Morgunblaðið - 12.05.1988, Blaðsíða 16
4-
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
Ólympíuleikvangurinn í Seoul er mjög glæsilegt mannvirki.
Ólympíuleikamir í Seoul
ingu eða æfíngu, sem sjónvarps-
áhorfendum um heim allan mun
gefast kostur á að fá heim í stofu
hjá sér á næstunni.
Kórea að fornu og nýju
íslendingar eru gjamir ao
hneykslast á fáfræði útlendinga
um ísland, en hve iangt nær þekk-
ing okkar sjálfra á fjarlægum
löndum og þjóðum, jafnvel þótt
þær séu margfalt Qölmennari og
láti meira til sín taka á alþjóðavett-
vangi.
Kóreu-skaginn gengur í suður
frá Mansjúríu og Austur-Síberíu,
þar sem Gula hafíð skilur landið
frá Kína í vestri en Austurhaf frá
Japan í austri. Saga Kóreu er
næstum helmingi lengri en ís-
landssagan og geymir aldagamla
menningu og fágætar fomminjar.
Nafnið Kórea er dregið af einu
konungdæmanna, Koryo, stofnað
árið 918. í skjóli þeirrar konungs-
ættar var gullöld búddismans í
landinu, sem blómstraði í bygging-
arlist, leirmunagerð og bókmennt-
um. Þeir fundu jafnvel upp prent-
letur með hreyfanlegum málm-
stöfum tveimur öldum á undan
Gutenberg. Byggðasafnið í Kóreu-
þorpinu skammt sunnan við Seoul
ber vott um snyrtimennsku og
Frá Ingóifi Guðbrandssym, Seoul, Suður-Kóreu.
Á sviði keppnisíþrótta em
Ólympíuleikamir mesti viðburður
veraldar og fara fram fjórða hvert
ár. Forsaga leikanna er rakin til
Fom-Grikkja, sem héldu þá Zeusi
höfuðguði sínum til heiðurs. í dag
er aðeins 131 dagur fram að 24.
Ólympíuleikunum, sem haldnir
verða í Seoul, höfuðborg Suður-
Kóreu, dagana 17. september til
2. október næstkomandi. Margt
bendir til að nú verði leikamir
mikilfenglegri en nokkm sinni fyrr
í sögunni. Um 13.000 íþróttamenn
og -konur frá 161 þjóð úr víðri
veröld munu keppa og sýna mestu
afrek, sem mannlegt atgervi og
þrek getur náð á sviði hinna 23
viðurkenndu keppnisgreina. Þátt-
takan er meiri en nokkm sinni
áður og eftirvæntingin að sama
skapi.
Búist er við 250.000 gestum að
fylgjast með nýjustu afrekum og
úrslitum Ólympíuleikanna. Alls
munu 22.000 hlauparar skipta
með sér að bera Ólympíukyndilinn
til Seoul og verða 22 daga á leið-
inni uns Ölympíueldurinn verður
tendraður á aðalleikvanginum í
Champshill kl. 10.30 að morgni
17. september að viðstöddum 100
þúsund áhorfendum.
Ólympíuleikamir em ekki að-
eins mesti íþróttaviðburður heims-
ins heldur jafnframt ein mesta
skrautsýning veraldar. Menning-
ar- og listviðburðir af ýmsu tagi
tengjast leikunum og heimsfrægir
skemmtikraftar auka á fjölbreytn-
ina. í gær var eins konar forsýning
á þessu litrófí frægðar og glæsi-
leika, þar sem Bob Hope, Brooke
Shields, Juiio Iglesias og Silvie
Varton skemmtu ásamt fjölda
annars frægðarfólks og fjöl-
mennra danshópa frá Rússlandi,
Las Vegas og Qöllistafólks frá
Kína og Kóreu í þriggja klukku-
stunda sýningu á aðalleikvangin-
um, sem talið er að hafí kostað 2
milljónir dollara. Kóreska sjón-
varpið ásamt bandarískri sjón-
varpsstöð stóðu fyrir þessari sýn-
Mikill fjöldi ferðamanna mun sækja Kóreu heim í haust þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir.
