Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 13

Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 13
fHorgtwftkiftÍfr /ÍÞRÓTT7R ÞRHXJTJDAGUR 19. APRÍL 1988 B 13 KNATTSPYRNA / SKOTLAND Ceftic þarf eitt stig Celtic tókst ekki að tryggja sér skoska meistaratitilinn um helgina, tapaði 2:1 á útivelli gegn Hearts, og þarf því enn eitt stig til ^■■1 að sigra f 35. sinn i Frá Bob deildinni. Celtic Hennessy hafði leikið 31 leik /Englandi j rgg 4n taps, en Hearts hefndi ófaranna í undanúrslitum bikar- ÍTALÍA keppninnar og sigraði nú með sömu markatölu. Mike Galloway og Gary McKay, fyrirliði, gerðu mörk heima- manna, en Mark McGhee, sem hef- ur skorað í öllum innbyrðis leikjum liðanna í vetur, minnkaði muninn 15 mínútum fyrir leikslok. Rangers og Hibemian gerðu 1:1 jafntefli að viðstöddum rúmlega 32 þúsund áhorfendum. Rangers hefur enga möguleika á að veija titilinn og í liðið vantaði sjö af fastamönn- unum auk þess sem sá sjöundi fór meiddur af velli. Steve Ferguson gerði mark heimamanna, en Paul Kane skoraði fyrir Hibs. Aberdeen vann Morton 2:0 á úti- velli. Charlie Nicholas, maður leiks- ins, setti fyrra markið og Ian Porteous það seinna. ' ' Reuter lan Rush og félgar hans f Juventus höfðu betur í viðureigninni við Mardona og felaga um helgina. Rush náði að skora gott mark í 3:1 sigri Juventus á Napólí. Mflanó ógnar nú veldi meistaranna Juventus vann auðveldan sigur á Napólí EFTIR að Juventus sigraði Nap- ólí 3-1 á sunnudaginn og Mflanó vann Roma hefur mun- urinn á efstu liðunum, Napólí og Mflanó, minnkað í tvö stig. Juventus átti stórkostlegan leik á heimavelli gegn Napólí. Juve varð að fullnýta krafta sína til að verða ekki útilokað frá Evrópu- keppni á næsta ári og Napólí hefur oft leikið betur. Mark- tækifærin voru ótal mörg og leikurinn með þeim skemmtilegri sem leiknir hafa verið í Tórínó, heimahorg Juve, á þessu leikári. Á 19. mínútu skor- aði Cabrini fyrsta markið. í upp- hafi síðari hálfleiks hefði Juve átt að skora annað mark er Cabrini átti gott skot að marki eftir send- ingu frá Rush. Á 67. mínútu gaf Mauro á De Agostini sem gaf síðan á Rush og breski leikmaðurinn gerði skemmtilegt mark. Á 73. mínútu felldi Ferrara danska leikmanninn Laudrup innan við vítateig. De Agostini skoraði örugglega úr víta- spymunni sem dæmd var í kjölfar- ið. Napólí-menn tóku svo loks við sér á 83. mínútu og með stórglæsi- legri sókn. Mikil þvaga var fyrir framan mark Juve en Maradona einlék í gegn eins og honum einum er lagið, gaf á Careca sem skoraði skemmtilega. Cabrlnl, fyrirliði Juventus, skoraði fyrsta markið gegn Napólf. Mílanó með tvö stlg fró Róm Leikur Mílanó og Roma fór fram í Róm og hóf Mflanó skemmtilegar sóknir strax í upphafi leiksins. Fyrsta markið var þó ekki skorað fyrr en á 25. mínútu en það gerði Virdis með skalla. Stuttu sfðar sól- aði Massaro fram að marki Roma og blekkti Tancredi, markvörð, og skoraði annað markið fyrir Mílanó. Jafnt hjá Ascoli og Sampdorla Samp>doria lék ákveðið til sigurs gegn Ascoli, þó niðurstaðan yrði önnur. Nokkur góð tækifæri voru f fyrri hálfleik, en ekkert þeirra nýttist. í upphafi seinni hálfleiks fékk Ascoli aukaspjmu, Scarafoni fékk boltann og kom honum í mark andstæðinganna. Branca jafnaði síðan þegar þijár mínútur voru til leiksloka og voru flestir sáttir.við jafnteflið. Lótthjálnter Inter hitaði vel upp fyrir heimaleik- inn