Morgunblaðið - 27.09.1987, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
Flóknasti upp-
skurður í sögu
læknavfsind-
anna?
Sjötíu læknar hjálpuöust að viö að skilja símastvfburana Benjamin og Patrick Binder
aö á Johns Hopkins-sjúkrahúsinu í Baltimore.
Síamstvíburum gefinn
kostur á eðlilegu lífi
■
Reuter
Þessi suður-afríska móðir ól tvíbura, sem
samvaxnir voru á höfði, fyrir níu mánuðum.
Lengi beið hún úrskurðar lækna sjúkra-
húss í Soweto um það hvort skilja mætti
börn hennar að. Að lokum var ákveðið að
skera síamstvíburana upp og hafa læknar
Johns Hopkins-sjúkrahússins lofað að vera
suður-afrískum starfsbræðrum sfnum inn-
an handar.
Barnalæknirinn Mark Rogers heldur á brúðum, sem notaðar
voru til að æfa aðgerðina.
Vestur-þýsku síamstvíbur-
arnir, sem fyrir þremur
vikum voru skildir að með
skurðaðgerð, liggja enn í
háifgerðu dái og fær annar
þeirra næringu í æð í
brjóstkassa. Tvíburarnir
eru ekki enn taldir úr
lífshættu, en ástand þeirra
er stöðugt. Fyrir rúmri viku
rumskuðu þeir fyrst úr
dáinu og virtust hreyfa út-
limi sína eðlilega. Þegar
Theresia Binder strauk
sonum sinum Patrick og
Benjamin, sem samvaxnir
voru á hnakka, opnuðu
þeir augun fyrsta sinni eft-
ir aðgerðina. En þeim eru
enn gefin deyfilyf og munu
ekki vakna fyllilega til
iífsins fyrr en eftir mánuð.
Tvíburarnir voru lagðirá
skurðarborð íJohns Hop-
kins-sjúkrahúsinu í Balti-
more í Bandaríkjunum
snemma morguns laugar-
daginn 6. september. 22
klukkustundum síðar
höfðu þeir verið skildir að
og uppskurði, sem líkast
til er sá flóknasti, sem
gerður hefur verið, var lok-
ið.
Eftir Karl Blöndal
Benjamin og Patrick Binder
fæddust í Ulm í Vestur-Þýskalandi
í febrúar. Þeir voru fullkomlega
heilbrigðir að öðru leyti en því að
höfuð þeirra voru föst saman á
hnakkanum. Þetta kom í veg fyrir
að þeir gætu snúið sér við eða
sest upp og hefðu þeir þurft að
liggja rúmfastir alla ævi, ef ekkert
hefði verið að gert. Josef og Ther-
esia Binder sáu fyrst hvernig
komið var á fyrir fóstrinu þegar
þau fóru í „sónar-skoðun“ í háskól-
anum í Ulm. „Ég sá börnin og við
mér blasti risavaxið höfuð með
tveimur andlitum," sagði Theresia
við vestur-þýska vikublaðið Bunte,
sem keypt hefur birtingarrétt á
sögu tvíburanna. „Mór varð hugs-
að: Guð minn góður, hvernig munu
þeir líta út, hvernig munu þeir geta
lifað?"
Fimm mánaða undir-
búningur
Thomas Fösel, læknir hjónanna,
vissi að háskólasjúkrahúsið í Uim
væri ekki tækjum búið til þess að
skilja mætti tvíburana að. Hann
bað dr. Mark Rogers, yfirmann
barnadeildar Johns Hopkins-
sjúkrahússins, að spreyta sig.
Undirbúningur aðgerðarinnar
hófst fyrir fimm mánuðum. í vor
fór hópur sérfræðinga frá sjúkra-
húsinu til Vestur-Þýskalands til
þess að líta á síamstvíburana.
Gerðu þeir einstaka áætlun um
það hvernig mætti skilja þá í sund-
ur án þess að þeir sködduðust á
heila.
Þegar í stað var hafist handa
við að teygja á höfuðleðri drengj-
anna til þess að hægt væri að
sauma saman skurðinn eftir að-
gerðina. Crag Dufresne lýtalæknir
flaug til heimaborgar tvíburanna í
vor og kom sérstökum blöðrum
fyrir undir höfuðleðri þeirra. í þær
var sprautaö vökva og fyrir aðgerð-
ina voru þær orðnar á stærð við
litlar melónur, sem stóðu út úr
höfðum þeirra. í kjölfarið sigldi
mikill undirbúningur. Haltínar voru
fimm æfingar og notuðu læknarnir
sórstakar brúður í líkamsstærð,
sem festar voru saman á höfði.
Minnstu mistök hefðu getað kost-
að síamstvíburana, sem að öðru
leyti voru heilbrigðir, heilsuna og
jafnvel lífið.
Sérstök skurðarborð, sem hægt
er að renna í sundur, voru smíðuð
fyrir aðgerðina og handa þeim,
sem tóku þátt í henni, var gerður
tíu blaðsíðna leiðarvísir. Þar var
hverjum hluta aðgerðarinnar ræki-
lega lýst.
Á við f iókna hernaða r -
aðgerð
Læknirinn dr. Mark Rogers, sem
skipulagöi uppskurðinn, Ifkti hon-
um við „flókna hernaðaraðgerð".
Svæfingalæknar, hjartaskurð-
læknar, taugaskurðlæknar, lýta-
læknar, hjúkrunarkonur,
tæknimenn og rafvirkjar þurftu að
leggja á sig miklar æfingar til þess
að aðgerðin gengi snurðulaust fyr-
ir sig. Leggja þurfti rafmagnslagnir
í hluta sjúkrahússins að nýju og
ganga þannig frá að rafmagnið
færi ekki af þrátt fyrir mikið álag.
Valin var fríhelgi til uppskurðar-
ins til þess að tryggja að lítið yrði
að gera og sem flestir gætu ein-
beitt sér að verkinu. Þá gætu sjötíu
sérfræöingar sjúkrahússins á hin-
um ýmsu sviðum komið sér fyrir í
skurðstofunni, og sjötfu sérfræð-
ingar til viðbótar verið reiðubúnir
til þess að skerast í leikinn, án
þess að nokkuð annað kallaði að.
Að auki var hægt að hafa sextíu
tæki til að gefa blóð og blóðvökva
til reiðu fyrir tvíburana.
Starfsmenn Johns Hopkins-
sjúkrahússins telja aö aðgerðin og
meðferðin eftir hana muni kosta
mörg hundruð þúsund dollara. Aft-
ur á móti hafa þeir, sem tóku þátt
í henni, ákveðið að þiggja ekki laun
fyrir og sjúkrahúsið ætlar að
standa straum af mestöllum
kostnaði öðrum.
„Þessi aðgerð var svo flókin að
burtséð frá þvf hvernig hún gekk
þá höfum við sýnt að við getum
fengið meiru áorkað, en nokkurt
okkar grunaði," sagði Rogers er
aðgerðinni lauk tæpum sólarhring
eftir að hún hófst. „Okkur hefur
ekki tekist ætlunarverk okkur þótt
tívburarnir hafi verið skildir að. Við
teljum okkur hafa náð árangri ef
uppi standa tvö heilbrigö börn,"
bætti Rogers við.
Síðdegis á mánudag, einum og
hálfum sólarhring eftir að hafist
var handa, lágu tvíburarnir á gjör-
gæsludeild. Benjamin og Patrick
voru í Iffshættu, en líkamsstarf-
semi þeirra var jöfn og stöðug.
<ornabörnin eiga á hættu að inn-