Morgunblaðið - 12.05.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
Póstur og sími í Reykjavík:
Starfsmenn neita að
gera við bilaðan jarð-
streng í yfirvinnu
Jarðsímastrengiir í Hlíðunum
í Reykjavík bilaði í gærmorgun.
Ekki tókst að finna bilunina á
dagvinnutíma í gær og verður
ekki gert við strenginn fyrr en
á föstudag þar sem linumenn
vildu ekki vinna verkið i yfir-
vinnu þótt eftir þvi væri leitað.
Eru þeir með þvi að mótmæla
nýlegum fyrirmælum frá yfir-
stjórn Pósts og síma um að dreg-
ið skuli úr yfirvinnu hjá stofnun-
inni, þar sem þeir telja mikið af
sinni yfirvinnu tilkomið vegna
tilvika af þessu tagi og þvi séu
þessi fyrirmæli ekki réttmæt
gagnvart þeim.
Að sögn Ágústs Geirssonar
símstjóra í Reykjavík bilaði 500 lína
jarðstrengur í gærmorgun. Streng-
urinn var mældur út og grafinn upp
á 15 metra kafla en bilunin fannst
ekki. Ágúst sagði að mæla þyrfti
strenginn aftur og finna hvar bilun-
in er, en það yrði sjálfsagt ekki
gert fyrr en á föstudag þar sem
Umboðsmaður Alþingis:
Aannan
tug erinda
UMBOÐSMANNI Alþingis, dr.
Gauki Jörundssyni, hafa þegar
borist 10-15 erindi til afgreiðslu.
Þó hefur embættið formlega
ekki tekið til starfa þar sem ekki
er lokið frágangi húsnæðis þess
við Rauðarárstíg.
Að sögn dr. Gauks bíður af-
greiðsla erindanna þess að hús-
næðið verði til reiðu. Vonast er til
þess að það verði um næstu mán-
aðamót. Við hlið dr. Gauks munu
starfa tveir menn eða fólk í hluta-
starfi sem jafngildir því.
viðgerðarmennirnir neituðu að
vinna yfírvinnu. í gærkvöldi hafði
bilun komið fram í um 30 símanúm-
erum en búist var við að leki hefði
komist í strenginn og væru líkindi
til að biluðum símanúmerum fjöig-
aði.
Ágúst sagði að talsvert mikil
yfirvinna hefði verið í jarðsímadeild.
Þar vantaði menn en vinnan væri
mikil við viðgerðir og eins nýlagnir
um allt höfuðborgarsvæðið og mik-
ið álag væri á starfsmennina. Því
hefðu tilmæli um að draga úr yfir-
vinnu farið í taugamar á þeim og
valdið þessum viðbrögðum.
Miinchen:
Allar skákir
í 10. umferð
jafntefli
JÓHANN Hjartarson gerði jafn-
tefli við vestur-þýska alþjóða-
meistarann Jörg Hickl í 9. um-
ferð skákmótsins í Milnchen. Öll-
um skákum umferðarinnar lauk
með jafntefli þannig að Jóhann
hefur enn vinningsforskot á
næsta mann.
Jóhann hafði svart í skákinni við
Hickl og skákin varð 30 leikir.
Hann er nú með 7 vinninga af 9
mögulegum en Robert Hiibner, sem
kemur næstur, er með 6 vinninga.
í 10. umferðinni, sem tefld verð-
ur í dag, hefur Jóhann hvítt gegn
vesturþýska skákmanninum Stefan
Kindermann. Ekki er teflt á föstu-
dag en í síðustu umferðinni á laug-
ardag hefur Jóhann svart gegn
Robert Hiibner.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Aukaþáttur af „Hvað
heldurðu“ í Höfða
AUKAÞÁTTUR af spurainga-
keppni Sjónvarpsins, Hvað held-
urðu, var i Höfða í gærkvöldi
þegar Davið Oddsson borgar-
stjóri bauð liðunum, sem kepptu
til úrslita og umsjónarmönnum
þáttanna, til veislu. Að hófinu
loknu stilltu boðsgestirair sér
upp, ásamt borgarstjóra, á
tröppum Höfða fyrir jjósmynd-
ara Morgunblaðins. Fremst
standa Reykvfldngarnir og sig-
urvegarar keppninnnar, þau
Ragnheiður Erla Bjaraadóttir,
Flosi Ólafsson, Hlugi Jökulsson
og Guðjón Friðriksson með
Davíð Oddssyni borgarstjóra. í
annari röð era Áraesingarnir
Birgir Hartmannsson, Sveinn
Helgason, Jóhannes Sigmunds-
son og Hreinn Ragnarsson. í
efstu röðinni eru sjónvarps-
mennirnir Ómar Ragnarsson,
Tage Ammendrap, Heiður
Helgadóttír og Baldur Her-
mannsson.
