Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Hallgrímskirkja: Föstumessur að venju NÚ FER fastan í hönd. f Hall- grímskirkju verða föstuguðs- þjónustur að venju á hveiju mið- vikudagskvöld, og hefjast þær kl. 20.30. Við þessar guðsþjón- ustur munu prestar úr Reykjavík og nágrenni prédika og kirkju- kórar safnaðanna, sem þeir þjóna oftast, syngja. Er við hæfi að sem flestir komi í minningar- kirkju Passíusálmaskáldsins og annist þar þjónustu og er þetta liður i því. Þá verða kvöldbænir og lestur Passíusálma í kirkjunni á hveijum virkum degi um föstuna og hefjast bænastundimar kl. 18.00 hvem dag. Listvinafélag Hallgrímskirkju hefir haft forgöngu um það að setja upp sýningu í anddyri kirkjunnar af stækkuðum ljósmyndum af nokkmm síðum úr eiginhandriti Hallgríms Péturssonar af Passíu- sálmunum. Þessi sýning hefir staðið í nokkrar vikur og stendur út föst- una. Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Áma Magnússon- ar, mun flytja erindi í kvöld um eiginhandrit Hallgríms. Verður er- indið flutt að lokinni föstumessu sem sr. Hjalti Guðmundsson, dóm- kirkjuprestur, og Dómkórinn í Reykjavík annast. (Fréttatilkynning) Hófí kynnir Miele eldhús Hér sýnir Hófí nýja gerð eldhústækja. Hólmfríður Karlsdóttir i Miele eldhúsi á sýningunni í Köln. Hún heiUaði fjölmiðlamenn með framkomu sinni og viðmóti, að ógleymdu útlitinu. Hólmfríður Karlsdóttir, Hófí, kom fram á alþjoðlegri vörusyn- ingu í Köln í Vestur Þýskalandi fyrir skömmu og kynnti þar fyrir blaðamönnum eldhúsinnréttingar og -tæki fyrir hönd Mi- ele fyrirtækisins. Hún heimsótti tók þar forstjóri fyrirtækisins i Upphaf samstarfs Hófíar og Miele fyrirtækisins var í fyrra, þegar umboðsaðili Miele á ís- landi, Jóhann Olafsson & Co hf, fékk hana til samstarfs á sýning- unni „Heimilið ’87“. Þar var „draumaíbúð Hófíar" með Miele eldhúsi. I framhaldi af því tók Hófí að sér, að kynna framleiðslu Miele fyrirtækisins á alþjóðlegri sýningu í Köln í janúar sl. Frétta- mönnum var boðið að skoða sýn- inguna daginn fyrir opnun og einnig Miele verksmiðjurnar og móti henni. kjmnti þá Hófí Miele eldhúsin, jafnframt gaf hún gestum að bragða íslenskan reyktan lax og líkaði fjölmiðlamönnum hann af- bragðs vel, að sögn Jóhanns J Ólafssonar hjá Jóhanni Ólafssyni & Co hf. Eftir kynninguna á sýn- ingunni, fór Hófí í boði Miele að skoða verksmiðju fyrirtækisins í GÚtersloh, 80.000 manna borg. Þar heimsótti hún einnig bama- heimili. Rudolph Miele, forstjóri fyrirtækisins, tók á móti Hófí, færði henni blóm og sýndi henni verksmiðjuna. Það vakti sérstaka athygli, bæði á sýningunni og í GÚtersloh, hve eðlileg og alúðleg Hófí var í allri ffamkomu og vakti það mikla hrifningu manna, að sögn Jóhanns. Hófí mun halda áfram sam- starfí við Jóhann Olafsson & Co hf og Miele, bæði með auglýsinga- gerð og, ef tækifæri gefst til, mun hún verða viðstödd opnun nýrrar verslunar fyrirtækisins í Sunda- borg á næstunni. Hófí er nú á ferðalagi erlendis og óvíst hvort hún verður komin heim í tæka tíð fyrir þann atburð. Belinda Hughes með nokk- ur verka sinna. Bókasafn Kópavogs: Grafík- og vatnslita- myndir BELINDA Hughes opnar sýningu á grafik og vatns- litamyndum og myndum með blandaðri tækni í List- stofu Bókasafns Kópavogs miðvikudaginn 17. febrúar. Belinda er fædd 24. júní 1965 og ólst upp í Gloucest- ershire í Englandi. Hún gekk f skóla í Cheltenham og stundaði listnám í The Arts College í þeirri borg og lauk þar „BA Fine Art Degree" árið 1987. Hún lagði megin- áherslu á grafík, en stundaði einnig olíumálun og vann að mörgum verkefnum í þeirri grein. Belinda hefur haldið sýn- ingar í heimalandi sínu og gert myndir af mönnum og dýrum eftir pöntunum frá ein- staklingum. A sýningunni, sem segja má að sé sýnishom af verkum listamannsins, eru 20 myndir, helmingur þeirra gerður hér á landi undanfama mánuði undir áhrifum af íslenskri menningu og persónulegri rejmslu Iistamannsins. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, mánu- daga til föstudaga kl. 9—21, laugardaga frá kl. 11—14. Sýningin stendur frá 17. febrúar til 11. mars nk. Flestar myndanna eru til sölu og aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sinfóníuhljómsveit íslands: Fjórir blásarar leika einleik Á áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar I Háskólabíói nk. fimmtudag, þann 18. febrúar, munu fjórir blásturshljóðfæra- leikarar hljómsveitarinnar Ieika einleik undir stjórn hins unga ungverska stjómanda Thomas Koncz. A efnisskrá verða fjögur verk, ar, skömmu áður en hann tók til fyrst úr tónaljóðinu Föðurlandið mitt eftir Bedrich Smetana (1824—1884). Leikið verður lagið Moldá, sem er þekktasti og vinsæl- asti þátturinn úr tónaljóðinu. í verkinu segir frá upptökum Moldár og ánrii er fylgt eftir til sjávar. Því næst koma blásaramir til sög- unnar og flytja Sinfóníuna Con- certante fyrir fjóra blásara eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Verk- ið skrifaði hann í lok átjándu ald- við Töfraflautuna. Segja má að síðari hluti tónleikanna sé helgaður Ungveijalandi. Fluttar verða Tvær mjmdir eftir Bela Bartok (1881— 1945) og Dansar frá Galente eftir Zoltán Kodalý (fæddur 1882). Þessir Ungveijar söfnuðu báðir ungverskum þjóðsöngvum'af mik- illi ástríðu auk þess að semja tón- list. Þeir voru miklir vinir og Bart- ok samdi t.d. tónlist, sem var til- einkuð Kodalý. Davíð Oddsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Borgarstjón fundar í Breiðholti í kvöld DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri mætir í kvöld á almennan borg- arafund með Breiðhyltingum í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Þar mun borgarstjóri ræða mál- efni Breiðholts og borgarmálin, auk Einleikaramir með hljómsveit- inni á tónleikunum eru allir leið- andi í hljómsveitinni, hver í sinni rödd; Kristján Þ. Stephensen á óbó, Einar Jóhannesson á klarín- ett, Joseph Ognibene á hom og Hans P. Franzson á fagott. Auk þess að leika með Sinfóníuhljóm- •sveitinni em þeir allir löngu lands- kunnir sein einleikarar og sem flytjendur kammertónlistar. Eins og áður hefur komið fram, er hljómsveitarstjórinn, Thomas Koncz, Ungveiji. Hann er á 38. aldursári og stundaði nám í tón- skáldafræðum og hljómsveitar- stjóm í Búdapest og Vínarborg. Frá 1974—1980 var hann stjóm- andi í Ungversku ríkisóperunni í Búdapest en er nú aðalstjómandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bod- ensee í Þýskalandi. Hann hefur einnig stjómað nokkmm stómm hljómsveitum í Evrópu. Auk áskriftartónleikanna verða haldnir nk. laugardag kl. 14.30 í Háskólabíói tónleikar með rússn- Thomas Koncz, stjómandi á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar nk. fimmtudagskvöld. eska bassasöngvaranum Paata Burchuladze, en eins og kunnugt er veiktist hann hér á landi í síðustu viku, er hann kom til tón- leikahalds. Hann mun einnig syngja á tónleikum á vegum Tón- listarfélagsins í Háskólabíói kl. 19.15 ámiðvikudagþann 17. þ.m. (Fréttatilkynning) þess sem hann svarar fyrirspumum fundargesta. Auk hans mætir Víl- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborg- ar, á fundinn. Fyrir fundinum standa sjálfstæð- isfélögin í Breiðholti. Fundurinn hefst kl. 20.30. JC og Bylgjan safna fyrir Heilavernd JC Á íslandi og útvarpsstöðin Bylgjan gangast fyrir fjársöfn- un til styrktar Heilavernd dagana 19. og 20. febrúar næstkom- andi. Gengið verður í hús eða fjrrirtæki, eftir því sem hvert JC félag ákveður, og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á því að „kaupa sér lag“ í sérstökum þáttum. Félagið Heilavemd er félags- til styrktar Heilavemd, er mjög skapur til styrktar baráttunni gegn arfgengri heilablæðingu, en í dag teljast 250-300 íslend- ingar til áhættuhóps hvað sjúk- dóm þennan varðar og þegar hafa 200-300 manns látist af hans völdum. Að sögn Vilhjálms Þórs Vil- hjálmssonar, formanns nefndar brýnt að afla fjár handa Heila- vemd, því ijárskortur hafi haml- að rannsóknum á arfgengri heilablæðingu og tilfínnanlegur skortur sé á tækjabúnaði. Þeir sem vilja styrkja málefnið geta greitt inn á bankareikning nr. 1195 við Sparisjóð vélstjóra í Síðumúla, reikningsnúmer 41000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.