Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 búið til hemaðar í Noregi. Árla dags 9. maí var mér sagt í dulmálsskeyti að búast við mjög mikilvægu en há leynilegu skeyti kl. 5 þann sama dag. Mér var ljóst að ekki kom annað til greina en landtaka herliðs. Undir lok hádegis- verðar var ég kallaður í síma, en ég var að snæða hjá aðalræðis- manni Hollands. Forgangsskeyti hafði borizt. Mér fannst freistandi að hverfa strax úr boðinu til þess að ráða dulmálið. En úr því að mér hafði verið sagt að búast við skeyt- inu kl. 5 hafði ég enn t.vær stundir til stefnu. Ef um landgöngu væri að ræða, skipti miklu að það færi mjög leynt. Vildi ég ekki gefa til- eftii til grunsemda með því að hraða mér frá borði. Ég átti bágt með að láta eins og um venjulegt skeyti t væri að ræða, en mér tókst að sitja kyrr þar til ég gat yfirgefíð sam- kvæmið án þess að það þætti at- hugavert. I skeytinu kom fram að tvö beiti- skip eða tveir tundurspillar myndu ná til Reykjavíkur kl. 4.30 næstu nótt, en sveit landgönguliða sjó- hersins myndi þá hertaka bæinn. Mér var fyrirskipað að útvega hæfí- lega marga trúverðuga brezka þegna til þess að vísa landgöngulið- unum til lykilstaða svo sem póst- hússins og útvarpsstöðvarinnar. heildarfjöldi Breta — kvenna, karla og bama — sem þá voru i Reykjavík var 13, en af þeim voru karlmenn fjórir auk mín, ég hafði því ekki f* úr mörgum að velja. Ég hafði ráðið dulmál skeytisins sjálfur, en engum sagt frá efni þess nema John Bowering, sem enn bjó í bústaðnum ásamt konu sinni og bömum á meðan þau biðu næsta skips til Englands. Ég spurði hann hvort hann hefði nokkuð á móti því að efna tiil samkvæmis þá um kvöldið, til þess að halda upp á fæðingu sonar eins starfsmanna okkar, en hún hafði einmitt átt sér stað á þessum mjög svo heppilega i tíma. Með því tækist mér að stefna öllum Bretunum saman á sama stað án þess að vekja grunsemdir. Þetta gerði hann, en ekki gekk fyrir- hafnarlaust að fá tvo gestanrta til að mæta. Þetta voru flugsveitarfor- inginn Bames og kona hans. Nokkru áður varð Bames að nauð- lenda sjóflugvél sinni í íslenzkum firði, en honum tókst að gera við hana sjálfur og fara í loftið aftur. En hann hafði brotið gegn þjóða- rétti og höfðu íslenzk sjómvöld bor- ið fram mótmæli. Bames hinum ólánssama var skipað að hverfa aftur til íslands til þess að sitja í varðhaldi. En fangageymslur voru engar á íslandi og varð Bames að -i gefa drengskaparheit um að vera um kyrrt í landinu. Eiginkona hans kom til að vera með honum, en þau bjuggu á bæ fyrir sunnan Reykjavík sem seinna varð bústaður fyrsta forseta íslands. Bames þoldi illa að eiga að eyða stríðsárunum í aðgerðarleysi norður á Islandi, og hafði hann þrýst á mig að fá brezku stjómina til að semja um að honum yrði sleppt. Eins og málin stóðu var það gjör- samlega útilokað en hann hafði skotið að mér að hann ætlaði að ganga á bak orða sinna og flýja. Mér hafði gengið mjög illa að fá hann til að sýna þolinmæði aðeins lengur og hafði ég átt óþægilegt 'samtal við hann einmitt þennan sama dag. Hann var sérlega óánægður og alls ekki í sólskins- skapi, en loks tókst okkur að telja hann á að mæta. Við ákváðum að flokkum land- gönguliða yrði fylgt til pósthússins, útvarpsstöðvarinnar, hótelsins sem þýzku sjómennimir gistu og aðal- ræðisskrifstofu Þýzkalands. Við höfðum ekki borgaralegan liðsafla til frekari starfa, en ég yrði til taks í neyðartilvikum eða til að aðstoða landgöngulið eftir fyrirmælum yfir- manns þeirra. Vopnabúnaðurinn ‘var herskammbyssan mín frá fyrri heimsstyijöld. Það var hvorki ætlun mín né vilji að nota hana, en ég lánaði hana Bames — eina her- manninum í hópnum — sem hafði nú tekið gleði sína, enda lausn úr varðhaldi tryggð með landtökunni. Þá birtist tundurspillirinn og lagði að. Hermenn fóru að staulast í land. Sjóferðin hafði verið vond og óþægileg, og þeir skulfu yfír- hafnalausir. Fyrstur í land var upp- lýsingaforinginn, Humphrey Quill landgönguliðsmajór, sem ég kynnti mig fyrir. Hann hafði meðferðis bréf frá Charles Howard Smith, sendifulltrúa hans hátignar í Dan- mörku og Islandi, en hann kom með herliðinu. í bréfínu bað hann •mig að fylgja Quill majór ásamt tveimur flokksdeildum landgöngu- liða til þýzku aðalræðisskrifstof- unnar, til þess að handtaka hr. Gerlach og starfslið hans, sem sent yrði til Englands með beitiskipinu. Howard Smith kæmi svo í land seinna, og þá myndum við greina íslenzku ríkisstjórninni frá mála- vöxtum. Gerlach handtekinn Ég kynnti hjálparkokka mína og útskýrði verkaskiptinguna og síðan lögðum við Quill majór af stað til þýzku ræðisskrifstofunnar. Mann- fjöldinn hafði gufað upp og götum- ar voru auðar. Er við strunsuðum eftir garðstíg hr. Gerlachs, hvarfl- aði að mér að hugsanlega stæðu vélbyssumar, sem Gróusögur höfðu gengið um, út um hvem glugga, en allt var kyrrt í húsinu. Quill knúði dyra með skefti skammbyssu sinnar. Hr. Gerlach opnaði sjáifur, skjálfandi af bræði. „Hvað viljið þið?