Morgunblaðið - 12.05.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.05.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þesslr hringdu . . Lítið tillit tekið til gangandi vegfarenda Eldri borgari hringdi: „Að undanförnu hefur verið fjallað um gangandi vegfarendur í Velvakanda og vil ég leggja orð í belg. Ég var um skeið búsettur erlendis, í Kaupmannahöfn, en þar tíðkast meiri tillitsemi í um- ferðinni en hér. Þar kom varla fyrir að ökumenn stöðvuðu ekki við gangbrautir ef einhver var á vegbrúninni og algengt var að ökumenn stöðvuðu ef þeir sáu að gangandi vegfarendur ætluðu yfir, þó engin væri gangbrautin. Hér á landi virðist einhver heimskufrekja einkenna háttarlag ökumanna. Þeir ganga á rétt hvers annars af minnsta tilefni og gangandi vegfarendur hafa nánast engan rétt. Það er við- burður hér ef bíll stöðvar við gangbraut þar sem ekki eru ljós og þarf maður venjulega að bíða meðan nokkrir bílar fara framhjá. Það er hreinlega lífshættulegt að fara yfir umferðargötur þar sem ekki eru gangbrautir, að minnsta kosti fyrir eldra fólk. Ökumönnum dettur almennt ekki í hug að draga úr hraðanum þó þeir sjái gangandi mann heldur er flautað og haldið áfram á fullri ferð þannig að göngumaður á jafnvel fótum fjör að launa. Slíkur skortur á háttvísi er ökumönnum ekki til sóma. Of lítið tillit er tek- ið til gangandi vegfarenda í um- ferðinni og þyrfti að gera átak í þessum málurn." Há húsaleiga Ellilífeyrisþegi hringdi: „Má fólk verðleggja húsaleigu eins og það vill? Ég hef verið að leita mér að húsnæði og hef skoð- að nokkur tilboð. Fyrir nokkur var mér boðin kjallaraíbúð á leigu og átti hún að kosta 35 þúsund krón- ur á mánuði. Þó var þetta ekki stór íbúð og þurfti að ganga fimm tröppur niður í hana. Nú hefur stór hópur launþegar ekki nema 35 þúsund krónur á mánuði í kaup og sumir minna. Það myndi aðeins hrökkva fyrir þessari leigu, ekki fyrir rafmagni og hita. Við búum í láglaunalandi, hvemig getur húseigendum liðist að sprengja leiguverð svona upp? Það verður að setja einhverja viðmiðun því einhver hlýtur réttur leigenda að vera.“ Tölvuklúbbur Pétur hringdi: „Fyrir skömmu sá ég auglýs- ingu í einhverju dagblaði frá tölvuklúbb fyrir IBM-samhæfðar tölvur. Ég var svo óheppinn að týna auglýsingunni en langar að vita hvernig hægt er að komast í samband við þennan klúbb og hvaða möguleika hannjgefur.“ Góð þjónusta 0467-6688 hringdi: „Það er stundum kvartað um óliðlegheit og slæma þjónustu hjá opinberum stofnunum en mig langar til að þakka Erlu Hafliða- dóttur hjá Húsnæðisstofnun ríkis- ins fyrir sérstaka góða þjónustu og elskulegheit þegar ég þurfti að leita til Húsnæðisstofnunar fyrir nokkra. Húsnæðisstofnun gertur verið stolt af slíkum starfs- manni." Kettlingur Svartur og hvítur sjö mánaða gamall kettlingur tapaðist frá Alakvísl 50 fyrir skömmu. Þeir sem hafa orðið varir við hann era vinsamlegast beðnir að hringja í síma 672483. h Veriö vel klœdd í sumar Nýjar Iðunnarpeysur á dömur og herra. Nýjar blússur frá OSCAR OF SWEDEN. Sumarbuxurfyrir dömur ognýpilsfrá GARDEUR í Vestur- Þýskalandi. Verzlunin er opin daglegafrá 9-6, laugardagafrá 10-12 Krodltkortaþjónusta wðuntu SKERJABRAUT 1 V/NESVEG, SELTJARNARNESI Með morgunkaf&nu Það gat nú verið. Loksins þegar mér hafði tekist að botna í vínkortinu, þá er kom- ið með nýtt kort.. - HÖGNI HREKKVlSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.