Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 B 3 Magnea fyrir framan málverk af dóttur hennar, Hellen. Hellen Helgadóttir. Magnea Hjálmarsdóttir árið 1967. ég Grétari Fells sem mér þótti mjög vænt um sem fræðara og mannvin. Ég tók mikið tillit til þess sem hann sagði. Ég stundaði einnig mann- rækt í skóla Sigvalda Hjálmarsson- ar þó lítið þyki mér hafa áunnist í þeirri grein. Ég hef haldið áfram á þessari braut, ég er frímúrari og er einnig í skóla hjá Erlu Stefáns- dóttur. Eg hef einnig sótt kirkjur. Sorgin opnaði mér nýjan heim. Það má segja að ég hafi notið meiri veraldlegrar gleði meðan Hellen lifði en eftir að hún dó öðlaðist ég ríkari vissu um framhaldslíf en ég hafði fyrir." Man eftir mörgoim tilveru- stigum í samræðum okkar Magneu kem- ur fram að hún trúir á endurholdg- un. Ekki aðeins trúir, heldur telur sig hafa sannreynt, að slíkt sé til. „Eg man eftir mörgu úr fyrri lífum sem ég hef lifað," segir hún. „Ég man eftir mörgum fyrri tilverustig- um, sumum fyrir löngu. Ég_ hef til dæmis lifað í Egyptalandi. Ég man að ég var í ilskóm og einhveiju hvítu og • síðu og fór á hveijum morgni til að heilsa sólinni, deginum og austrinu. Seinna man ég eftir mér í klaustri þar sem ég var að skúra og skúra og skúra eintómar hellur og þama var vond vist. Ég strauk og með mér kona sem ég kynntist seinna í þessu lífi sem ég lifí nú. Við náðumst aftur og urðum að fara aftur í skúringamar. Enn seinna lifði ég fínu lífí á Bretlandi. Ég var hefðarkona í fallegum kjól- um með fínum pífum. Þegar ég kom til Bretlands þá þekkti ég mig aft- ur. Sú tilvera var sú næsta á undan þessari núna. Ég held að þar á undan hafi ég verið á Ítalíu fremur en Frakklandi. Þá var ég dökk og miklu minni en ég er í dag. Þá átti ég ofsalega fínan hring með stórum, grænum smaragði. í þeirri tilveru leið mér vel. En eitt sinn bjó ég í harðbýlu landi og átti son sem ég hélt mikið uppá. Hann var eitthvað að draga sig eftir stúlku sem mér þótti ekki nógu fín fyrir hann. Svo átti hann að fara í stríð og mér þótti það skárra en að hann færi að giftast þessari stelpu. En hann kom bara ekki aftur úr stríðinu og þá lærði ég mikið. Ég myndi aldrei skipta mér af slíku aftur. „Ég á ábyggilega eftir að skokka aftur ...“ Ég sþyr^Magneu hvort hún telji lfkindi til að þetta sé hennar síðasta jarðlíf en hún hristir höfuðið og segir: „Ég á ábyggilega eftir að skokka aftur, en vonandi eitthvað betur undirbúin. En það fer að líða' lengra á milli. Þeir sem fara af slys- um og ofsóknum, t.d. í styijöldum, þeir sækja meira eftir að komast aftur hingað. Þetta fólk hefur vænt sér mikils en svo er klippt á þráð- inn. Ég held að fólk geti haft ein- hver áhrif á hve fljótt það kemst hingað aftur. En þetta eru nú dul- vísindi sem erfítt er að henda reiður á.“ Næst spyr ég Magneu hvort hún sé skyggn. „Nei, ég er ekki skyggn, því miður," segir Magnea. „Ég veit að það styrkir vissu manns. Ég sé svona bregða fyrir en það er engin skyggni. Eg hef heldur enga miðils- hæfíleika en ég fínn margt á mér og skynja fólk auðveldlega og hvemig það hugsar til mín. Hug- skeyti fæ ég líka. Ég var mjög draumspök en það hefur minnkað með aldrinum. Mig dreymdi fyrir láti Hellen. Mig dreymdi pabba hennar klæðlausan. Þegar ég vakn- aði hugsaði ég: Hveiju hefur þessi maður að tapa? Ekki er hann kaup- maður eða þess háttar. Mig dreymdi þennan draum aftur. Svo dó Hellen og þá missti hann aleiguna, rétt eins og ég. Þá skildi ég þennan draum. Þrátt fyrir þetta sem ég hef hér sagt frá þá verð ég að segja eins og er að ég er öðrum þræði ótta- lega veraldleg í mér. Ég hef gaman af fallegum hlutum, gaman af að ferðast og ýmsu öðru sem tilheyrir þessum heimi. Eitt vil ég að komi fram, ég er afar þakklát fyrir að vera íslendingur, það er hvergi í veröldinni eins dýrðlegt að vera og á íslandi." Brot úr sögu Friðriks Jónassonar Og nú kalla hinir veraldlegu hlut- ir að. Magnea þarf að fara niður í þvottahús með þvott sem hún þarf að setja í þvottavélina en Friðrik maður hennar sest í hennar stað í stólinn gegnt mér við borðið og við tökum tal saman. Friðrik Jónasson fæddist að Breiðavaði á Fljótsdalshéraði árið 1907, sonur Jónasar Eiríkssonar skólastjóra Búnaðarskólans á Eið- um. „Pabbi átti mig með ráðskonu sinni, Helgu Baldvinsdóttur, hún hafði áður átt þijú böm en misst eitt. Pabbi átti fyrir sex syni með konu