Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Amór Þeír brosa breitt sigurvegararnir í Opna Flugleiðamótinu, enda 2000 dölum rikari. Talið frá vinstri: Billy Cohen, George Mittelman.Ron Smith, Zia Mahmoud og Björn Theodórsson framkvæmdastjóri fjár- mála- og stjómunarsviðs hjá Flugleiðum en hann afhenti verðlaun mótsins. Brídshátíð 1988 lokið: Sveit Zia Mahmoud vann sigur í Opna Sveit Pólaris varð í öðru sæti. Talið frá vinstri: Simon Simonarson, Sævar Þorbjömsson, Stefán Guðjohnsen og Karl Sigurhjartarson. A myndina vantar Guðmund Pál Amarson og Þorlák Jónsson. Þrátt fyrir góða aðsókn að Bridshátiðinni var orðið heldur þunnskip- að i ráðstefnusalnum þegar úrslitaleikur Flugleiðamótsins fór fram. Flugleiðamótinu Brids Arnór Ragnarsson Sveit Zia Mahmoud sigraði sveit Pólaris í sjöundu og siðustu umferð Flugleiðamótsins með 20 stigum gegn 10 og tryggði sér þar með sigur í mótinu og 2.000 dala verðlaun. Með Zia spiiuðu George Mittelman, Billy Cohen og Ron Smith. Sveit Zia Mah- moud vann alla sína leiki i mót- inu og þrátt fyrir að þetta sé fjórða bridshátfðin sem Zia mæt- ir á hefir hann aldrei unnið, hvorki tvímenninginn né sveita- keppnina, fyrr en nú. Fimmtíu sveitir tóku þátt í þessu móti víðs vegar að af landinu. Komu t.d. tvær sveitir frá Akureyri, sveit- ir frá Selfossi, úr Borgamesi og víðar. Auk þess spilaði ein bandarísk sveit með Alan Sontag í fararbroddi og að öðmm ólöstuðum, Evrópumeistarar Svía. Islenzku sveitimar stóðu sig mjög vel í þessu móti og urðu í öðm, þriðja, fjórða og sjötta sæti. Sveit Pólaris vann sína leiki í sex fyrstu umferðunum en tapaði úr- slitaleiknum við Zia eins og áður sagði. Staðan fyrir síð- ustu umferðina: Zia Mahmoud 131 Pólaris 124 Alan Sontag 119 Bragi Hauksson 115 Sigurður Steingrímsson 112 Jón Þorvarðarson 112 Flugleiðir 106 Alan Sontag spilaði gegn Braga Haukssyni og varð að sætta sig við 18-12 tap og missti þar með af þriðju verðlaunum, 600 dollumm. Sveit Pólaris fékk 1.200 dollara í önnur verðlaun. Sveit Jóns Þorvarð- arsonar átti einnig möguleika á verðlaunasæti en vantaði herzlu- muninn hjá þeim. Lokastaðan: Zia Mahmoud 151 Pólaris 134 Bragi Hauksson 133 Jón Þorvarðarson 132 Alan Sontag 131 Sigurður Steingrímsson 128 Evrópumeistarar Svia töpuðu fyrir sveit Zia í þriðju umferð og sáu aldrei til sólar eftir það. Mótið var að mörgu leyti gott. Þokkalegt skipulag þrátt fyrir þrengsli vegna mikillar þátttöku og fjölda áhorfenda. Hins vegar er spuming hvort ekki sé kominn tími til að breyta núverandi fyrirkomu- lagi sem hefir verið það sama mörg undanfarin ár. Þá er því ekki að neita að sumir Bandaríkjamann- anna ganga um spilasalinn á skítug- um skónum ef svo má að orði kom- ast og ólíku saman að jafna fram- komu sænsku séntilmannanna og Evrópubúa yfirleitt sem sótt hafa okkur heim. Keppnisstjóri var Agnar Jörgens- son. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar | Mosfellsbær Viðtalstími bæjarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins Helga Richter baej- arfujltrúi og Guð- mundur Daviðsson varabæjarfulltrúi og formaður veitu- nefndar verða til viðtals í fundarsal Hlégarðs (uppi) frá kl. 17.00-19.00 fimmtudaginn 18. febrúar nk. Allir velkomnir með fyrirspurnir um bæj- arstjórnarmál. Sjálfstæðisfélag Mosfellinga. _____________________________________________________________________ Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn, Hafnarfirði Almennur fundur verður haldinn mánudaginn 22. febrúar kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Dagskrá: 1. Almenn fundarstörf. 2. Staðgreiðslukerfi skatta. Ræðumaður verður Skúli E. Þórðar- son formaður staðgreiðsluskattanefndar ríkisskattstjóra. 3. Kaffiveitingar. Sjálfstæðiskonur, mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti boða til almenns borgarafundar i menningarmiðstöðinni i Gerðu- bergi miðvikudaginn 17. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Skipulagsmál og önnur borgarmálefni með sérstöku til- liti til Breiðholtshverfa. Frummælendur: Davið Oddsson, borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður skipulagsnefndar. Fundarstjóri: Gunnar Hauksson. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti. Hafnarfjörður Utanríkismálanámskeið Skoðunarferð á Keflavíkurflugvöll Utanríkismálanám- skeið Stefnis FUS verður haldið i Sjálf- stæðishúsinu í Hafnarfirði nk. laug- ardag 20. febrúar kl. 10.00 f.h. Frummælendur: Matthias Á. Matt- hiesen, samgöngu- ráðherra fjallar um stefnu íslands og Sjálfstæðisflokksins í utanrikismálum. Hreinn Loftsson, formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokks- ins, fjallar um samskipti austurs og vesturs og nýgerðan afvopnunar- sáttmála. Davið Stefánsson, formaður utanrikismálanefndar SUS: Stefna is- lands og Noröurlandanna i utanrikismálum og Sameinuöu þjóðirnar. Að loknum umræðum og morgunverði verða rútuferðir suður á Keflavikurflugvöll og herstöðin þar skoðuö i fylgd Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins. Mun hann halda stuttan fyrirlestur, sýna myndir og leiða okkur um svæðið. Námskeiðsstjóri verður Sig- urður Ragnarsson. Eldri félagar og einnig nýir eru sérstaklega kvatt- ir til að mæta og fræðast um þennan mikilvæga málaflokk. Missið ekki af þessu einstæöa tækifæri. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.