Morgunblaðið - 12.05.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1988, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 ÚTVARP/SJÓNVARP RÍKISÚTVARPIÐ FM 92,4/ 93,6 7.4B Veðurfregnir. Bœn, séra Karl Sigur- björnsson flytur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Tónlisl. 8.20 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Sagan af þverlynda Kalla" eftir Ingrid Sjöstrans. Guðrún Guðlaugsdðttir les þýðingu sina (9) 9.20 „Lofið Drottin himinsala", kantata nr. 11 á uppstigningardegi eftir J.S. Bach. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. Flermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum 11.00 Messa. Prestur: séra Sigfinnur Þor- leifsson. 12.10 Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.30 „Einn á ferð og oftast riðandi". Dag- skrá um Sigurð Jónsson frá Brún. 14.30 Fyrir mig og kannski þig. Margrét Blöndal. (Frá Akureyri.) 15.20 „Barn hefur 100 mál en er svipt 99". Þáttur um uppeldiskenningar Loris Malaguzzi frá Ítalíu. Umsjón: Ásdis Skúla- dóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Fjallað um sumarstörf unglinga. Umsjón Sigurlaug Jónasdóttir. 17.00 Tónlist eftir Franz Schubert. a. Elly Ameling syngur Ijóðasöngva. Rudolf Jansen leikur á píanóið. b. Sónata í a- moll D. 821, „Arpeggione" sónatan. Paul Tortelier leikur á selló og Maria de la Pau á píanó. 18.00 Fréttir. 18.00 Um meinsemdir og vandamál í nútimaþjóðfélagi. Hrafn Gunnlaugsson 18.45 Veöurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Aðföng. Kynnt nýtt efni í hljómdiska- safni Útvarpssins. Umsjón: Mette Fanö. Aðstoðarmaður og lesari: Sverrir Hólm- arsson. (Endurtekið frá sunnudegi.) 20.30 Frá lokatónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar (slands í Háskólabíói — Fyrri hluti. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Eitthvað þar... Þáttaröð um samtímabókmenntir ungra og lítt þekktra höfunda. Fjórði þáttur. Um nígeríska nób- elskáldið Wole Soyinka. ;Umsjón: Freyr Þormóðsson og Kristín Ómarsdóttir. 23.00 Frá lokatónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar (slands í Háskólabíói — Síðari hluti. Stjórnandi: Reinhard Schwartz. 24.00 Fréttir. 24.10 Ljóðakvöld með Birgitte Fassbaend- er, Jessye Norman, Hermann Prey og Dietrich Fischer-Dieskau. 1.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. RÁS2 FM90.1 1.00 Vökulögin. Tónlist í næturútvarpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veöri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veöurfregnir kl. 4.30. Fréttir kl. 2, 4, 5, 6 og 7.00. 7.00 Morgunútvarpið. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Einungis leikin lög með íslenskum flytjendum, sagðar fréttir innanlands um helgina og kynntar nýútkomnar hljómplötur: Umsjón: Kristin Björg Þorsteinsdóttir. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Snorri Már Skúlason. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 16.05 Dagskrá. Fréttirkl. 17.00 og 18.00. 19.00 Kvöidfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Fréttir kl. 22.00. 22.07 Nútíminn. Kynning á nýjum plötum o.fl. 23.00 Af fingrum fram — Gunnar Svan- bergsson. 24.10 Vökudraumar. 1.00 Vökulögin. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Stefán Jökulsson og morgunbylgjan. