Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐK), SUNNUDAGUR 1B. MAÍ 1988
Aðgát skal höfð
í nærveru sólar
Mikilsvirtur brezkur læknir skýrði frá því fyrir skömmu, að
vaxandi rök hnigju að því að sólarljós ylli þeirri aukningu
á húðkrabbameini, sem orðið hefur á undanfömum árum.
Dr. Richard Staughton, ráðgefandi læknir í húðsjúkdómalækning-
um við Westminster og St. Stephens sjúkrahúsin í London,
upplýsti á læknaráðstefnu í Jersey, að á síðastliðnum §órum
áratugum hefði orðið 500% aukning á húðkrabbameini. Þessi
tegund krabbameins breiðist örar út en nokkur önnúr.
„Það er hægt að koma í veg fyrir þennan sjúkdóm," fullyrð-
ir hann.
„Hann leggst oft á fólk í fullu flöri á fímmtugsaldri. Ég hef séð ungt
fólk deyja af völdum sortuæxla, svo að það er engin furða, þótt ég sé
lítið hrifínn af sólböðunum." Þá gagnrýnir hann harðlega þá aðdáun, sem
Vesturlandabúar hafa á sólbrúnu hörundi.
Dr. Staughton segir, að þeim bömum, ssem dveljast á sólríkum stöðum
innan tíu ára aldurs, sé hætt við að fá sortuæxli síðar á ævinni. Eða eins
og hann orðar það: „Hraustlegur krakki, sem hleypur brúnn og sællegur
eftir ströndinni, bakar sér mikla hættu á húðkrabbameini, þótt það komi
ekki ffam fyrr en síðar á ævinni."
Líkur benda til þess að rauðhært fólk og það sem hefur „keltneskan
hörundslit“ verði einkum að vara sig á sólskininu og þá ekki síst kyrrsetu-
fólkið sem stundar sólböð í fríum. í áhættuhópnum em og þeir, sem em
gjamir á að sólbrenna. Áhættan virðist aukast hjá hvítu fólki eftir því
sem það býr nær miðbaug.
Tíðni húðkrabbameins er hvergi í heiminum eins mikil og í Queens-
landi, en þar sýkjast nú 40 af hveijum 100.000 á ári hvetju. í Englandi
er talið að íjórir af hveijum 100.000 fái húðkrabbamein árlega, en fímm
af hveijum 100.000 í Skotlandi.
Rannsóknir sýna að tvöfalt fleiri konur en karlar í Bretlandi fá húð-
krabbamein. Fólk er nú orðið sér meðvitaðra en áður um hættuna af
þessum sjúkdómi og það kemur meðal annars fram í því, að það leitar
fyrr til læknis, þegar það verður vart við óeðlileg útbrot. Fyrir vikið er -
líka auðveldara að hjálpa því. AILEEN BALLANTYNE
KRAKAl
Borgin
■C sem kommum
þótti of „fín“
Nowa Huta-stálverksmiðjumar
í Kráká í Póllandi hafa verið
mikið í fréttunum að undanfömu
vegna verkfalla og þjóðfélagslegr-
ar ólgu í landinu. Þær eru eitt stór-
kostlegasta dæmið um iðnvæðing-
una í Suður-Póllandi eins og hún
gerðist á Stalíntímanum, snemma
á sjötta áratugnum.
leigubílstjóri í Kraká sagði mér,
að stálverksmiðjumar hefðu verið
reistar vegna þess, að yfírbragð
borgarinnar, þessa foma seturs
pólsku konunganna, hefði farið í
taugamar á kommúnistastjóminni.
Eftir miklar framkvæmdir í þijú
ár voru verksmiðjumar teknar í
notkun árið 1953 og á einni nóttu
varð til fjölmenn verkamannastétt
í borginni.
„Verksmiðjumar voru reistar á
mjög fíjósömu landi, matarkistu
Krakár frá fomu fari,“ sagði
verkamaður, sem unnið hefur í
aðalverksmiðjunni, Lenín-verinu, í
15 ár. „Það var ekki aðeins, að
þeir kæmu sér upp fjölmennri
verkamannastétt, heldur slógu þeir
tvær flugur í einu höggi með því
að losa sig um leið við möglunar-
gjaman bændalýðinn."
Þetta leníníska herbragð snerist
samt heldur betur gegn þeim, sem
beittu því. Verkamennimir í Nowa
Huta voru samt einn meginkjam-
inn í andófínu á Samstöðuárunum
1979-81 og verkföllin að undan-
fömu, sem 20.000 verkamenn tóku
þátt í, sýna hvað ólöglegu verka-
lýðsfélögin mega sín enn mikils.
Að baki óánægjunni og kröfunni
um kauphækkun til að vega upp
á móti 50% verðbólgu er þó önnur
ástæða líka: umhverfismengunin.
Hörmungamar, náttúruslysið,
hafa nú þegar dunið yfír þær fjór-
ar milljónir manna, sem búa í
Kraká og í Katowice, nærliggjandi
VÉLABRÖGÐl
Sýnd veiði
en
ekki gefin
Dúfnaræktendur í Englandi
hafa nú bmgðið á það ráð að
sprengja upp sína eigin fugla til að
geta þannig náð sér niðri á óvinin-
um, haukum og fálkum.
Dúfnavinimir fara þannig að, að
þeir festa litla sprengju við gamla
dúfu og sleppa henni síðan lausri.
Þegar ránfuglamir ráðast á dúfuna
er sprengjan sprengd með fjarstýr-
ingu og báðir fuglamir drepnir.