Úr rótgrónum bóka-
klúbbi í eigin rekstur:
„Ég hefði annars
endað sem fúll
gamall karl“
- segir Anton Óm Kæmested eigandi
bókaútgáfunnar Krydd í tilveruna
NÝRRI bókaútgáfu hefur verið
hleypt af stokkunum. Nefnist
hún Krydd í tilveruna en eig-
andi er Anton Örn Kærnested
sem nýlega lét af störfum fram-
kvæmdastjóra í Bókaklúbbi AJ-
menna bókafélagsins. „Ég
starfaði hjá Almenna bókafé-
laginu í sextán ár og hafði lengi
langað til að glfma sjálfur við
ýmis verkefni. Þar sem ég taldi
enn eitthvað eftir af mér tók
ég loks þessa stóru ákvörðun,“
sagði Anton.
Anton kvaðst ekki stefna að
því að reka stærstu bókaútgáfu á
Islandi. „Mér nægir að framfleyta
mér og fjölskyldu minni. Fyrstu
bækur útgáfunnar verða erlent
samprent sem dreift verður með
áskrift. Sala þeirra hefst í haust.
Síðan er ég byrjaður að undirbúa
bækur fyrir markaðinn haustið
1989. Eg geng með margar
spennandi hugmyndir í maganum,
en fyrst er að treysta fjárhagsleg-
an grundvöll útgáfunnar." Anton
vildi ekki segja hvers eðlis bæk-
umar væru sem kæmu út í haust,
það biði betri tíma.
Á starfsferli sínum hjá Al-
menna bókafélaginu hafði Anton
hönd í bagga með stofnun fjög-
urra bókaklúbba. Hann sagðist
hafa trú á því að enn væri rúm
fyrir slíka starfsemi hér á landi.
„Það er ekki á hvers manns færi
að stofna bókaklúbb, en ég tel
mig hafa næga þekkingu á mark-
aðnum til þess að geta þetta.
Annars hefði ég aldrei tekið þessa
Morgunblaðið/Þorkell
Anton Örn Kærnested sem lét
af störfum hjá AB til að gerast
sjálfstæður bókaútgefandi.
áhættu. Öll fjölskyldan hefur
raunar tekið þátt í starfí bóka-
klúbba AB og má því segja að
við höfum öll þreifað á púlsinum.
Það er vissulega gífurlegt átak
að rífa sig upp úr öruggu starfí
tæplega fimmtugur og spreyta sig
sjálfur. En ég hefði aldrei fyrir-
gefíð sjálfum mér að reyna ekki.
Þá hefði ég bara endað sem fúll
gamall karl og aljt er betra en
það,“ sagði Anton Örn Kæmested
bókaútgefandi.
Tónlistarskóli
Garðabæjar:
Lokaprófs-
tónleikar í
Garðakirkju
ANNA Margrét Kaldalóns sópr-
ansöngkona (kólóratúr) heldur
tónleika í Garðakirkju laugar-
daginn 14. mai kl. 17.00.
Anna Margrét hefur stundað
nám við Tónlistarskóla Garðabæjar
sl. 5 ár undir handleiðslu Snæbjarg-
ar Snæbjamardóttur. Á efnis-
skránni eru íslensk og erlend ljóð
og óperuaríur. Undirleikari er David
Knowles.
Tónleikamir eru lokapróf Önnu
Margrétar við skólann og er öllum
heimill aðgangur.
(Fréttatilkynning)
Anna Margrét Kaldalóns sópran-
söngkona.
Ovenju mikið um útfarir
GREFTRANIR eru með því
mesta sem gerst hefur lengi, að
sögn Ásbjörns Björnssonar, for-
stjóra Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæmis. Hann sagði að
útfarir væru nú 6 til 7 á dag og
hefði hann orðið að fá aukamenn
í vinnu.
Aðallega er nú jarðsett í Foss-
vogskirkjugarði, en þar hefur
kirkjugarðurinn verið stækkaður.
Einnig er jarðsett í Gufuneskirkju-
garði.
Líkbrennslur vom um 100 árið
1986 og 1987 voru þær 127. Á
þessu ári virðist vera um aukningu
að ræða. Hlutfall þeirra íslendinga
sem óska eftir því að lík þeirra séu
brennd er um 7% en til dæmis í
Bretlandi er hlutfallið um 70%.