Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988
B 13
Ljósmynd: Svavar HjaJtested
Hernámsdagurinn 10. mai 1940. Nýskipaður sendiherra Breta á ís-
landi, Howard Smith (t.h.), og Francis Shepherd aðalræðismaður
(fyrir miðju) koma af fundi ríkisstjórnarinnar í Stjórnarráðshúsinu.
Maðurinn t.v. er óþekktur.
Höfði — bústaður brezka aðalræðismannsins.
göngum okkar enn meir en þeim
var kleift frá höfnum í Noregi.
Ekki gat ég fengið minnstu nasa-
sjón af afstöðu stjórnvalda til þess
arnat en hugsanlegt var að aðgerð-
ir á Islandi kæmu ekki til greina á
meðan vonir stóðu til að gagnárás
okkar í Noregi bæri árangur. Það
var samt ákveðið í aprílmánuði að
hertaka Færeyjar, en Freddy Mason
var sendur þangað með innrásarlið-
inu til þess að koma fram sem borg-
aralegur fulltrúi brezku ríkisstjórn-
arinnar. Mér vitanlega var engin
áætlun uppi að veija Island fyrir
frekari ævintýramennsku Þjóðveija
á þeim tíma sem við Susan Camji-
bell Schneider lögðum upp til Is-
lands í lok apríl.
Með Brúarfossi í Höfða
Við sigldum með Brúarfossi þann
26. apríl 1940. Þetta var aðeins
1600 tonna skip, en við vonuðum
að þar sem það var frá hlutlausu
ríki, nyti það friðhelgi gagnvart
kafbátaárásum. Skipstjórinn var
samt alls ekki sannfærður um þetta
og mælti með þvi að við svæfum
alklædd á nóttunni.
Atlantshafið milli írska hafsins
og íslands er sjaldan rólegt, en sal-
arkynni Brúarfossins buðu ein-
göngu upp á hálmbekki og þá í
harðara lagi. Aldrei vissi ég áður
en þessi sjóferð var farin hversu
marga vöðva þarf til þess eins að
halda manni uppréttum á hörðum
bekk í úfnum sjó. En ekki kom til
tundurskeytaárásar, og lögðum við
að bryggju í Reykjavík um níuleyt-
ið eitt fagurt kvöld um sólarlag.
John Bowering aðalræðismaður var
í þann mund að hverfa þaðan til
þess að taka við öðru starfi, en
hawn bjó í skemmtilegu húsi við
ströndina í útjaðri bæjarins sem bar
nafnið „Höfði". Við settum að til
bráðabirgða á Hótel Borg við aðalt-
orgið. Bústaðurinn, sem ég átti eft-
ir að búa í I tvö ár, var í reynd
verksmiðjuframleitt hús teiknað í
Noregi árið 1909 eða 1910, byggt
úr timbri með innveggjum úr eins-
konar striga. Á milli þeirra og
útveggjanna var einskonar einangr-
un sem gegndi sínu hlutverki full-
komlega. I húsinu var ávallt hlýtt
og aldrei gætti dragsúgs. Ég man
eftir 130 hnúta stormi sem olli tölu-
verðu tjóni, en tilkynning flughers-
ins um hann lauk með orðunum:
„Þrír braggar okkar náðu ekki heim
aftur." Bústaður okkar titraði eins
og strekktur strengur, en hann var
enn í fullkomnu lagi þijátíu árum
eftir að hann hafði verið smíðaður.
Brezka stjómin keypti hann seinna
sem aðsetur fyrir sendiherra, en í
húsinu var rúmgóður skáli, borð-
stofa, þijár setustofur, fimm svefn-
herbergi og baðherbergi auk ann-
arrar venjulegrar aðstöðu. Mér er
ljúft að lýsa hér með virðingu minni
fyrir hinu norska verksmiðjuhúsi,
sem reyndist bæði þægilegt og end-
ingargott.