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. ' 9.00 Anna Björk Birgisdóttir. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Hörður Arnarson. Fréttir kl. 13.00, 14.00 og 15.00. 18.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Fréttir kl. 16.00 og 17.00. 18.00 Kvöldfréttatimi Bylgjunnar. 18.15 Bylgjukvöldið hafið meötónlist. Frétt- ir kl. 19.00. 21.00 Tónlist og spjall. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Felix Bergsson. STJARNAN FM 102,2 7.00 Þorgeir Ástvaldsson. Fréttir kl. 8. 9.00 Gunnlaugur Helgason. Fréttir kl. 10.00 og 12.00. 12.00 Hádegisútvarp. Bjami D. Jónsson. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Fréttir kl. 14.00 og 16.00. 16.00 Mannlegi þátturinn. Árni Magnús- son. Fréttir kl. 18.Q0. 18.00 islenskir tónar. 19.00 Stjömutíminn á FM 102,2 og 104. 20.00 Síðkvöld á Stjörnunni. 24.00 Stjörnuvaktin. RÓT FM 106,8 12.00 Heima og heiman. E. 12.30 ( hreinskilni sagt. E. 13.00 (slendingasögurnar. E. 13.30 Nýi timinn. E. 14.30 Hrinur. E. 18.00 Um rómönsku Ameríku. E. 16.30 Borgaraflokkurinn. E. 17.30 Umrót. 18.00 Kvennaútvarpið. 19.00 Tónafljót. 19.30 Barnatími. 20.00 Fés. Unglingaþáttur. 20.30 Dagskrá Esperanto-sambandsins. 21.30 Þyrnirós. Umsjón: Samband ungra jafnaðarmanna. 22.00 Islendingasögur. 22.30 Við og umhverfið. 23.00 Rótardiaugar. 23.15 Dagskrárlok. ÚTVARP ALFA FM 102,9 7.30 Morgunstund, Guðs orð, bæn. 8.00 Tónlistarþáttur: Tónlist leikin. 20.00 Bibliulestur. Umsjón: Gunnar Þor- steinsson. 22.15 Fagnaðarerindið flutt í tali og tónum. Miracle. flytjandi: Aril Edvardsen. 22.30 Tónlist. 1.00 Dagskrárlok. HUÓÐBYLGJAN AKUREYRI FM 101,8 7.00 Pétur Guðjónsson á morgunvaktinni. 12.00 Ókynnt tónlist. 13.00 Pálmi Guðmundsson á dagvaktinni. Fréttir kl. 15.00. 17.00 Snorri Sturluson. Tónlist og tími tæki- færanna. Fréttir kl. 18.00. 19.00 Ókynnt kvöldtónlist. 20.00 Úr öllum áttum. Arnheiöur Hallgrims- dóttir leikur lög frá ýmsum löndum. 22.00 Kvöldrabb Steindórs Steindórssonar. 24.00 Dagskrárfok. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07— 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.30—19.00 Svæðisútvarp Austurlands. Inga Rósa Þórðardóttir. ÚTVARP HAFNARFJÖRÐUR FM 87,7 16.00 Vinnustaðaheimsókn og íslensk lög. 17.00 Fréttir. 17.30 Sjávarpistill. 18.00 Fréttir. 19.00 Umræðuþáttur um skólamál. Danadekur Dönsku þingkosningamar ættu ekki að hafa farið fram hjá íslenskum sjónvarpsáhorfendum, það er að segja þeim hópi sjón- varpsáhorfenda er horfði á ríkis- sjónvarpið síðastliðið mánudags- og þriðjudagskveld. En þannig hljóðaði dagskráin: Mánudagur 9. maí. 21.00: Dönsku þingkosningarnar. Umsjónarmaður Ögmundur Jónas- son. Þriðjudagur 10. maí. 22.20: Dönsku þingkosningarnar — bein útsending frá Kristjánsborgarhöll. Úrslit og fyrstu viðbrögð stjóm- málamanna.