Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 IJR tiEIMI EVIEAiTNEANNA Melanie Griffith á uppleið Melanie Griffith hefur nóg að gera þessa dagana og er hæstán- ægð með það. Wá því í október hefur hún leikið í nýjustu gaman- mynd Mike Nichols („The Gradu- ate“, „Heartburn") sem heitir „Working Girl". Mótleikari hennar er Harrison Ford nýkominn frá Pol- anski í París. „Ég er í öllum atriðun- um nema einu," segir Melanie kímin. Nýlega var frumsýnd mynd in„Stormy Monday“ eftir Bretann Mike Figgis en Griffith fer einnig með aðalhlutverkið í henni og hún fer með hlutverk í nýjustu Robert Redford-myndinni, „The Milagro Beanfield War“. Upp, upp, upp; Melanie Griffith hefur tekið stefn- una á stjörnurnar. Þessar þrjár myndir fylgja í kjöl- far annarra þriggja Melanie-mynda: „Fear City" eftir Abel Ferrara, „Body Double" eftir Brian De Palma og „Something Wild" eftir Jonathan Demme. Hún fór með misstór hlut- verk og heldur kuldaleg í þeim öll- um. Hún var fatafella í þeirri fyrstu, klámdrottning í númer tvö og kyn- þokkafullur geðklofi í númer þrjú. Henni þykir hlutverkið í „Working Girl" það erfiðasta hingað til. „Ég leik ritara í Wall Street sem hefur meiri gáfur en peninga," segir hin þrítuga leikkona. „Hún sótti ekki nám í ríkisbubbaskóla heldur kom sér áfram í gegnum kvöldskóla en það er erfitt að ná frama í fjármála- heiminum þegar maður er fátæk- ur.“ Hún talar af sérstakri hrifningu um Mike Nichols og leikstjórn hans.„Hann var alltaf að kenna mér eitthvaö, jafnvel í stuttum atriðum eins og því þegar ég átti að vera með timburmenn og sækja tómats- afa úr ísskápnum, hella honum í glas, setja töflu af Alka-Seltzer í glasið og drekka. Hann gaf mér frá- bært ráð um hvenær ég ætti að stoppa og andvarpa í því atriði - hann gerði mér grein fyrir því að þegar maður er með timburmenn er hver hreyfing hin mesta raun.“ „Ég læt leikarana bera fulla ábyrgð á því hvernig persónur þeir skapa," segir Jonathan Demme, „og Melanie var vinnuhestur upp- full af hugmyndum. Útlit Lulu í „So- mething Wild“ var raunar hennar hugmynd, svarta hárkollan og skar- tið.“ „Hún hafði mikil áhrif á handrit myndarinnar „Stormy Monday" segir Mike Figgis sem leikstýrir og skrifar handritið að hinni bresku mynd. í þeirri mynd leikur Melanie hjákonu samviskulauss stjórnmála- manns frá Texas (sem Tommy Lee Jones leikur) er hyggst kaupa land í Newcastle á Englandi. Hún verður skotin í íra sem er í bandalagi með skemmtistaðareiganda í Newcastle (Sting) gegn Texas-búanum. „Eftir að Melanie þáði hlutverkiö leit ég yfir handritið með henni," segir Figgis. „Og hún var mjög snjöll. Ef henni þótti eitthvað óþægilegt eöa ónauðsynlegt breytti ég því ef mér þóttu hugmyndir hennar góðar." Melanie Griffith er dóttir leikkon- unnar Tippi Hedren (lék í Hitch- cock-myndunum Fuglar og „Marnie") og var 16 ára þegar hún lék í sinni fyrstu mynd, „Night Mo- ves“ eftir Arthur Penn. Hún ólst upp í Hollywood; Hitchcock gaf henni gjöf þegar hún var sex ára sem lýs- ir best honum sjálfum — litla kistu með líkneski af mömmu hennar oní. Það var ekki fyrr en sjö árum eftir að hún lék í „Night Moves" að hún fór að læra leiklist. Hún lék áður í helling af B-myndum, var í dópi og brennivíni og giftist Don Johnson og skildi við hann. Seinni eiginmaðurinn, leikarinn Steven Bauer, reif hana uppúr eymdinni. Hann fékk hana til að láta af B- myndum og brennivíni og fara til New York að læra leiklist hjá Stellu Adler. „Ég vildi það alls ekki. Ég hafði verið í tímum hjá Stellu þegar ég var 18 ára en gafst upp. Hún er svo grjóthörð. En Steven hvatti mig til að reyna aftur og það breytti öllu.“ Fyrsta myndin eftir hið stranga leiklistarnám (Melanie var peninga- laus og kalt í New York) var „Fear City": „Ég fann strax mun á mér, ég gat fyllt betur út í persónuna." Og svo kom De Palma-myndin „Body Double", nútímaútgáfa Hitchcocksmyndarinnar „Vertigo". „Steven hafði verið í „Scarface" og Brian hringdi einn daginn og spurði mig hvort ég vildi kynna hann fyrir :,v,: ýy^>y.\.:y.yj\.yf;.yf;.