Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 53^* ÓLYMPÍULEIKARNIR í CALGARY Sovétmenn sakaðir um endurgjöf á eigin blóði Sovéska landsliðið hefur náð ótrúlegum árangri í fyrstu tveimur skíðagöngunum HÁVÆRAR raddir hafa verið uppi í Calgary um að sovéska skíðagönguliðið hafi notað „biood dope" eða endurgjöf á eigin blóði fyrir göngu- keppnina. Árangur þeirra í göngunni hefur komið mjög á óvart og neita margir að trúa því að liðið gœti náð þessum árangri. Þjálfari kanadíska landsliðsins fullyrðir að Sov- ótmenn hafi gert þetta fyrir keppnina. Marty Hall, þjálfari kanadíska göngulandsliðs- ins, segir að árangur sovéska liðs- ins sé ekki raunhæfur. „Þetta getur ekki staðist að liðið nái þess- um árangri un'dir vei\julegum kringumstæðum. Ég veit að það á eftir að koma sér illa fyrir mig að vera með þessar yfírlýsingar, en ég get bara ekki orða bundist.“ Hall sagðist aðspurður ekki geta sannað að Sovétmenn hafi gert þetta en segir að það sé óeðligt að þeir hafi náð að sýna svo mikla yfirburði í fyrstu tveimur göngu- greinunum. Sovésku konumar voru f fjórum af fimm efstu sætunum í 10 km göngunni og karlamir í þremur af fjórum fyrstu sætunum í 30 km göngunni. Alexei Prokurorov, sem sigraði f 30 km göngunni, varð aðeins í 62. sæti í heims- bikamum á síðasta ári og var nú að keppa í fyrsta sinn á Olympíu- leikum. Endurgjöf á eigin blóði, sem er bannað, fer þannig fram, að tek- inn er t.d. einn Ifter af blóði úr viðkomandi mánuði fyrir keppni og það geymt í kæli þar til rétt fyrir keppni að þessu aukablóði er aftur dælt í viðkomandi. Með þessu fá vöðvamir aukið súrefni og þolið verður meira. Ekki er gott að sanna þetta og má segja að það sé veikleiki í lyfjaeftirlit- inu. Finnskir langhlauparar vom sakaðir um að gera þetta fyrir nokkmm árum og hafa nokkrir hlauparar viðurkennt það. Vitaly Smimov, sem á sæti f Al- þjóða Ólympfunefndinni, sagði í samtali við fréttamenn um málið. „Auðvitað kom þessi árangur so- véska liðsins á óvart en það er ekki sanngjamt að saka Sovét- menn um slíkt athæfi. Það er rangt af kanadiska þjálfaranum að fullyrða nokkuð um þetta. Ég held að honum væri nær að ein- Reuter Árangur Sovétmanna f skfðagöngunni á ólympíuleikunum hefur vakið mikla athygli. Kanadfski landsliðsþjálfarinn fullyrðir að sovéska gönguliðið hafi notað endurgjöf eigin blóðs fyrir keppnina. Á myndinni eru Sovésku göngu- mennimir Vladimir Smimov og Alexei Prokourorov sem unnu gull- og siifur- verðlaun i 30 km göngu. beita sér að því ná betri árangri að vera með svona yfirlýsingar f með kanadíska liðið f stað þess garð bestu fþróttamanna heims." Reuter Plrmin bestur! Plrmln Zurbrlggnn hafði ástæðu til að brosa f gær eftir að hann náði besta tímanum í tvfkeppnisbruninu. Hann á því góða möguleika á að vinna önnur gullverðlaun sfn f dag. Á minni myndinni er hann ásamt unnustu sinni, Moniku Julen. Zurbríggen meðgóða forystu í