“ Ja, ég veit nú ekki bara hvort ég á að hlægja eða gráta? Hvarflar að forystumönnum ríkissjónvarps- ins að íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur hafí viðlíka áhuga á þingkosning- um í Danmörku og þingkosningum hér heima? Hafa mennimir gleymt þeirri staðreynd að ísland heyrir ekki lengur undir Danmörku? Ég tel að ónefndir toppar hjá ríkissjón- varpinu hafí ekki gert sér grein fyrir þessari staðreynd. Þannig var Ögmundur í viðbragðsstöðu í Dan- mörku líkt og Ómar hér heima á kosninganótt og var kappinn að sjálf sögðu tengdur beint við íslenska áhorfendur í gegn um gervihnött. Og á síðari kosninga- vökunni bættu þeir ríkissjónvarps- menn um betur og vörpuðu yfir hafíð ótextuðum myndum frá um- ræðum danskra stjómmálamanna í Kristjánsborgarhöll. Og ég sem hélt að það væri bannað að varpa óþýddu spjalli yfir landslýð, nema þá landsmenn er búa í 36 íbúða blokkum og þaðan af smærra hús- næði eins og það er orðað í lögunum (mikill lögspekingur hefir nú samið þetta ákvæði nýju útvarpslaganna!). En það er ekki sama Jón og séra Jón. Yfírmenn ríkissjónvarpsins hafa sennilega munað eftir því að hér á árum áður var danska í tísku á íslandi og því gert ráð fyrir því að íslendingar sætu opinmyntir við skjáinn er danskir stjómmálamenn skeggræddu um dönsk stjórnmál. Æ! Æ! Æ! Og ekki tók betra við er þeir Páll á Höllustöðum og Eiður Guðnason hófu að ræða dönsk stjómmál. Að vísu eru þeir Páll og Eiður fastagestir í sendinefndum er skjótast hér á milli Norðurland- anna að ræða svokallaða norræna samvinnu, en þessir ágætu þing- menn eru slíkir fagmenn á norræna samvinnusviðinu að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi á fullt í fangi með að fylgja þeim eftir og svo var í sjónvarpssalnum hjá Guðna Bragasyni fulltrúi 68 kynslóðarinn- ar, Gestur Guðmundsson, er sýndi dönsku þingkosningunum mikinn áhuga sem fyrrum námsmaður í Danaveldi og talaði líka sem „inn- vígður". En nú get ég bara ekki lamið fleiri stafí á blað um konsningavöku ríkissjónvarpsins frá Danaveldi sem hefði verið við hæfi að skjóta inn í fréttatímann í svona sjö til tíu mínútna spjalli í mesta lagi og svo inní Kastljósið í 15 til 25 mínútna þætti undir stjóm Ögmundar. En er nema von að menn stynji undir dönsku kosningavökunni þegar slíkar vökur skella árlega á landslýð frá Norðurlöndunum? Er ekki löngu kominn tími til að leysa fréttamenn- ina í „frændgarði" af hólmi og senda þess í stað fréttamenn ríkis- sjónvarpsins á stúfana út í hinn stóra heim þegar þar gerast mikil tíðindi? Þannig hefði verið mjög við hæfi að ræða frekar við háttsettan franskan stjómmálamann í tilefni af tímamótasigri Mitterrands en að þreyta hér landslýð á danskri kosn- ingavöku! Yfírmönnum erlendra frétta ríkissjónvarpsins er nær að líta á allan heiminn sem leikvang fremur en að einblína á þann litla skika veraldarinnar er var okkur eitt sinn svo nákominn sökum þess að hér varð danska nýlenduveldið yfirsterkara bresku krúnunni. Ólafur M. Jóhannesson Rás 1: Einnáferð ■H Á Rás 1 í dag er þátt- 30 ur sem nefnist „Einn ” á ferð og oftast ríðandi". Þátturinn fjallar um Sigurð Jónsson frá Brún (1898- 1968), en hann var kunnur ferðagarpur, hestamaður, skáld og rithöfundur. Sigurður var Húnvetningur, kennari að mennt og stundaði farkennslu víða. Ennfremur var hann í fjölda ára fylgdarmaður náttúr- fræðinga í ferðum um óbyggðir. Hann gaf út tvær ljóðabækur og tvær bækur í óbundnu máli. í þættinum í dag verður lesið úr ritum Sigurðar og úr grein eftir Guðmund Jósafatsson. Þá verður flutt minningarljóð sem Guðmundur Böðvarsson orti um Sigurð. Umsjónarmaður er Baldur Pálmáson og lesari með honum eru Broddi Jóhannesson og Gunnar Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.