\ ■ mm mm sm Griffith með Tommy Lee Jonesí „Stormy Monday". Jamie Lee Curtis fyrir hlutverkið í „Body Double". Það gekk ekki með Jamie svo ég sagði: En hvað með mig? Gæti ég ekki bara lesið fyrir hlutverkið? Og hann sagði: Oh, Ste- ven léti þig aldrei gera það. Og ég sagði: Bíddu aðeins, þetta er ekki spurning um hvað Steven leyfir mér að gera. Þetta er mitt líf. Svo Brian lét mig hafa handritið." Griffith fékk mjög góða dóma gagnrýnenda fyrir „Body Double" og hún var komin á réttan kjöl. Hún eignaðist son og skildi um síðir við Bauer. Og svo kom „Something Wild“, besta mynd hennartil þessa. Hún man alltaf hvað kennari í Los Angeles sagði einu sinni við hana. „Hann sagði: Að leika er krak- kaleikur sem lýtur reglum fullorðna fólksins. Það frelsaði mig heilmikið vegna þess að þú verður að treysta á innsæið. Ef þú segir við krakka: Vertu lögga, verður hann lögga á svipstundu hverjar sem hugmyndir hans um löggu eru. Hann segir ekki: Óó, geri ég mig nú að fífli? Eða: Af hverju geri ég þetta? Ef þú getur látið svoleiðis — verið krakki í þykjustuleik — og líka lært heima, þá veistu hvað þú ert að reyna að gera á tjaldinu." í mynd Mike Nichols, „Working Girl“. Lifandi goðsagnir bíómynd- anna hittast í kulda og trekki Lillian Gish og Bette Davis ieika systur f myndinni „The Whales of August". Það voru engir raunverulegir hvalir í „The Whales of August" (Hvalir í ágúst) og það var ekki einu sinni hægt að kaupa sér kaffi á eyjunni sem myndin var gerð á. Veðrið var vont, Lillian Gish, hin 90 ára gamla stjarna myndarinnar, var í fernum sokka- buxum undir sumarkjólnum til að halda á sér hita og hin 78 ára gamla Bette Davis, mótleikari Gish, reifst við leikstjórann dag- lega. Þar hittust tvær lifandi þjóð- sagnir bíómyndanna. ( septemb- er árið 1986 fóru Lillian Gish, Bette Davis, Vincent Price og Ann Sothern með ferju til Cliffeyj- ar í Cascoflóa við strönd Maine í Bandaríkjunum til að kvikmynda mjög sérstaka mynd um gamlar systur sem rífast um útsýnis- glugga. Á tímum þegar kjarni kvikmyndahúsagesta er undir 25 ára aldri er samanlagður aldur aöalleikaranna í myndinni 317 ár. Regnboginn mun sýna „The Wha- les of August" á næstunni. „The Whales of August" er byggð á leikriti eftir David Berry frá 1981 en framleiðandinn, Mike Kaplan, keypti kvikmyndarétt þess eftir að Lillian Gish, sem var ein fremsta leikkona þöglu mynd- anna, hafði samþykkt að leika í myndinni. Kaplan var aldrei I vafa um hvaða leikkonur hann vildi fá í myndina, Gish, Davis og Sot- hern voru þær fyrstu sem komu upp í hugann. En það var erfitt að finna menn sem voru reiðubúnir að fjár- magna verkið og þegar Kaplan hafði loksins tekist að útvega þær þrjá milljónir dollara sem þurfti, voru fimm ár liðin frá því hann talaði við leikkonurnar. „Alltsaman deyr fyrr eða seinna," segir hin óþægilega Libby, sem Davis leikur í mynd- inni. Það er Ijóst aö Lillian Gish hefur litla trú á þeirri yfirlýsingu. Kaplan hafði ekki ástæðu til að hafa áhyggjur þótt fimm ár liðu, Gish var að vísu ekki eins liðug níræð og þegar hún var 85 ára en annars var hún við hesta- heilsu. Heyrnin hafði hinsvegar versnað talsvert. Bette Davis var aftur hvorki bjartsýn né ánægð. Þar sem hún hafði ekki búist við því að fá til umráöa sumarhús án miðstöðv- arhitunar urðu fyrstu tvær vikurn- ar á eyjunni hinar óskemmtile- gustu fyrir samstarfsmenn henn- ar. „Bette getur verið erfið," seg- ir Vincent Price sem lék á móti henni í „The Private Lives of Elizabeth and Essex" fyrir 48 árum. „En henni líkar vel við mig. Það þýðir ekki aö við séum bestu vinir en það forðar okkur frá að vera óvinir. Hún er skemmtilega skepnuleg. Hún reykti þessar 18 milljón sígarettur og við hlógum mikið. Það loguðu 18 arineldar í húsinu hennar og það var svo heitt að maður varð fullur af ein- um martínisjúss." Price gefur eyjunni ekki háa einkunn. „Hún er umkringd vindi og vatni. Það var enginn staður til að hittast á. Ég hef farið um allan heiminn í kvikmyndatökur og venjulega er bar eða danshús eða kvikmyndahús þar sem hægt er að tylla sér niður og hitta fólk. Þarna var ekkert. Maður vonaði bara að einhver úr kvikmyndalið- inu byði manni í mat. Það var á annarri og mun þægilegri eyju, En þangað þurfti að fara á báti og það gátu dömurnar ekki." Framleiöandinn Kaplan hafði lengi haft í huga að fá Bette Da- vis og Lillian Gish, tvær frábærar leikkonur frá gullöld Hollywood, til að leika saman I bíómynd en það höfðu þær aldrei gert áður. Davis olli honum talsverðum von- brigðum þegar hún hafnaði boði hans um að leika í myndinni fyrir sex árum og þegar hún veiktist virtist engin von til að hún gæti leikið framar. En hún barðist við hjartaáfallið af jafnmikilli hörku og hún áður barðist við leikstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.