Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
45
Einar G. Sturlaugs-
son - Kveðjuorð
Þegar mér var tilkynnt að ekki
væri hægt að vekja bróður minn
og sennilega vaknaði hann ekki
aftur, trúði ég því ekki. Það gat
bara ekki verið, hann hlaut að liggja
í dái og vakna aftur eftir nokkra
daga. En hann var í raun dáinn og
ég sem átti eftir að segja honum
leyndarmál, já, leyndarmál sem ég
komst að er ég dvaldi hjá honum
kvöldinu áður að var honum svo
mikið hjartansmál. Þá ákvað ég að
heimsækja hann næsta kvöld og
segja honum leyndarmálið, því ég
vissi að það myndi gleðja hann svo
mikið og engin hætta var á að hann
segði frá, því enginn var traustari
en hann. En það var því miður of
seint.
Mér er það svo minnisstætt að
þetta síðasta kvöld sem ég dvaldi
hjá Einari var ég í hvítum og bláum
kjól sem ég var nýbúin að fá mér.
Er ég fór úr kápunni og Einar sá
kjólinn, sagði hann: „Hanna, hvar
fékkstu þennan kjól?“ Ég svaraði
honum því og spurði um leið: „Hvað,
fínnst þér hann ljótur?" Ég var því
nefnilega alvön að bróður mínum
fyndist ég oft vera furðuleg til fara.
Og hann sagði þá oftast: „í hverju
ertu eiginlega?" En í þetta sinn
sagði hann: „Nei, Hanna, mér finnst
þú vera svo fín, þetta klæðir þig
svo vel.“ Þessi ummæli bróður míns
glöddu hjarta mitt svo að nú er
kjóllinn mín uppáhaldsflík.
Fæddur 24. maí 1971
Dáinn 31. janúar 1988
Mánudagurinn fyrsti febrúar
1988 verður greyptur í hugskot
okkar sem dagur mikillar sorgar.
Þá bárust okkur þær hörmulegu
fréttir að félagi okkar, Þorsteinn
Ívarsson, hefði látist daginn áður í
snjóflóði.
Þorsteinn var með ákveðnar hug-
myndir um framtíð sína og skyggði
þar ekkert á. Hann var staðfastur,
áreiðanlegur, hónum var ávallt
hægt að treysta til fullnustu og var
hann ætíð reiðubúinn að rétta félög-
um sínum hjálparhönd. Hann var
hnyttinn í orði, var ávallt hress og
kátur og sá yfírleitt skoplegu hlið-
amar á málunum. í kunningjahópi
var hann oft hrókur alls fagnaðar
og virtist sem alvarleiki ætti ekki
upp á pállborðið hjá honum, en við
sem þekktum hann betur vissum
að baki glaðværðinni bjó alvarlegri
hugsun. Vissulega vantar nú mikið
þegar einn er horfínn úr hópnum.
Við söknum Steina.
Finnbogi, Rúnar, Ilafliði og
Knútur.
Kveðja frá Iðnnemasam-
bandi íslands
Þann.l. febrúar bárust okkur þau
sorglegu tíðindi að Þorsteinn félagi
okkar hefði látið lífíð með svipleg-
um hætti. Við kynntumst Þorsteini
fyrst í haust þar sem hann sat sitt
fyrsta þing INSÍ fyrir Iðnnemafélag
Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Hann vakti mikla athygli með
skörulegum málflutningi og
skemmtilegri framkomu. A þessu
þingi var hann ásamt Þórði bróður
sínum fenginn til starfa í stjóm
sambandsins. Þótt Þorsteinn sé nú
fallinn frá mun minningin um góðan
félaga lifa innan Iðnnemasam-
bandsins.
„Ó hve létt er þitt skóhljóð
og hve lengi ég beið þín
það er vor-hret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjömu,
eina stjömu sem skín,
og nú loks ertu kominn
þú ert kominn til mín.
Mikið höfðum við rabbað saman.
og gantast. Stundum sagði ég við
hann: „Er ég ekki besti ættingi
þinn?“ Hann svaraði því yfirleitt
þannig til að við ættingjar hans
værum öll svo góð að hann gæti
ekki gert upp á milli okkar. Þannig
var hann. Hann hafði svo hlýtt og
gott hjarta að hann gat engan sært,
með því að taka einn fram yfír
annan.
Einar gleypti í sig alla þá visku
sem hann gat mögulega náð sér í,
enda fannst mér mjög gott að leita
til hans ef mig vantaði að vita eitt
og annað. Hjá honum stóð aldrei á
svari, það var sama hvort spuming-
in var tengd fræðum, fréttum, tóm-
stundum eða öðru. Mér fannst hann
vita allt milli himins og jarðar.
Stundum skorti hann aðeins reynsl-
una, sem hann gat oft og tíðum
ekki hlotið vegna fötlunar sinnar.
Þó svo að Einar berðist við vöðva-
rýmunarsjúkdóm alla sína ævi, sem
smám saman dró meir og meir af
honum, þá er ekki á nokkum hátt
hægt að líta á dauða hans sem líkn,
því fáir vom eins lífsglaðir og hann
var. Ég get enn heyrt hans sérstaka
og smitandi hlátur klingja fyrir
eyrum mér.
Bróðir minn hafði mikið og gott
skap, sem hann kunni að stjóma
og nýta sér á réttan hátt. Það nýtt-
ist honum mjög vel í baráttunni við
sjúkdóminn og þær hömlur sem
Það em erfíðir tímar
það er atvinnuþref
ég hef ekkert að bjóða
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og lif mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
og á morgun skín maísól, <
Það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einingarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands."
(Maístjaman. Halldór Lajcness.)
Iðnnemasamband íslands sendir
fjölskyldu Þorsteins innilegar sam-
úðarkveðjur.
honum fylgdu. Hann heyrði ég aldr-
ei kvarta nema síður væri. Ég man
það ætíð svo vel er hann var u.þ.b.
10 ára gamall. Þá kom til okkar
kona og sagði svo Einar heyrði: „Æ,
auminginn, getur hann ekkert
gengið?" Ég hafði ekki komið neinu
svari við þessari spumingu, þar sem
bróðir minn var svo snöggur til
svars og sagði: „Það á ekki að vera
að vorkenna mér, því það er marg-
ur sem hefur það miklu verra en
ég, bæði þroskaheftir, heymarlaus-
ir, blindir, geðveikir og margt fleira
fólk.“
Já, ég á svo sannarlega ógrynni
af mjög góðum minningum um
minn elskulega bróður, sem hafði
svo mikinn og sterkan persónuleika,
sem skilur svo mikið eftir sig. Án
nokkurs efa var hann heimsins besti
bróðir og vinur.
Megi allar góðar vættir vaka yfír
mínum ástkæra bróður.
Jóhanna Þ. Sturlaugsdóttir
Góðar stundir
með MS sam-
lokum -hvar
og hvenær
sem er. l
Mjólkursamsalan
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og virðingu við andlát og útför
BENEDIKTS JÓNSSONAR,
Aðalbóll.
F.h. vandamanna,
Jón Benediktsson,
Aðalbjörn Benediktsson, Guðrún Benediktsdóttir.
Þorsteinn ívars-
son - Kveðjuorð
t
Bróðir okkar,
STEFÁN STEFÁNSSON
frá VíkíMýrdal,
lést í elliheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, aðfaranótt 15. febrúar.
Jarðarför hans verður frá Víkurkirkju laugardaginn 20. febrúar kl.
14.00.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna.
Málfrfður Helgadóttir,
Eyrún Helgadóttir,
Einar Helgason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ESTER KRISTJANA SÆMUNDSDÓTTIR,
Ásbraut 17,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. febrúar kl.
15.00.
Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Krabbameins-
félagið njóta þess.
Börn hinna látnu.
t
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
fráfalls og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR JÓSEFSSONAR,
Hátúni 4.
Kristín Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Óskar Þ. Sigurðsson,
Þóra Björgvinsdóttir, Jón Haraldsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Þelamörk 26,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grensásdeildar Borgarspítalans.
Björgvin S. Gunnarsson,
Þórhildur I. Gunnarsdóttir,
Sigurrós G. Gunnarsdóttir,
Ingibjörg D. Gunnarsdóttir,
Guðrún Erla Gunnarsdóttir,
Guðný S. Gunnarsdóttir
Helga B. Björnsdóttir,
Þorvaröur I. Vilhjálmsson,
Sigvaldi Ingimundarson,
Dagbjartur R. Sveinsson,
Friðrik H. Ólafsson,
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
VILBORGAR ÍVARSDÓTTUR,
Furugerði 1.
Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á deild 14G Land-
spítalanum.
Leifur Björnsson, Kristin Sigurjónsdóttir,
Sigrún Björnsdóttir, Helgi Hallgrímsson,
Hreinn Björnsson, Margrét Pálmadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og
útför móður okkar,
ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR
frá Villingavatni. -
Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á Sólvangi fyrir góða
umönnun á undanförnum árum.
Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Magnús Þorgeirsson,
Sæmundur Helgason, Ingibjörg Þorleifsdóttir
og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hjálpsemi við andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIGERÐAR LOFTSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á Droplaugarstöðum fyrir
elskulega hjálpsemi og hjúkrun við hina látnu.
Hörður Óskarsson, Þorbjörg Sigtryggsdóttir,
Ingveldur Óskarsdóttir, Eínar Sveinsson,
Jón Óskarsson, Katrfn Marteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.