Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 25 Bretland: Bifreið springnr nærri bústað forsætisráðherra Lundúnum, Reuter. MAÐUR lést í fyrrinótt er bif- reið hans sprakk í loft upp skammt frá lögreglugirðingu er lokar Downing-stræti en við það er bústaður Margaretar Thatcher forsætisráðherra Breta. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Lögreglan álítur, að maðurinn hafi framið sjálfsmorð með því að hella yfír sig bensíni og bera að eld, þar sem hann sat í bifreið sinni skammt frá bústað forsætisráð- herrans. ílát undan bensíni fund- ust í braki bifreiðarinnar. Að sögn lögreglunnar voru at- vik þau að maðurinn lagði bifreið- inni framan við Downing-stræti um kiukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags, skömmu síðar blossaði upp eldur í bílnum. Forsætisráðherra var í fastasvefni er atvikið átti sér stað og varð ekki vör við eldinn. Ekki er talið að maðurinn hafí ætlað að gera Thateher mein. Margaret Thatcher hefur einu sinni verið hætt komin vegna hryðjuverka frá því að hún tók við embætti forsætisráðherra árið 1979. Var það árið 1984 þegar sprengja sprakk á hóteli í Brighton þar sem margir af ráðherrum Bretlands voru staddir. írski lýð- veldisherinn lýsti ábyrgð á hendur sér en alls iétu fímm lífíð í spreng- ingunni. Reuter Lögreglumaður breiðir yfir bifreiðina sem sprakk fyrir utan bústað Margaretar Thatchers forsætisráð- herra, Downing-stræti í Lundúnum í gær. Aquino forseti Filipiseyja: Segir fásinnu að grípatil neyðarlaga Hvalveiðar Japana í vísindaskyni: Kæran til Reagans forseta hefur takmörkuð áhrif Alþjóða hvalveiðiráðið ályktar gegn áætlun Japana ALÞJÓÐA hvalveiðiráðið hefur samþykkt að hvetja Japani til að draga til baka áætlun um hval- veiðar í suðurhöfum í vísinda- skyni. Niðurstaða bréflegrar at- kvæðagreiðslu þar að lútandi var birt í gær. William Verity, við- skiptaráðherra Bandarikjanna, hefur lagt fram formlega stað- festingarkæru á hendur Japön- um vegna vísindaáætlunar þeirra og hefur Ronald Reagan Banda- rílyaforseti 60 daga tU að ákveða hvemig bregðast skuli við hrefnuveiðum Japana, sem eru nýhafnar við suðurskautið. Tals- maður bandaríska viðskipta- ráðuneytisins sagði i samtali við blaðmann Morgunblaðsins að þessi ákvörðun WiUiams Veritys hefði engin sjáanleg áhrif á af- stöðu stjórnvalda til viðræðna við fuUtrúa íslendinga um hvalveið- ar og breytingar á starfsháttum visindanefndar Alþjóða hvalveið- iráðsins. Talsmaðurinn, Brian Gorman, sagði William Verity hafa lagt kær- una fram á þeim forsendum að veiðar Japana drægju úr áhrifa- mætti vemdunaraðgerða Alþjóða hvalveiðiráðsins. Kvað talsmaður- inn bandaríska viðskiptaráðherrann enn ekki hafa kynnt með formleg- um hætti tillögu um bann við inn- flutningi á sjávarafurðum frá Japan til Bandaríkjanna. Hins vegar hefðu tvenn lagaákvæði orðið virk er stað- festingarkæran var lögð fram. Ann- ars vegar væri um að ræða Pack- wood-Magnuson-lögin sem skyld- uðu stjómvöld í Bandaríkjunum til að takmarka fískveiðiheimildir Jap- ana innan 200 mflna lögsögu Bandaríkjanna og hins vegar Pelly- lögin svonefndu sem heimiluðu stjómvöldum að grípa til efnahags- þvingana gegn þeim ríkjum sem ekki virða samþykktir alþjóðlegra vemdunarsamtaka. Talsmaðurinn benti á að Japanir stunduðu um þessar mundir ekki veiðar innan bandarískrar lögsögu þannig að fyrmefnda ákvæðið hefði augljóslega einungis pólitísk áhrif. Varðandi refsiaðgerðir gegn Japön- um sagði Gorman það vera undir Bandaríkjaforseta komið hvort gripið yrði til þeirra. Minnti hann á að Bandaríkjamenn hefðu sjö sinnum íhugað að leggja fram stað- festingarkæru og beita Pelly- ákvæðinu gegn tilteknum þjóðum m.a. íslendingum en til þess hefði aldrei komið þar eð viðkomandi ríki hefðu gripið til fullnægjandi ráð- stafana að mati bandarískra ráða- manna. Engir fundir með Japönum Brian G'orman sagði að ekki væm ráðgerðir fundir með japönsk- um embættisniönnum vegna veiða Japana í vísindaskyni en hann kvaðst búast við að óformlegar við- ræður ættu sér stað innan þeirra tímamarka sem Bandaríkjaforseta em sett til að ákvarða framhald málsins. Ákveði forsetinn að setja ekki á innflutningsbann þarf hann að skýra sjónarmið sín á Banda- ríkjaþingi. Á síðasta ári fluttu Bandaríkjamenn út fiskafurðir til Japans fyrir um einn milljarð Bandaríkjadala (um 37 milljarða fsl. kr.). Frá Japan keyptu Banda- ríkjamenn hins vegar sjávarafurðir að verðmæti um 500 milljónir dala (rúmir 18 milljarðar ísl kr.). Aðspurður sagði Gorman að hvalveiðar Japana og íslendinga í vísindaskyni væm vissulega tengd mál en þó mjög ólík. „Hér er um ólík ríki að ræða og áætlanir þeirra em ósambærilegar. Ég fæ því ekki séð að staðfestingarkæran sem lögð hefur verið fram á hendur Japönum snerti beint viðræður íslenskra og bandarískra ráðamanna," sagði Brian Gorman að lokum. Manila. Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, sagði það fásinnu að ætla að grípa til herlaga í barátt- unni gegn skæruliðum kommún- ista. Yfirmenn í stjórnarhernum hafa hvatt til að neyðarlög verði sett en þing landsins lýsti and- stöðu sinni við slíkar ráðagerðir í fyrradag. Leiðtogar hersins reyndu í gær að gera lítið úr ósk sinni um setn- ingu herlaga. Honesto Isleta hers- höfðingi, annar æðsti maður herafl- ans, sagði að einungis væri farið fram á takmarkaða lagaheimild til þess að bijóta skæmliða á bak aft- ur, s.s. heimild til að handtaka menn, sem gmnaðir væm um aðild að samtökum skæmliða og halda þeim án ákæm. Fidel Ramos, vam- armálaráðherra, vísaði á bug að herinn væri að biðja um neyðarlög. Ferdinand Marcos, fyrmrn forseti, Corazon Aquino beitti herlögum um 14 ára skeið með þeim afleiðingum að skæmlið- um óx ásmegin. A þeim tíma fjölg- aði skæmliðum úr nokkrum hundr- uðum í 16 þúsund. Talið er að nú séu þeir 25 þúsund. Reuter Eldur ísovésku vísindaakademíunni Eldur kviknaði i sovésku vísindaakademiunni í Leningrad á sunnudag og logaði langt fram á að- fararnótt mánudags. Á myndinni má sjá slökkviliðsmenn að störfum. Fryst grænmetí SJÖ TEGUNDIR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.