Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 B 27 Húsmóðirin snýr aftur Til þess dags er hún dó hafði Lucy Chadman verið Ijúf og indæl húsmóðir í úthverfi. Eiginmaðurinn hennar, Jason, djammaði svolítið með sæta liðinu á Manhattan en lif Lucy var dauðleiðinlegt. En öðru máli gegnir um líf henn- ar eftir dauðann. Stórskrítinni syst- ur hennar tekst að stela henni úr himnaríki með dularfullum göldrum og Lucy er ekki lengi að komast að því að margt hefur breyst frá því hún yfirgaf jarðlíf sitt. Heimili hennar og eiginmaður eru til að mynda nú heimili og eiginmaður gömlu vinkonu hennar, Kim. Lucy ákveður að krydda tilveru sinna nánustu með svolítið yfirnátt- úrulegu bragði þartil lækna- og fjöl- miðlaheimurinn stendur á haus af undrun yfir endurkomu hennar. „Hello Again" (Halló aftur) heitir gamanmyndin um Lucy Chadman og hún verður bráðlega sýnd í Bíó- höllinni. Með aðalhlutverkin í henni fara tvær sjónvarpsstjörnur, þau Shelley Long (Staupasteinn) og Corbin Bernsen (Lagakrókar) en það færist æ meira í vöxt í Banda- ríkjunum að stjörnur skjásins reyni fyrir sér á stóra tjaldinu. Sumum tekst vel upp en öðrum gengur verr að fóta sig í bíóhúsunum. Aðrir sem fara með hlutverk í „Hello Again" eru Judith Ivey, Gabriel Byrne og Sela Ward. Leik- stjóri og framleiðandi myndarinnar er Frank Perry en handritshöfundur er rithöfundurinn Susan Isaacs. og kvikmyndarisa í 55 ár. Hún komst aftur á fætur, aðeins 45 kíló, og lærði setningarnar sínar utanað og allra hinna eins og hún hafði alltaf gert. Með „Hvölun- um“ gafst henni tækifæri til aö fara með aðalhlutverk í bíómynd — og í leiöinni gafst henni tæki- færi tii að fara aftur til Maine þar sem hún bjó í tíu ár og ól upp tvö börn. Leikstjóri myndarinnar er Bret- inn Lindsay Anderson („Britannia Hospital") og hann segir um Da- vis:„Hún er erfið vegna þess að i I Síðast þegar þau tvö, Perry og Isa- acs, unnu saman varð úr gaman- myndin„Compromising Positions", sem sýnd var í Regnboganum um árið. * „Ég hef gaman af að vinna með Susan vegna þess að hún skrifar kómedíur um raunverulegar per- sónur sem flækjast inní skemmti- legar kringumstæður," segir Perry. Susan Isaacs segir: „Ég vildi skrifa sögu þar sem aðalpersónan var „bara" húsmóðir vegna þess að mér finnst að á undanförnum árum hafi verið litið framhjá konum sem eru heima. Húsmæður fara kannski ekki á skrifstofuna á hverjum degi en þær eru samt í fullu starfi." „Hello Again" er fyrsta myndin sem írinn Gabriel Byrne („Gothic") leikur í vestan hafs. Hann leikur lækninn á gjörgæsludeildinni sem annast Lucy áður en hún deyr og verður skotinn í henni þegar hún snýr aftur. „Það er ekki nóg með að þetta sé fyrsta bandaríska myndin sem óg leik í,“ segir hinn ágæti Byrne, „heldur vill svo til að Í>etta er í fyrsta sinn sem ég leika ra.