Staða íslands
Fullt heiti Danakonungs var
„Konungur Danmerkur og íslands",
en ísland var sérstætt ríki með
heimastjóm. Tii var stofnun* sem
hét utanríkisráðuneyti íslands og
einnig sendihérra Dana á íslandi,
svo einkennilegt sem slfld kann að
virðast. Því skipti þýsk hertaka
Danmerkur svo til engu fyrir stöðu
og stjóm íslands. Landið er ívið
minna en írland, en þar er enginn
her og árið 1940 voru 80 lögreglu-
þjónar á landinu öllu. Þeir sem voru
í Reykjavík höfðu byssur, sem
geymdar vom í aðallögreglustöð-
inni.
íslendingar vom ekki í neinni
aðstöðu til þess að veija sjálfa sig.
En Þjóðveijar gátu varla reynt að
ráðast á ísland með sama hætti og
þeir höfðu ráðizt á Danmörk og
Noreg; með því að láta falda her-
menn allt í einu ganga úr farskipum
sem virtust fara með friði. Skipa-
umferð um Reykjavíkurhöfn var of
lítil til þess að ráðlegt þætti að
beita slíkum brögðum. Auk þess var
fjarlægðin til næsta landsvæðis í
höndum tjóðveija of mikil til þess
að unnt væri að gera fallhlífarinn-
rás. Árás flotans gæti borið árang-
ur, þó að skipin hefðu þurft mikla
heppni til þess að komast hjá brezka
flotanum á leið aftur til Þýskalands.
En önnur hætta var fyrir hendi.
Þýzkt farskip hafði farizt við
ströndina, og sextíu skipveijanna
vom kyrrsettir á hóteli i Reykjavík
ásamt nokkmm þeirra sem komust
af þegar þýzkur kafbátur fórst.
Þýzki aðalræðismaðurinn, hr.
Gerlach, var öfgafullur nazisti sem
sögur hermdu að hefði verið vísað
úr landi í Sviss vegna þess að hann
væri bendlaður við samtök er rændi
gyðingum sem höfðu sloppið frá
Þýzkalandi, til þess eins að snúa
þeim heim aftur til að mæta dapur-
legum örlögum sínum þar. Sá orð-
rómur gekk í Reykjavík að kjallari
þýzku alræðisskrifstofunnar væri
fullur af rifflum, hríðskotabyssum
og skotfæmm. Með harðsnúnum
foringjum hefði þessu hópur far-
manna getað ógnað bænum og tek-
ið þar völdin og haldið þeim hugsan-
lega nógu lengi til þess að þvinga
ríkisstjóm Islands til að samþykkja
kafbátahafnir í fjörðunum.
Ég komst að því að ríkisstjóm
Bretlands hafði tilkynnt þeirri
íslenzku þann 9. apríl, að hún væri
staðráðin í að forða íslandi frá því
að mæta sömu örlögum og Dan-
mörk og Noregur. Þetta yrði ekki
unnt án vissrar aðstöðu, sem brezka
stjómin reiddi sig á að sú íslenzka
léti í té sem þátttakandi í hernaðin-
um og bandamaður. Hafði þessu
verið hafnað af ríkisstjóm íslands,
sem sagðist mundi viðhalda hlut-
leysi landsins og mótmæla sér-
hverri tilraun til að skerða það.
Bretar láta til skarar skríða
Mér virtist það samt aðeins
spuming um tíma hvenær vð yrðum
að grfpa í taumana. Þó hófst undir-
búningur vegna landgöngu á ís-
landi ekki fyrr en 4. maí, en hin
endanlega ákvörðun var tekin 6.
maí. Þennan hraða má að hlúta
rekja til þess að lið var enn ferð-
Sjá bls. 16B.
STÚDENTA-
STJARNAN
14karata
gull
hálsmen
eða
prjónn
Verð kr.
2400.-
Jón Sigmundsson,
skartgripaverslun, Laugavegi 5, sími 13383.
VIFTUM
u FÁLKINN
m Þekking Reynsla Þjónusta
SUOURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670
4