gegn Mílanó næsta sunnudag með sigri gegn Fiorentina. Á 2. mínútu seinni hálfleiks skoraði Bin- audo fyrir Inter. Landucci mark- vörður ætlaði að veija homspymu sem stefndi í átt að marki hans, fór út úr markinu, en Binaudo náði knettinum á undan honum og skor- aði skemmtilega. Ciocci skoraði annað mark ínter og einnig hið þriðja eftir að hafa fengið góða sendingu frá félaga sínum Serena. Colantuono skoraði mark Avellino í leiknum gegn Pescara á 7. mínútu. Pescara jafnaði á 27. mínútu með marki sem Berlinghieri skoraði. Giunta setti fyrra mark Como á 2. mínútu á heimavelli gegn Cesena. Á 24. mfnútu seinni hálfleiks bætti Borgonovo öðm marki við eftir að hafa fengið sendingu frá Giunta. ■ Úrsllt/B14 ■ Staðan/B14 Frá Brynju Tomerá /talíu ‘ Atli Eðvaldsson lék að nýju með Uerdingen og átti ágætan leik VERDER Bremen er nú á góðri leið með að tryggja sér vestur- þýska meistaratitilinn í knatt- spyrnu eftir sigur & Homburg um helgina. Á sama tíma tap- aði Bayer Munchen, sem er í öðru sæti, óvænt fyrir Honno- ver og er sex stigum á eftir Bremen. Atli Eðvaldsson lék að nýju með Uerdingen og stóð sig vel. Ásgeir Sigrvinsson meiddist og fór útaf í leik gegn Schalke. Werder Bremen, sem féll út úr þýsku bikarkeppninni í síðustu viku, átti ekki í vandræðum með að leggja botnliðið, Homburg 3:0, á heimavelli sínum. Mörk Brem- en gerðu Frank Neubarth, Gunnar Sauer og Karl Heinz Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni i Þýskalandi Riedle. Bayem tapaðl Meistarar Bayem Múnchen máttu þola tap gegn Hannover á útivelli, 2:1. Hans Pflúgler náði forystunni fyrir Bayem strax á fimmtu mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Hobday jafnaði í upphafi seinni hálfleiks og Gregor Grillemeier gerði svo út um vonir Bayem er hann skoraði sigurmark Hannover 13 mínútum fyrir leikslok. Atli lák aftur með Uerdingen Atli Eðvaldsson lék að nýju með Bayer Uerdingen og átti góðan leik í vöminni. Liðið gerði jafntefli, 1:1, gegn HSV á heimavelli. Svínn Prytz skoraði mark Uerdingen á 24. mínútu úr víti, en Bein jafnaði fyr- ir HSV rétt fyrir leikhlé. Fyrsta deildartap Stuttgart á árinu Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Stuttgart fengu heldur betur skell gegn næst neðsta liði deildarinnar, Schalke. Stuttgart átti aldrei möguleika og lá undir 3:0 eftir aðeins 19 mínútna leik. Mark Stuttgart gerði Buchwald um miðj- an síðari hálfleik. Lokastaðan 5:1 og var þetta fyrsta _tap Stuttgart í seinni umferðinni. Ásgeir náði sér ekki á strik frekar en félagar hans, varð að yfírgefa leikvöllinn vegna nárameiðsla í seinni hálfleik. PORTUGAL Góð upphitun hjá Benfica Benfica, án Rui Aguas og Mats Magnusson sem eru meiddir, átti ekki í erfiðleikum með Espinho um helgina og vann 5:1. Chiquinho kom meistumnum á bragðið með skallamarki og Mozer bætti öðm við fyrir hlé eftir aukaspymu frá Diamantino, en gestimir minnkuðu muninn skömmu síðar. Mozer, Portela og Wando gulltryggðu síðan sigurinn í seinni hálfleik og lofar leikurinn góðu fyrir seinni leikinn gegn Steaua Búkarest í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða á morgun, en þá verða Aguas og Magnusson að öllum líkindum með. Ursllt/B14 Staðan/B14 Atli Eðvaldsson lék vel með Uerdingen gegn HSV um helgina. Hann er hér fyrir miðju í leik fyrr í vetur. Stuttgart fékk skell KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.