“ Leikstjórinn Frank Perry hefur orð á sór fyrir að vera leikstjóri leik- aranna en hann hefur gert myndir með Burt Lancaster, Faye Dunaway, Susan Sarandon, Bar- bara Hershey, Sam Waterston og Jeff Bridges svo einhverjir séu nefndir. hún er Bette Davis en ekki vegna þess að hún er stjarna. Hún er vond út í lífið og fólk og hefur alltaf verið það. En hún hafði aldr- ei áhyggjur af því hvernig hún liti út. Hún horfði á upptökur dagsins og sagði aldrei„Oh, ég lít hræöi- lega út". Henni var efst í huga að persónusköpunin væri rétt." Leikkonan og leikstjórinn rifust daglega. „Lillian reynir fyrst og fremst að gefa leikstjóranum það sem hann biður um,“ segir And- erson. „Bette reynir að Ifta alger- lega framhjá leikstjóranum." Leikstjórinn Lindsay Anderson og Gish fara saman yfir atriði. Tilbod óskast Tilboð óskast í Ford Econoline Red-E-Kamp (ekinn 37.000 mílur) árg. 1984, Cherokee Chief (tjónabifreið) árg. 1984 ásamt öðrum bifreiðum sem verða í út- boði þriðjudaginn 17. maí nk. kl. 12-15 á Grensásvegi 9. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Sala varnarliðseigna. Sumarbúðir ÆSK við Vestmannsvatn Sumarbúðir ÆSK eru við Vestmannsvatn í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar fara sam- an einstæð náttúrufegurð og mikil veðursæld. í búðunum er alltaf mikið um að vera, hægt er að fara í göngu- og bátsferðir, renna fyrir silung, fara í bílferð, til kirkju eða í sund. í búðunum er íþróttavöllur og leikvöllur. Þegar veður leyfir er safnast saman við varðeld og söng. í samkomusal eru haldnar helgistundir og fræðslukvöld. I sumarbúðunum er lögð rækt við sál og líkama. Sendir verða út gíróseðlar fyrir staðfesting- argjaldinu, ásamt bréfi með öllum upplýs- ingum um sumarbúðirnar, t.d. útbúnað og ferðir. Flokkaskipting 1. fi. 2. fl. 3. fl. 4. fl. 5. fl. 6. fl. 7. fl. 8. fl. 9. fl. 10. fl. 11. fl. 1. júní - 8. júní stelpur/strákar 8-11 ára 9. júní -16. júní stelpur/strákar 7-11 ára 18.júnf -25.júní stelpur/strákar8-11 ára 27. júní - 4. júlf stelpur7-11 ára 5.júlí —12. júlí stelpur/strákar7-11 ára 14. júlí — 21. júlf stelpur/strákar11-13ára 23. júlf -30. júlf blindir og aldraðir 3. ágúst -10. ágúst aldraðir Selfossi 11. ágúst -18. ágúst orlofskonur Norðurlandi fjölskyldubúðlr óráðstafað Dvalargjald 19. ágúst—21. ágúst 22. ágúst — 29. ágúst Hægt er að taka á móti hópum og skólum utan þessa tfma, bæði vor og tiaust. Innritun Innritun í sumarbúðir ÆSK við Vestmanns- vatn er hafin. Hún fer fram hjá Gunnari Rafni Jónssyni og Steinunni Þórhallsdóttur, Skálabrekku 17 á Húsavík. Síminn er 96-41668. Innritað er alla virka daga frá kl. 17-20, en einnig má hringja á öðrum tímum, ef það hentar betur. Frá og með 30. maí fer innritun fram í sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Síminn þar er 96-43553. Við innritun þarf að greiða 2000 kr. staðfest- ingargjald, sem er óendurkræft, ef umsækj- andi hættir við dvölina þremur vikum eða skemur fyrir upphaf hennar. Ella gengur staðfestingargjaldið upp í dvalargjaldið. Dvalargjald í barnaflokkum er 7.900 fyrir barnið. Systkini fá afslátt, og er dvalargjaldið þá 7.100 kr. Ungir sem aldnir Notið tækifærið, látið innrita ykkur strax í dag. Njótið þess að eiga ykkar sæluviku á Vestmannsvatni í glöðum hópi, í fagurri náttúru og endurbættum húsakynnum. Sjáumst öll hress og kát. Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti fltoggroiEIafcfft MetsöluUaö á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.