Morgunblaðið - 16.10.1987, Side 11

Morgunblaðið - 16.10.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 B 11 TÆKNIHORNID Philips og geislamyndspilarinn Myndbandstæki Sjónvarpsskjár ooo o oo PHILIPS, hollenski raf- eindatækjarisinn, er löngu þekktur fyrir byltingar- kenndar nýjungar á heimilistækjasviðinu og iðulega hef- ur fyrirtækið reynst talsvert á undan samtíð sinni í uppfínninga- semi. En Philips lætur ekki deigan síga og hefur nú nýverið kynnt enn eina nýjungina sem á að koma sem viðbót við önnur helstu afþreyingar- tæki heimilanna — hljómflutnings- samstæðuna, sjónvarpstækið og myndbandið. Samtenging allra þessara tækja í eitt kerfi þekkist á mörgum heimil- um og nú ætlar Philips að bæta við þessa samstæðu sérstökum geisla- spilara sem getur bæði skilað myndefni á skjáinn og tónlist í hljómflutningssamstæðuna. Philips telur að þessi nýja upp- finning geti ekki einungis aukið tekjur tónlistariðnaðarins og tækja- framleiðenda heldur einnig tekjur kvikmynda- og sjónvarpsfyrir- tækja. Þessi fyrsti geislamyndspil- ari eða CD-video player eins og hann er kallaður á ensku byggir á nýrri tækni eða öllu heldur sam- blandi af nýlegri tækni sem þegar er fyrir hendi og ýmsir ætla að þetta tæki marki upphafið að fullum samruna hljómtækja og myndtækja heimilana í eina tækjasamstæðu. Nýi geislamyndspilarinn er vænt- anlegur á markað i Evrópu á næsta ári. Hann kostar um 500 sterlings- pund eða um 30 þúsund krónur frá framleiðenda. Hann verður að tengja annars vegar við hljómflutn- ingssamstæðu til að hljóðið fari um magnarann út i hátalarana og hins vegar við sjónvarpstækið eða sjón- varpsskjá til að myndin komist til skila. Geislamyndspilarinn mun geta leikið þrenns konar myndspilara. í fyrsta lagi 6 þumlunga disk sem líklega mun kosta í kringum 300 krónur og geta geymt um fimm mínútur af myndefni og tónlist eða um 20 mínútur af tónlistarefni ein- vörðungu. í öðru lagi má nota 8 þumlunga disk, sem líklega mun kosta í kringum 600 krónur og getur geymt um 20 mínútur af mynd- og tónlistarefni í bland á hvorri hlið og loks 12 þumlunga disk, sem kostna mun milli 900 og 1000 krónur og geymt getur um eina klukkustund af myndefni og tónlistarefni á hvorri hlið. Þar að auki er geislamyndspilarinn þeirrar náttúru að hann getur leikið venju- lega geisladiska með tónlistarefni og þegar eru fyrir á markaðinum. Philips-menn telja að fímm þuml- unga diskurinn sé tilvalin fyrir hljómplötufyrirtæki til að setja á markað „skonrokks“-myndir til að styðja við útgáfu smáplatna. Philips hefur í því sambandi í hyggju að setja á markað tæki sem sérstak- lega eru ætluð til að leika þessa smæstu gerð diska og þar á meðal farandtæki (portables). Mun þessi tegund geislamyndspilara verða talsvert ódýrari en viðameiru tækin sem geta leikið allar þijár diska- stærðimar. Á hinn bóginn era efasemdir ríkjandi innan tónlista- riðnaðarins um að 5 þumlungatæk- in muni fá þann hljómgrann á markaðinum sem Philips væntir. „ Hvað á fólk að gera meðan verið er að leika 20 mlnútur af hreinni tónlist? Glápa á auðan skjáinn eða ráfa um herbergið," spurði for- svarsmaður einnar hljómplötuútg- áfunnar nýverið. Tiltölulega hátt verð á geisla- myndspiluranum vekur einning upp spumingar um framtfð 5 þumlunga disksins, sem verður lfklega sú disk— stærðin sem sett verður fyrst á markað f stóram stfl. Bent er á að unglingamir, megin markhópur smáplatnanna, hafa í fæstum tilfell- um nægileg fjárráð til að Qárfesta í geislamyndspiluranum. Jos Cop- pen, markaðsstjóri Philips, er hins vegar bjartsýnn. „Unglingamir munu væntanlega þrýsta á foreldra sína að kaupa þetta kerfi," segir hann. Philipsmenn halda þvf síðan fram að 8 og 12 þumlunga diskamir séu tilvalin útgáfuleið fyrir framleið- endur sjónvarpsefnis á borð við heimildamyndir, leiknar kvikmyndir í fullri lengd og klassískar tónlistar- myndir. Philips-menn telja að almenningur sé líklegri til að kaupa kvikmyndir á geisladiskum heldur en á myndböndum og benda á að frá fomu fari hafi hljómplata haft talsverða yfirburði gagnvart hljóð- snældunum að því leyti að almenn- ingi hafi jafnan þótt hljómplatan eigulegri gripur og safni þessi vegna plötum fremur en snældum. Svipað ætla þeir að verði upp á teningnum þegar mjmddiskurinn kemur á markað. En eins og jafiian þegar nýjung- ar era annars vegar er nóg til af efasemdarmönnum sem hafa litla trú á tiltækinu. Rök hina efagjömu í þessu tilfelli era aðallega þrenns konar. í fyrsta lagi telja þeir hættu á ákveðinni tregðu af hálfu neyt- enda, sem þegar eigi fullt í fangi með að fylgjast með öllu úrvalinu á markaðinum í hljómflutningskerf- um og kunni því að vita ekki sitt ijúkandi ráð. í öðra lagi benda þeir á að skortur á bæði myndefni og tónlistarefni fyrir þetta nýja kerfi kunni að verða því fótakefli á við- kvæmasta stigi f markaðssetningu. í þriðja lagi telja efasemdarmenn- imir að mislukkaðar fyrri tilraunir í markaðssetningu mynddiska í Evrópu muni hvíla eins og mara á nýju diskunum og fæla almenning frá. En uppfinning Philips er allrar athygli verð og tilraun fyrirtækisins í markaðssetningu sömuleiðis, því að allt veltur þetta auðvitað á því að neytendumir láti sannfærast um bæti upp það sem fyrir er og sé frambúðar. að hér sé á ferð tækninýjung sem komin til að vera á markaðinum til Bjöm Vignir Sigurpálsson 'A KAUPCTAÐ Auglýsingin er ávísun á afslátt til þín á kr. 3.000.- Ávísunin er einfaldlega klippt úr blaðinu og framvísað til greiðslu á hluta af verði SINGER EXCLUSIVE saumavélarinnar. Verð aðeins Kr. 18.390.- Afsláttur -f- Kr. 3.000.- Þúgreiðir Kr. 15.390.-staðer. —X---- Athugið: Þetta gildir aðeins til 18. okt. n.k. KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD Afsláttur af „Singer Exclusive" saumavél kr. 3.000.-« Gildirtil 18. okt. 1987 Þessi frábæra, f jölhæfa saumavél býðst nú á einstöku tilboðsverði í tilefni opnunar glæsilegrar sérvöruverslunar í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.