Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 16
Lokahóf handknattleiksmanna: Þau sköruðu fram úr Handknattleiksfólkið sem heiðrað var ( lokahófí 1. deildarfélaganna í Broadway á fostudagskvöldið. í aftari röð eru, frá vinstri: Ragnheiður Stephensen, Stjömunni, efnilegasti leikmaður 1. deildar kvenna, Heimir Ríkharðsson, sem tók við viðurkenningu fyrir ' handknattleiksdeild Fram, en hún var heiðruð fyrir gott unglingastarf, Einar Þorvarðarson, Val, besti markvörðurinn, Sigurður Gunnarsson, Víkingi, besti sóknarleikmaðurinn, Olafur Haraldsson og Stefán Amaldsson, KA, sem útnefndir voru bestu dómaram- ir, Viggó Sigurðsson, FH, þjálfari ársins og Héðinn Gilsson, FH, efnilegasti leikmaðurinn. í fremri röð em, frá vinstri: Ema Lúðvíksdóttir, Val, besti vamarleikmaður í 1. deild kvenna, Guðríður Guðjónsdóttir, Fram, besti sóknarleikmaðurinn — þá koma þau sem útnefnd voru leikmenn ársins: Kolbrún Jóhannsdóttir, sem að sjálfsögðu ber einnig titilinn besti markvörður 1. deildar kvenna, og Þorgils Óttar Mathiesen. Lengst til hægri er Geir Sveinsson, besti vamarmaðurinn. Þorglls Óttar Mathlasan, fyrirliði FH og landsliðsins, fagnar með tilþrifum eftir að hafa tekið við bikamum sem fylgir nafnbót- inni handknattleiksmaður ársins í vetur. Þorgils og Kolbrún best ÞORGILS Óttar Mathiesen, FH, og Kolbrún Jóhannsdóttir, v markvörður úr Fram, voru út- nefnd bestu handknattleiks- menn vetrarins, á lokahófi 1. deildarfélaganna í veitingahús- inu Broadway á föstudags- kvöldið. Margir hlutu viðurkenningar auk þeirra Þorgils og Kol- brúnar. Sigurður Gunnarsson, Víkingi, fékk gullbolta frá Adidas fyrir að verða markakóngur 1. deildar og var hann einnig kjörinn besti sóknarleikmaður 1. deildar. í kvennaílokki hlaut Guðríður Guð- jónsdóttir, Fram, það sæmdarheiti. Bestu vamarmenn voru kjörin Ema Lúðvíksdóttir og Geir Sveinsson, bæði úr Val, bestu markverðir Ein- ar Þorvarðarson, Val, og Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram. Þjálfarar 1. deildarfélaganna í karlaflokki kusu besta þjálfarann og hlaut Viggó Sigurðsson, FH, það sæmdarheiti. Bestu dómar^rnir voru kjömir Stefán Haraldsson og Ólafur Haraldsson frá Akureyri, annað árið í röð. Efnilegustu leik- mennimir voru kjörin Héðinn Gils- son, FH, og Ragnheiður Stephen- sen, Stjömunni. Þá hlaut handknattleiksdeild Fram sérstaka viðurkenningu fyrir frá- bært unglingastarf. Best! Kolbrún Jóhannsdóttir, markvörður Fram og landsliðsins, var kjörin besta handknattleikskona ársins af leik- mönnum annað árið í röð. Kolbrún, sem er hér að ofan, er traustasti hlekk- urinn ( Fram-liðinu, sem hefur átt gífurlegri veigengni að fagna undan- farin ár. Hér til hægri eru Ólafur Haraldsson og Stefán Amaldsson frá Akureyri, sem kjömir voru bestu dóm- arar annað árið í röð, og vinstra meg- in em FH-þrenningin sem fagnaði hvað mest: Viggó Sigurðsson, sem þjálfarar í deildinni kusu þjálfara árs- ins, Þorgils Óttar Mathiesen, leikmað- ur ársins, og Héðinn Gilsson, sem lq'ör- inn var efnilegasti Ieikmaðurinn. GETRAUNIR: 12 2 X11 111 21X LOTTO: 3 11 12 14 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.