“ gall í honum á þýsku. „Við viljum koma inn, herr gener- alkonsul.“ „Til hvers?" „Við ætlum að taka ræðisskrif- stofu yðar á okkar vald.“ „Er þetta ekki hlutlaust ríki?!“ „Danmörk var það líka, herr gen- eralkonsul." Gerlach veifaði til tveggja lög- regluþjóna sem gengu framhjá, en þeir tóku til við að grandskoða byggingarstíl kirkjunnar handan götunnar. Hann yppti öxlum, færði sig til hliðar og við gengum inn í forstofuna. Þar stóðu tveir ungir menn, alklæddir. Þeir hneigðu sig djúpt og voru kynntir sem ritarar. „Ég bið ykkur að afsaka að eigin- kona mín og dóttir em ekki hér. Klukkan er ekki orðin margt og þær em ekki enn komnar á fætur," bætti Gerlach við. í þessum töluðu orðum kom her- maður hlaupandii til þess að til- kynna að reyk legði út um glugga á efri hæð. Stökk hann upp stigann og koma að frú Gerlach og eldri dótturinni þar sem þær brenndu dulmálslykla með bensíni í baðkar- inu. Við komum nógu fljótt til að stöðva verknaðinn í tæka tíð. Síminn hringdi niðri, en það var Cutler höfuðsmaður að hringja úr bænum. „Við tókum 62 stig á skömmum tíma. Hvemig gengur hjá ykkur?“ Þetta var tilkynning um að tekizt hefði að handtaka þýzku sjómenn- ina. Einnig var búið að taka póst- húsið og útvarpsstöðina, og nú höfðu landgönguliðamir náð völd- Hermenn á hafnarbakkanum í Reykjavík að morgni 10. maí 1940. Beðið eftir herskipunum Okkur tókst að blunda af og til í hægindastólum. Það var aðfara- nótt 10. maí. Þama norðurfrá er nóttin ekki svört, heldur kaldblá- leit, en stjömumar blika jafn skært og götuljósin. Hugurinn reikaði til herskipanna og mannanna um borð, svo og til íslendinganna er sváfu vært, þess alls óvitandi að innan örfárra stunda yrði ættjörð þeirra flækt í afdrifaríkan ófríð. Ekki gát- um við vitað að á þessari stundu voru Þjóðverjar að undirbúa fall- hlífaárás á hollenzkar hafnarborgir og þýzki herinn beið eftir merki um að ráðast inn í Niðurlönd og Frakk- land í dögun. Við tókum okkur stöðu tvisvar um nóttina, en þá kom í ljós að það voru fískiskip sem liðu inn í höfn- ina. Um fjögurleytið heyrðum við til flugvélar í fjarska. Hún kom nær og hringsólaði yfír bænum með ærandi hávaða sem rauf nætur- kyrrðina. Vélin var af gerðinni „Walrus", sem gat lent á legi jafnt sem láði, en hún hafði verið send frá beitiskipinu sem nálgaðist til þess að ganga úr skugga um að höfnin væri öllum opin. Vélin var mjög hávær og vakti marga borg- arbúa, enda voru flugvélar þá sjald- séðar á íslandi. Tóku þá margir að velta vöngum, ekki sízt í bústað þýzka aðalræðismannsins. Það þykknaði upp undir morgun og gekk á með éljum. Þegar dökkblámi næturhiminsins hopaði undan grá- leitu morgunsárinu sáum við móta fyrir herskipum á leið til hafnar. Við fórum út í bíl í flýti og ókum stuttan spöl niður á höfn. Ég hafði búist við því að bryggj- an yrði mannlaus svona árla dags, en Walrusinn hafði gert sitt. Fjöldi manna hafði safnazt saman á bryggjunni og horfði þögull út á ytri höfnina þar sem skipin grá lágu í grámanum. Tundurspillir lá sam- síða beitiskipinu og sáust hermenn streyma ofan í hann af stærra skip- inu. Um síðir fór tundurspillirinn af stað og hvarf sjónum okkar í éli. Nú var mannsöfnuðurinn orðinn nokkuð breiður við legukantinn. Ég sá til tveggja lögregluþjóna rétt hjá, og til allrar hamingju talaði annar þeirra ensku. „Fyrirgefíð, en haldið þér að þér gætuð fengið fólk- ið til að færa sig aðeins aftar, til þess að hermennirnir komist í land af tundurspillinum?" spurði ég. Um leið og ég orðaði þetta gerði ég mér grein fyrir að beiðnin var held- ur betur kjánaleg, en lögregluþjónn- inn svaraði: „Að sjálfsögðu" og tók til við að stjórna mannfjöldanum ásamt starfsbróður sínum. Þetta ætlaði að verða prúðmannleg inn- Breskur hermaður heldur á skjaldarmerki þriðja ríkisins eftir að það hafði verið tekið niður af sendiráðinu við Túngötu. Myndin er tekin á hernámsdaginn. rás. Skipbrotsmennirnir á Bahia Blanka á tröppum Þjóðleikhússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.