Morgunblaðið - 27.09.1987, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / HANDBOLTASKÓLI VÍKINGS
Þröstur Helgason og Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Þetta er hópíþrótl sem
allir geta skilið og handboltinn
er skemmtilegasta íþróttin
- segir Þröstur Helgason, sem var á handboltaskólanum
EKKERT handknattleiksfélag
kemst með tærnar þar sem
Víkingur hefur hælana í sigrum
undanfarin ár. Árangur meist-
araflokksins er flestum kunnur
en einrtig fer fram öflugt ungl-
ingastarf innan félagsins. En
lengi má bæta og það vantar
ekki kraftinn íVíkinga. Þeir
hafa riðið á vaðið með sér-
stakan handknattleiksskóla
fyrir yngstu krakkana. Kennsla
hófst seinnipart fyrri mánaðar
og var líf og fjör er blaðamaður
unglingasíðunnar leit inn í Rétt-
arholtsskólann, þar sem
kennslan fór fram.
Við hittum þar fyrir Ingu Þóris-
dóttur og Þorstein Jóhannes-
son leiðbeinendur á þessu
námskeiði. Þau sögðu að þetta
væri tilraun hjá
Andrés þeim Víkingum að
Pétursson laða fleiri krakka til
skrifar félagsins og þá fyrr.
Námskeiðið var
tveggja vikna og hópnum skipt í
tvennt, þau yngri voru fyrir hádeg-
ið en þau eldri eftir hádegið. Um
50 krakkar tóku þátt í þessu nám-
skeiði og voru þau Inga og Þor-
steinn ánægð með þá þátttöku.
Það var gaman að sjá áhugann hjá
þessum ungu þátttakendum og ekki
var áhuginn minni hjá þeim eftir
hádegið. Þar voru þá mættir meist-
araflokksmennimir Guðmundur
Guðmundsson og Hilmar Sig-
urgíslason til að leiðbeina. Það hefði
mátt heyra saumnál detta þegar
þeir voru að segja krökkunum til,
því svo vandlega gleyptu þau í sig
ráðleggingar þessara reyndu leik-
manna.
Víkingurverður
íslandsmeistari
Við fengum að tmfla þrjá krakka
af yngri hópnum. Þau heita: Guð-
mundur Magnússon sjö ára, María
Helen Eiðsdóttir 10 ára og Hugrún
Harðardóttir 10 ára.
Þau hafa ekki æft handbolta hingað
til en em mikið að spá í að fara
að æfa með Víkingum í vetur.
María og Hugrún em úr Breið-
holtinu, en Guðmundur er úr
Fossvoginum. Stúlkurnar hafa ekki
stundað aðrar íþróttir, en Guð-
mundur hefur æft fótbolta og þá
að sjálfsögðu með Víking. Þegar
ég spurði þau hvaða félag yrði fs-
landsmeistari stóð ekki á svarinu:
„Víkingur verður aftur íslands-
meistari, því þeir em með langbesta
liðið.“
„Handboltinn skemmti-
iegasta íþróttin"
Eftir hádegið ræddi ég við tvo
hressa krakka. Þau heita Þröstur
Helgason og Ragnheiður Jóhannes-
dóttir. Þröstur er 11 ára og hefur
æft handbolta í 3 ár. Ragnheiður
er 12 ára og hefur æft í tvö ár.
Fyrsta spurningin sem við lögðum
fyrir þau var hvað það væri sem
gerði handbolta svona skemmtileg-
an. „Það er bara allt saman,“ sagði
Ragnheiður, „hraðinn, spenna, og
Qöldi marka“. „Þetta er hópíþrótt
sem allir geta skilið," sagði Þröstur
og bætti við, „handboltinn er
skemmtilegasta íþróttin.“
Þau vom nokkuð bjartsýn á árang-
ur í vetur í sínum árgöngum.
Þröstur sagði að vel hefði gengið í
fyrravetur í 6. flokki, en þeir hefðu
náð 2. sæti eftir spennandi úrslita-
leik við Breiðablik. Nú væm þeir
með góðan 5. flokk og ætluðu sér
stóra hluti í vetur. Ragnheiður var
svona hæfilega bjartsýn á gengið.
Hún sagði að ekki hefði gengið of
vel í fyrra en stelpurnar í flokknum
hennar væm nú leikreyndari og því
ætti að ganga betur í vetur.
Eldri hópurinn ásamt Guðmundi Guðmundssyni og Hilmari Sigurgíslasyni.
Guðmundur Magnússon, María.Helen Eiðsdóttir og Hugrún Harðardóttir.