sinni sem hann missti. Ég ólst upp hjá pabba og mömmu á Breiðavaði þar til ég var tíu ára, en þá skildu þau. Hún fór að Eiðum og gerðist þar einskonar ráðskona. En pabbi bjó áfram á Breiðavaði hjá syni sínum, þá var pabbi orðinn mjög heilsulítill. Ég flutti með mömmu að Eiðum en tók þó mjög nærri mér að skiljast við pabba. Ég var þó mikið hjá pabba eftir þetta, var oft tíma og tíma á vet- uma, það er heldur ekki langt á milli Eiða og Breiðavaðs, rétt klukkutíma gangur. Faðir minn fór til landbúnaðamáms til Noregs að tilhlutan Jóns Sigurðssonar forseta og þegar því námi lauk ferðaðist hann um meðal íslenskra bænda og kenndi þeim nýjar aðferðir við landbúnað. Seinna var hann við nám í sömu fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn. Þegar ég var tólf ára flutti ég alveg til pabba og var hjá honum þar til ég var fímm- tán ára, þá sendi hann mig í Ai- þýðuskólann á Eiðum sem stofnað- ur var þar eftir að búnaðarskólinn hætti. Ég var þó lengst af með annan fótinn á Breiðavaði ef svo má segja. Eftir nám á Eiðum undir handleiðslu Ásmundar Guðmunds- sonar seinna biskups, sem var fyrsti skólastjóri Alþýðuskólans, þá fór ég í Kennaraskólann. Eftir að hafa tekið kennarapróf fór ég til Kaup- mannahafnar og var þar við nám í skólaíþróttum í eitt ár. Ég var allt- af öðrum þræði íþróttakennari. Þegar ég kom heim voru kreppuár og erfitt að fá kennarastöðu. Ég fékk þó stöðu á Seyðisfirði og var þar í tvö ár en svo fór ég til ísafjarð- ar og var þar í sextán ár. Á ísafirði byijaði ég að kenna lestur með hljóðaðferð. Þá aðferð kenndi mér Sigurður Sigurðsson sem hafði kynnt sér hljóðaðferð m.a. í Þýska- landi og Bretlandi. Um svipað leyti hóf ísak Jónsson að kenna lestur með hljóðaðferð hér í Reykjavík. Við Sigurður höfðum saman smá- bamaskóla um tíma. Maður varð að vinna mikið til að hafa inn ein- hveija peninga á þessum_ tíma því kennaralaunin voru lág. Árið 1947 flutti ég til Reykjavíkur og hóf kennslu þár. Arið 1942 gekk ég í karlareglu Frímúrara og er þakklát- ur fyrir hve mikið ég hef lært af samvistum við frímúrara." Friðrik Jónasson kvæntist Hólm- fríði Hemmert, skólasystur sinni úr Kennaraskólanum, ungur að árum. Þau áttu saman dótturina Jóhönnu. Friðrik og Hólmfríður skildu eftir stutta sambúð. Á ísafírði kvæntist Friðrik Sigríði Magnúsdóttur frá Sæbóli í Aðalvík. Þau voru gift í mörg ár og áttu saman eina dótt- ur, Björku. Sigríður er látin fyrir allmörgum árum. Niðurlagsorð í sama bili og við Friðrik höfum lokið spjailinu kemur Magnea neðan úr kjallara með bleika gúmmí- hanska á höndum, hafði rétt lokið við að setja þvott í vélina og hengja upp það sem búið var að þvo. Magnea tekur af sér hanskana og drífur mig að svo búnu inn í eldhús til að líta í kaffíbollann minn sem lá þar á ská yfír teskeið, rétt eins og ég hafði skilið við hann þegar við Magnea tókum okkur kaffihlé í miðju viðtalinu. Þá hafði ég fregn- að að Magnea hefði brugðið fyrir sig að lfta f bolla fyrir vini og kunn- ingja. Bollinn er með þurrum kaffi- rákum og Magnea sest með hann við gluggann og rýnir í hann. Svo tekur hún að spá og ég hlusta áijáð. Hvað hún sagði ætla ég ekki að tilfæra hér en eitt er víst að slæmt var það ekki því ég var glöð í bragði þegar ég kvaddi þau hjón Friðrik og Magneu og skundaði heim á leið. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Myndir: Sverrir Vilhelmsson Söngskglinn / Reykjavík Umsóknarfrestur um skólavist í Söngskólanum í Reykjavík veturinn 1988-1989 er til 25. maí nk. Umsóknareyðublöð fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu skóians Hverfis- götu 45, sími 27366 daglega frá kl. 15.00-17.00 þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Skólastjórí. kr. 195, Litir: Hvítt, svart, rautt, gult, dökkblátt, kakí, beige. Stærð: 24-46. Póstsendum. 5°h staðgreiðsluafsláttur. 21212 Um miðjan maí hefst sumartími í leikfiminni ÞÚ GREIÐIR FYRIR 4 VIKUR EN FÆRD 6 VIKUR í LEIKFIMI. Opnunartími í sumar: mánudaga.........13-21 þriðjudaga .....7.30-22 miðvikudaga..... 13-21 fimmtudaga......7.30-22 föstudaga........1 3-1 8 laugardaga........10-16 sunnudaga.........lokað Q 1 M 1 O HEILSUGARÐURINN Garðatorgi 1. 210Garöabæ, sími : 65 69 70 - 65 69 71. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri, morguntímar, dagtímar og kvöldtímar. Munið barnagæsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.