Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988
B 5
Tíundi hver hermaður Bandaríkjamanna
er raunar núna af „veikara kyninuM
SJÁ: Karlremba
STYTTUR OG STÓRHÝSI — Kraká er menningarmiðstöð Pólveija og tigið yfirbragð hennar fór í fínu
taugarnar á nýju valdhöfunum. En viðbrögð þeirra hafa dregið dilk á eftir sér.
BRIGSLI
iðnaðarhéraði. Á þessu svæði er
koltvísýringur í andrúmsloftinu 50
sinnum meiri en ríkisstjórnin sjálf
segir, að sé hættulaust.
Krabbameinsvaldandi efnið
benzopyrene er 60 sinnum meira
en hættumörk kveða á um og ár-
lega falla til jarðar í Chodzow,
rétt fyrir norðan Katowice, rúm-
lega 4.000 tonn af brennisteinstv-
ísýringi sem súrt regn. í iðnaðar-
borgum almennt er þessi tala 20
tonn.
Sigmund Fura, formaður um-
hverfisverndarfélagsins í Kraká,
getur nefnt ýmis hroðaleg dæmi
um áhrif mengunarinnar. „Það
segir þó kannski mesta sögu,“ seg-
ir hann, „að lífslíkur karla á þessu
svæði hafa stöðugt verið að
minnka allan síðasta áratug og eru
nú þær sömu og á árinu 1952.
Skrifstofur umhverfisverndarfé-
lagsins eru í glæsilegu húsi í bar-
okkstíl við torgið í gamla bænum
í Kraká. Gamli bærinn er hins veg-
ar að grotna niður vegna mengun-
arinnar frá Nowa Huta í austri og
Huta Kataowice í vestri. Elstu
byggingarnar við Kanonicza-
stræti eru nú svo illa farnar, að
þeim verður ekki bjargað.
Vestur-Þjóðveijar og Svíar hafa
nú ákveðið að hætta að styðja
Pólverja í baráttunni við mengun-
ina „þar til þeir sýna það í verki,
að þeir vilja eitthvað á sig leggja
sjálfir" svo vitnað sé í umhverfis-
og orkumálaráðherra Svía.
Jerzy Kulczynski, umhverfís-
málaráðherra Póllands, segist við-
urkenna, að „Nowa Huta er einn
mesti mengunarvaldurinn. Við höf-
um komið fyrir síum til að minnka
hana en þær hafa komið að litlu
gagni".
- MISHA GLENNY
Kommaríki
komin
í hár saman
U ngveijar hafa sakað Rúmeníu-
stjóm um „svívirðileg" brot á
mannréttindum ungverska minni-
hlutans í Rúmeníu og eru þessar
ásakanir einsdæmi í samskiptum
Varsjárbandalagsríkja.
Á allsheijarfundi evrópsku ör-
yggisráðstefnunnar í Vín á dögun-
um sakaði Endre Erdoes, formaður
ungversku sendinefndarinnar,
Rúmeníustjóm um að vera að uppr-
æta ungverska þjóðarbrotið. Vitn-
aði hann meðal annars í yfirlýsingu
Nicolaes Ceausescus Rúmeníufor-
seta um að 7.000 þorp yrðu afmáð
fyrir aldamót og sagði, að „með því
að uppræta allt, sem minnir á til-
vist þjóðarbrotsins, með því að
banna, að heiti á bæjum og þorpum
séu á tungu minnihlutans og með
áætlunum að að afmá af landinu
heilu byggðimar er verið að bijóta
mannréttindi og grundvallarreglur
frelsisins".
Rúmenskir embættismenn segja,
að með áætluninni sé stefnt að því
að útrýma muninum á sveit og borg
og leggja um leið undir samyrkjubú-
in næstum því 800.000 ekmr lands.
Ungverskir ferðamenn, sem ný-
komnir em frá Rúmeníu, segja, að
flest þorpanna, sem hafí verið lögð
niður, séu í byggðum ungverska
minnihlutans. Era íbúamir þá ýmist
neyddir til að setjast að innan um
Rúmena eða komið fyrir í nýreistum
blokkum nærri átthögunum.
Ungverskir embættismenn segja
raunar, að markmiðið með þessum
áætlunum sé fyrst og fremst að
útrýma ungverska þjóðarbrotinu og
öðmm þjóðarbrotum í Rúmeníu.
Haft er eftir ferðamönnum og
öðmm, að fangar séu látnir rífa
þorpin til gmnna og nýliðar í hem-
um vinni við að reisa blokkimar.
Með ö!lu þessu fylgjast vopnaðir
verðir árvökulu auga. Mikilvægar
miðstöðvar fyrir stjómsýslu og
menningarlíf héraðanna og sögu-
legar byggingar em jafnaðar við
jörðu og í staðinn hrófað upp illa
gerðum íbúðarkumböldum án fram-
staeðustu þæginda.