ísfisksölur erlendis:
Karfi seld-
ur á lág-
marksverði
EINUNGIS lágmarksverð, 33
krónur, fékkst fyrir kflógramm-
ið af karfa sem seldur var úr
gámum í Vestur-Þýskalandi sl.
þriðjudag en þá voru þar m.a. til
sölu hátt í 200 tonn af karfa úr
gámum en hann seldist ekki all-
ur, að sögn Vilhjálms Vilhjálms-
sonar hjá Landssambandi
islenskra útvegsmanna. „Eftir-
spurnin eftir karfa í Vestur-
Þýskalandi er frekar dræm
núna, þvi þar dettur neysla á
karfa niður á vorin og nú er
verið að se\ja þar ódýran karfa
frá Noregi," sagði Vilhjálmur í
samtali við Morgunblaðið.
Náttfari HF seldi 96 tonn í Hull
í Bretlandi i gær fyrir 5,2 milljónir
króna eða 53,65 króna meðalverð.
Náttfari seldi 90 tonn af þorski
fyrir 54,28 króna meðalverð, 2,5
tonn af ýsu fyrir 72,19 króna með-
alverð og 3,4 tonn af ufsa fyrir
21,26 króna meðalverð. í Bretlandi
var selt 763 tonn úr gámum á
þriðjudag og miðvikudag fyrir 40,5
milljónir króna eða um 53 króna
meðalverð. Verð á þorski var um
52 krónur.
Iðnaðarráðherra á ráðstefnu um íslenskan iðnað og EB:
Verðum að fylgjast
með þróun innan EB
RÁÐSTEFNA um íslenskan iðnað
og Evrópubandalagið var HnlHin á
vegum iðnaðarráðuneytísins i
gær. Tilgangur ráðstefnunnar var
að vekja athygli á þróun mála inn-
an Evrópubandalagsins, áhrifum
á þróun iðnaðar Evrópuþjóða,
jafnt innan bandalagsins sem ut-
an. Friðrik Sophusson, iðnaðar-
ráðherra, sagði á ráðstefnunni að
það væri nyög mikilvægt fyrir
lsland að missa ekki af strætis-
vagninum hvað varðaði þróun
mála í Evrópu. Þegar horft væri
nokkur ár fram í Hmann kynni
það að ráða úrslitum fyrir þróun
iðnaðar á íslandi hvernig okkur
tækist til á þessu sviði. Víglundur
Lungna- og hjartaþeginn kominn heim:
Hlakka tíl að víðra hundinn
og komast á f ótboltaæfingu
- segir Halldór Halldórsson
straum af aðgerðinni," sagði Hall-
dór Guðmundsson.
HALLDÓR Halldórsson, fyrsti
islenski hjartaþeginn, kom til
landsins með flugvél frá Lund-
únnm í gær. Rúmir þrír mánuðir
eru siðan skipt var um hjarta
og lungu í Halldóri á Old Courts
sjúkrahúsinu i Lundúnum. „Ég
hef saknað fjölskyldunnar,
fólksins sem ég þekki, íslenska
matarins og vatnsins. Fyrstu
dagarair fara sennilega i að
hitta kunningjana og aðlagast
eðlilegu lífi á ný,“ sagði Halldór
við Morgunblaðið í Leifsstöð þar
sem hópur ættingja var kominn
til að fagna honum og föruneyti
hans. I gærkvöldi heimsóttí
stjóra knattspyraufélagsins
Augnabliks Halldór og boðuðu
varaformanninn á knattspyrau-
æfingu í næstu viku.