alpa- tvíkeppninni - náði besta tímanum í bruninu í gær Zurbriggen fór brautina, sem var ekki eins löng og brunið á mánudaginn, & 1.46,90 mínútum. Hann var 0,48 sekúndum á undan Frakkanum Franck Piccard sem vann bronsverðlaunin í bruninu. Felix Belczyk frá Kanada varð þriðji tæplega einni sekúndu á eftir Pic- card. Forskot Pirmins er það mikið að hann verður að teljast nokkuð sigurstranglegur þar sem hann er talinn betri svigmaður en þeir sem næstir honum komu í bruninu. Steven Lee frá Astralíu náði þriðja besta tímanum en var dæmur úr leik þar sem hann sleppti hliði. Marc Girardelli, sem talinn var helsti keppinautur Pirmins, gat ekki tekið þátt í tvíkeppninni vegna ol- bogameiðsla sem hann hlaut á æf- ingu fyrr 1 vikunni. Austurríkismenn hafa ávallt verið í fremstu röð í tvíkeppninni, en í bruninu f gær tókst þeim ekki vel upp og áttu aðeins 2 keppendur af fyrstu 12. Urslit í bruninu (tvíkeppni) í gær voru þessi: Pirmin Zurbriggen, Sviss 1:46.90 Franck Piccard, Frakklandi 1:47.38 Felix Belczyk, Kanada 1:48.24 Peter Duerr, V-Þýskalandi 1:48.30 Hubert Strolz, Austurriki 1:48.61 Christophe Ple, Frakklandi 1:49.06 Hannes Zehentner, V-Þýskalandi 1:49.16 MarkusWasmeier, V-Þýskalandi 1:49.32 Lars Böije Eriksson, Svíþjóð 1:49.62 PIRMIN Zurbriggen, sem sigr- aði í bruni karla ð mánudaginn, hefur forystu í alpatvfkeppninni eftir bruniö sem fram fór f g»r. Hann náöi þar basta brautartfmanum og veröur aö teljast siguratranglegastur í tvfkeppninni ef honum veröur ekki á mistök f sviginu sem fram fer f dag. 1 i Calgary Souét- menn með fullt hús Tékkarunnu Bandaríkjamenn í ísknattleiknum SOVÉTMENN hafa fuilt hús f B-riðli, ásamt Vestur-Þjóðverj- um, eftir tvo ieiki og verða aö teljast sigurstranglegir f ísknattleiknum. Þeir hafa skor- að 13 mörk en f engið á sig aöeins eitt mark. I fyrrakvöld unnu þeir Austurrfklsmenn 8:1, eftir aö hafa unnið Norömenn í fyrsta leik 5:0. ' Sovétmenn höfðu mikla yfir- burði gegn Austurríkismönn- um. Þeir gerðu þrjú mörk gegn einu f fysta leikhluta og annan ieikhluta unnu þeir 5:0 og sfðan í þriðja leik- hluta héldu þeir jöfnu, 0:0. Sovét- menri hafa 4 stig eins og Vestur- Þjóðvetjar sem unnu Norðmenn 7:3. Tékkar náðu að sigra Bandaríkja- menn, 7:5, eftir að hafa verið undir 1:8 f fyrsta leikhluta í fyrrakvöld og eygja því möguleika á að kom- ast í úrslitakeppnina. Tékkar töp- uðu fyrsta leiknum gegn Vestur- í>jóðveijum en náðu loks að sýna sínar bestu hliðar. Keppt er í tveimur riðlum og fara þijú lið úr hvorum riðli áfram í úrslitakeppnina. Staðan í B-riðli er þessi: Sovétrlkin 2 2 0 0 13:1 4 Vestur-Þýgkaland 2 2 0 0 9:4 4 . Bandarfkin 2 10 1 16:13 2 Tékkóalévakla 2 10 1 8:7 2 Noregur 2 0 0 2 3:12 0 Austurrlki 2 0 0 2 7:18 0 I gærkvöldi gerðu Pólverjar og Svíar jafhtelfí, 1:1, í A-riðli. Téklclnn Jlrl Hardlna sést hér fagna marki gegn Bandaríkjamönn- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.