn var upp úr Akraborg^inni. Slökkviliðið var kallað út og tókst því að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er vitað um elds- upptök. Bíllinn er talinn ónýtur en engin meiðsli urðu á mönnum. Bílvelta við Hallorms- staðaskóg BÍLVELTA varð á hádegi á föstudag skammt fyrir neðan Hallormstaðaskóg. Engin slys urðu á mönnum en billinn skemmdist mikið. Bifreiðin var á leið suður Upphér- aðsveg og er talið að ökumaður hafí misst stjóm á henni í lausa- möl. Tveir vom í bílnum og hlutu þeir engin meiðsl. Bifreiðin, nýr Toyota Landcruiser, er mikið skemmd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.