Það em einkum þeir örvænting-
arfyllstu meðal dúfnaræktenda,
sem hafa gripið til þessa óyndisúr-
ræðis, en þeir segjast missa hvem
verðlaunafuglinn á fætur öðmm í
kjaftinn á ránfuglunum.
„Ef þeir vissu hvar fuglamir em
með hreiðrin, fæm þeir og skytu
þá á staðnum," sagði Brian Rose,
félagi í breska dúfnaræktendasam-
bandinu. „Það, sem þeir gera hins
vegar, er að senda upp gamla dúfu
með sprengju og drepa báða fugl-
ana. Bændur fæm eins að ef óður
hundur legðist á féð.“
Skæðastir þykja gáshaukar og
fömfálkar en hvor tveggja tegundin
er alfriðuð. Þeim hefur þó verið að
§ölga — allt of mikið segja dúfuvin-
imir — einkum í Wales, annars stað-
ar á vesturströndinni og við Belfast
á Norður-írlandi.
Um helgar em dúfnaræktendur
vanir að safnast saman til að láta
dúfumar reyna með sér í kappflugi
og þá em skálkamir sjaldan langt
undan. Sumar dúfumar kosta
kannski tugi eða jafnvel nokkur
hundmð pund og dýrari máltíð er
því vandfíindin.
Rose sagði, að sprengjuherferðin
hefði hafíst í Bristol og kæmist
brátt í algleyming nema umhverfís-
málaráðuneytið fyndi einhveija
lausn á vandanum.
„Ég elska alla fúgla en verð fyrst
og fremst að passa upp á mína eig-
in,“ sagði Rose.
Konunglega fuglavemdarfélagið
hefur bmgðist ókvæða við þessum
„Þessar aðgerðir em
með öllu ólöglegar,"
sagði Chris Habard,
talsmaður félagsins.
„Hámarkssekt við að
drepa friðaðan fugl er
2.000 pund (145.000
ísl. kr.) og við munum
ekki hika við að kæra
ef við fáum tilefni til.
Ef dúfnaræktendur
fara með dúfurnar sínar
á þau svæði, sem rán-
fuglamir halda sig á,
geta þeir sjálfum sér
um kennt þegar á þær
er ráðist."
-SHYAMA PER-
ERA
SKAÐVALDURINN — Chernobyl kjamorkuverið úr lofti. Örin bendir á staðinn þar sm slysið varð.
FRAMTAK
Chernobyl-
slysið varð
kveikjan að
fyrirtæki
Isíðasta mánuði vom tvö ár liðin
frá Chemobyl-slysinu og þá var
frá því skýrt í Moskvu, að stofnað
hefði verið fyrirtæki, sem ætti að
hagnýta sér og hagnast á þeirri
reynslu og þekkingu, sem þá hefði
fengist.
Fyrirtækið, sem heitir Spetsatom
og er með aðsetur í Prípjat, litlu
þorpi rétt við Chemobyl-kjamorku-
verið, er nú að hefja athugun á um
það bil 20 kjamorkuverum, sem
voru reist á sjötta og sjöunda ára-
tugnum.
„Það verður að taka þau úr notk-
un smám saman eða endumýja
þau,“ sagði í frétt frá Tass-frétta-
stofíinni. „Spetsatom verður ráðið
til að lagfæra ýmsa galla, fást við
neyðarástand ef það kemur upp,
fylgja eftir áætlunum um endumýj-
un og þjálfa fólk til að vinna við
óeðiiiega mikla geislun."
Fyrirtækið ætlar einnig að nýta
sér reynsluna af Chemobyl-slysinu
til að hanna og smfða sérstaklega
útbúin vélmenni, sem eiga að geta
unnið við gífurlega geislun.
„Rafeindaheilamir í japönskum
og evrópskum vélmennum, sem
voru notuð til að hreinsa geislavirk-
an úrgang í Chemobyl, þoldu ekki
geislunina þar og biluðu," sagði
Júríj Samoilenko, forstjóri fyrirtæk-
isins, í viðtali við Tass.
Fyrsta verkefni Spetsatoms verð-
ur að taka úr notkun 210.000 kílów-
atta kjamorkuver í Novovoronezh
í Rússlandi en það hóf starfrækslu
snemma á sjöunda áratugnum.
Starfsmenn fyrirtækisins eru nú
200 talsins, allt menn, sem fengu
sína eldskím í Chemobyl, en fyrir
árslok á að vera búið að fjölga þeim
upp í 1.000.
Rekstur fyrirtækisins á að byggj-
ast á því, að það geti staðið á eigin
fótum í anda Gorbatsjovs og kenn-
inga hans en framkvæmdastjóri
þess spáir því, að hagnaðurinn verði
„tugmilljónir rúblna á ári hveiju".
„Geislun og aðrar aðstæður í
Chemobyl voru mjög sérstakar og
svo er einnig um reynsluna, sem
við öðluðumst þar. Við ætlum að
nota þessa þekkingu til að koma í
veg fyrir annað slys af þessu tagi,“
sagði Samoilenko.
Tilkynningin um Spetsatom kom
daginn eftir að Pravda, flokksmál-
gagnið, skýrði frá drykkjuskap,
klíkuskap, vinnusvikum, þjófnaði
og miklum fjarvistum meðal þeirra,
sem enn vinna við hrsinsun og lag-
færingar í Chemobyl.
„Sumar þessara lagfæringa eru
gerðar án nokkurs eftirlits, tækni-
legs eða annars, og komið er fyrir
alls kyns tækjabúnaði þótt hann sé
stórgallaður. Margs konar öryggis-
atriðum og -reglum, sem ákveðin
voru eftir slysið, hefur einfaldlega
ekki verið framfylgt," sagði Pravda.
-MARTIN WALKER