„Þetta er ótrúleg gleðistund. Það
hefiir gengið á ýmsu undanfama
mánuði og einu sinni hélt ég hrein-
lega að öllu væri lokið. En það
erfiðasta virðist að baki og þetta
er stórkostleg tilfinning," sagði
Guðbjörg Aðalheiður Guðmunds-
dóttir móðir Halidórs. Þau Halldór
Guðmundsson faðir Halldórs hafa
búið ( nágrenni sjúkrahússins frá
þvf fyrir jól. Þremur vikum eftir
aðgerðina flutti Halldór til þeirra
og fór síðan til reglulegs eftirlits
nokkrum sinnum í viku.
„Svona reynsla staðfestir endan-
lega hversu gott tryggingakerfí við
íslendingar búum við. Án þess hefði
þetta aldrei gengið upp. Við sáum
hvemig þetta gengur fyrir sig (
öðrum löndum. Ætli maður hefði
ekki verið búinn að selja húsið sitt
og öll önnur (götunni til að standa
Halldór fer aftur til Bretlands
eftir þijár vikur í eftirlit og næstu
mánuði þarf hann að mæta tvisvar
í viku í skoðun á spítala hér heima.
„Þetta ástand varir um óákveðinn
tíma, það þarf að mæla lyflamagn
í blóðinu til að vega og meta hvem-
ig likamanum er ástatt," sagði
Halldór.
Hann kvaðst hlakka mikið til að
viðra hundinn Petro sem beðið hef-
ur eiganda Síns í Kópavoginum.
Þá vildi hann taka boði félaga sinna
um að mæta á fótboltaæfingu á
þriðjudag en fyrsti leikur Augna-
bliks í Qórðu deildinni er eftir tíu
daga. „Svo ætla ég að athuga með
vinnu. Bræður mínir eru nýbúnir
að stofna fyrirtæki og getur verið
að maður spreyti sig seinna í sum-
ar,“ sagði Halldór Halldórsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Halldór og hundurinn Petro á tröppun-
nm í Kópavogi i gærkvöldi. Gleði hvutta
yfir að endurheimta eiganda sinn var
fölskvalaus.
Morgunblaðið/KGA
Haildór Halldórsson ásamt unnustu sinni Eydísi Eiðsdóttur
við komuna i gær. Þeim til beggja handa standa foreldrar
Halldórs, Halldór Guðmundsson og Guðbjörg Aðalheiður
Guðmundsdóttir.
Þorsteinsson, formaður Félags
íslenskra iðnrekenda, sagði Is-
lendinga verða að ganga í Evrópu-
bandalagið til að tryggja sam-
keppnisstöðu islenskra iðnfyrir-
tækja, jafnt i fiskiðnaði sem i öðr-
um iðnaði.
Iðnaðarráðherra sagði að sér þætti
einsýnt að stjómvöld yrðu að gefa
þessu máli forgang og eyða fé og
fyrirhöfn í að afla sem ítarlegastra
upplýsinga um áform EB um innri
markað svo að við gætum mótað
afstöðu okkar til einstakra tillagna
varðandi hann. Svo mikiir væru
hagsmunir þjóðarinnar, að vel væri
fylgst með þessu máli, að ekkert
mætti til spara. Ráðherra taldi einn-
ig að svo mikið væri í húfi fyrir at-
vinnulífið að það ætti að gera þetta
mál að forgangsverkefni. „Fyrirtæk-
in og samtök þeirra verða að hafa
forystu um að afla þeirra upplýs-
inga, og þeirrar þekkingar, sem þarf.
Þau verða að koma sér upp sem allra
fyrst hópi sérfræðinga, Evrópufræð-
inga,“ sagði iðnaðarráðherra. ÞvS
fleiri Evrópufræðingar því betra.
Auk Friðriks Sophussonar og
Víglundar Þorsteinssonar fluttu er-
indi dr. Guðmundur Magnússon,
prófessor við viðskiptadeild Háskóla
Islands, Einar Benediktsson, sendi-
herra íslands hjá Evrópubandalaginu
í Brussel, Thorbjöm Ek, aðstoðar-
stjómarformaður sænska fyrirtækis-
ins Hexagon, og Brian N. Sweeney,
stjómarformaður Siemens Ltd. á írl-
andi.
Alþingi kaus í gær níu manna
þingmannanefnd til þess að taka til
sérstakrar athugunar þá þróun sem
fyrir dyrum stendur í Evrópu, eink-
anlega með tílliti til ákvörðunar Evr-
ópubandalagsins um innri markað.
Neftidin skal skila skýrslu um athug-
anir sínar og tiilögur fyrir 1. apríl
1989.