í öðmm hémðum, einkum þar
sem þýski minnihlutinn bjó áður,
hefur fólkið verið flutt burt og þorp-
in standa eftir auð og yfírgefin.
Ásakanir Erdoes em aðeins nýj-
asta dæmið um óánægju Ungveija,
sem lengi hafa kvartað undan
stefnu Rúmena í málefnum þjóðar-
brotanna. Að minnsta kosti 10.000
Rúmenar af ungverskum ættum
hafa leitað hælis í Ungverjalandi
og af pólitískum ástæðum hafa
stjómvöld tekið fólkinu tveim hönd-
um. Nú segja þau hins vegar, að
fjármagn til aðstoðar því sé að
renna til þurrðar.
- MICHAEL SIMMONS
KARLREMBA
Kvendátar
eru eitur í
hans beinum
VIÐ þurfum á að halda nokkr-
um góðum mönnum.“ Þann-
íg hefur landgöngulið bandaríska
flotans auglýst frá fomu fari og
kjamakarlinn A1 Gray hershöfðingi
hefur ávallt lagt bókstaflegan skiln-
ing ( auglýsinguna. Þess vegna hefur
hann snúist öndverður gegn tilraun-
um vamarmálaráðuneytisins til að
fínna kvenfólkinu einhvem stað innan
landgönguliðsins.
Vamarmálaráðuneytið lagði til, að
konur fengju að skipa ýmsar stöður
innan landgönguliðsins en hershöfð-
inginn harðsoðni vísaði þeim flestum
á bug í skýrslu, sem birt var í síðasta
mánuði. Lagðist hann meðal annars
gegn því, að konur fengju að vera
öryggisverðir í sendiráðum Banda-
ríkjanna víða um heim en Frank
Carlucci vamarmálaráðherra hefur
nú ákveðið að hafa þau mótmæli
hans að engu.
Hershöfðinginn, sem er vanur að
leggja áherslu á orð sín með knatt-
leikskylfu, sem máluð er í felulitum
og áletrað „Stóri stafur", segist hafa
„miklar efasemdir" um hlutverk
kvenna í landgönguliðinu og kveðst
einn ætla að ákveða hvaða stöðum
þær fái að gegna á erlendri gmnd.
Vamarmálaráðuneytið lagði meðal
annars til, að konum yrði gert auð-
veldara að komast til metorða innan
landgönguliðsins og afnumdar yrðu
reglur, sem gera meiri menntunar-
kröfur til kvenna en karla. Þá var
einnig lagt til, að konum yrði hlíft
nokkuð við þvf líkamlega álagi, sem
herþjálfuninni fylgir, en Gray hers-
höfðingi þvertók fyrir það. Hann
féllst hins vegar á að taka hart á
hvers konar „kynferðislegri áreitni".
Tillögur vamarmálaráðuneytisins
em liður í víðtækri áætlun um að
laga konur betur að lífínu í hemum
en þar em þær nú orðnar 220.000
talsins eða 10% af heraflanum. Enn
þykir samt ekki rétt að tefla þeim
fram í beinum átökum en þær sitja
við stjómvölinn á KC 135, risastórum
flugvélum, sem flytja ormstuflugvél-
um eldsneyti (lofti, og þeim er treyst
til að skjóta upp kjamorkueldflaugum
úr neðanjarðarbyrgjum.
Þegar Bandaríkjaher réðst inn í
Grenada árið 1983 komu þar rúmlega
150 konur við sögu sem herlögreglu-
menn, flugmenn eða merkjafræðing-
ar.
Landgönguliðið, fámennasta deild-
in innan hersins, hefur lengi verið
öflugasta vígi karlmennskufmyndar-
innar og vinsælt skotmark jafnréttis-
sinna. Yfirmenn þess segjast þó ekki
taka í mál að láta „þvæla“ sér út í
þá umræðu.
Gray herhöfðingi var skipaður yfír-
maður landgönguliðsins í fyrrasumar
og þurftu menn ekki að velkjast lengi
í vafa um skoðanir hans.
„Þjálfunin er ekki nógu ströng.
Þetta er ofdekrað lið en nú skal verða
á því breyting," sagði hann í viðtali
við tímaritið Newsweek.
-PATRICIA WILSON
Tollmeistarinn - Sími 52996
Ert þú pirraður og leiður á að fá athugasemdir vegna minniháttar
hand-/vélritunarvillna í aðflutningsskýrslugerð?
Tollmeistarinn útilokar villur og skapar betri samskipti innflytj-
anda við starfsmenn tollstjóra.
Nú er ný, endurbætt útfærsla Tollmeistarans að koma á markað.
Mun einfaldara í notkun.
Bylting í valmyndun.
Margar nýjungar.
Verðkr. 28.645,-.
Kynningarverðtilboð til 20. maí
kr. 18.000,-.
Við heimsækjum fyrirtæki eftir óskum og sýnum
forritið. Upplýsingar í síma 52996!
■
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN