Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988
BLAÐ
R1.TT VID MAGNEU HJÁLMARSDÓTTUR OG FRIÐRIK JÓNASSON
„Lífið er skóli,“ segir Magnea
Hjálmarsdóttir og horfir á mig
augum sem horft hafa inn í heim
mikils sársauka. Ég er stödd á
heimili hennar og Friðriks
Jónassonar, eiginmanns hennar, við
Sigtún í Reykjavík. Þau Magnea og
Friðrik sýnast samvalin, bæði
listhneigð og margskóluð í lífsins
skóla fyrir utan það að hafa verið
skólasystkin í Kennaraskólanum
endur fyrir löngu. Magnea málar
yndisfagrar blómamyndir á postulín
en Friðrik bindur inn bækur með
því handbragði sem einkennir
listamanninn.
„Þetta er bundið í djúpfals,“ segir
hann og hampar framan í mig bók
úr ritsafni Jóns Trausta í skinnbandi.
„Meðan ég kunni lítið batt ég í
grunnfals, það ættu þeir að gera sem
lítið kunna fyrir sér í bókbandi,
djúpfalsið er miklu vandasamara,“
bætir hann við.
g hitti illa á að sumu leyti, en það
er mér sjálfri að kenna. Ég kem í
heimsókn til þeirra hjóna degi fyrr
en ákveðið hafði verið, hef skrifað
vittaust hjá mér. En þau Magnea
og Friðrik taka mér vel þrátt fyrir
að þau séu önnum kafin við vor-
hreingemingu á vinnustofu hús-
t)óndans. í stofunni setjumst við
Magnea saman við kringlótt borð
og ég trúi henni fyrir því að mér
sé ekki alltaf um að ferðast í flug-
vél, hafí af þeim sökum hætt við
ferðalag til útlanda deginum áður.
„Þú hefðir átt að kynnast mér held-
ur fyrr,“ segir Magnea, „ég hefði
kannski getað tekið úr þér skrekk-
inn.“ Magnea er trúuð kona og
bænheit og ég finn innra með mér
að ég hef tilhneigingu til að trúa
orðum hennar.
„Lífið hefur verið mér harður
skóli,“ endurtekur Magnea. Það er
von að hún segi þetta, því hún
mætti strax á bamsaldri þungu
mótlæti. Missti fyrst eina systkini
sitt, bróður, þá fímm ára gömul.
Ári seinna dó faðir hennar og móð-
■ur sína missti hún sjö ára gömul.
„Móðir mín fékk opna berkla en
fékk sig jafngóða af þeim á Vífils-
staðahæli. Svo fékk hún mislinga
þrátt fyrir að reynt væri að ein-
angra hana og þá dó hún, þrjátíu
og tveggja ára gömul," segir
Magnea. „Hún sagði við mig áður
en hún dó: „Það væri ekkert að
fara, ef þú værir ekki eftir." Sjö
ára gömul 'var ég orðin munaðar-
laus og varð að fara frá Syðra-Seli
þar sem ég var fædd og uppalin
og flytjast að Gröf þar sem ég var
þar til ég hóf nám í Kennaraskólan-
um í Reykjavík 18 ára gömul. Ég
var látin vinna mikið að Gröf og
kom þar nánast aldrei eftir að ég
fór suður."
Magnea og Friðrik eiga fallegt
heimili, bjart og litaglatt. Þar hanga
ágætar myndir á veggjum og þar
SJÁ NÆSTU SÍÐU
I •