Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 B 17 um í bænum hljóðalaust. Engin mótspyma hafði verið sýnd og til engra vandræða kom. Eina tjónið var brotin hurð. Mér fannst tími til kominn að greina frönskum kollega mínum frá atburðum dagsins. í setustofunni var lítið skatthol, greinilegá notað af frú Gerlach. í því var bréfsefni eins og vorrós að lit. Aftan á ums- lögin var letrað nafnið Bertha Berlach, og lagði angan af þeim. Ég hripaði niður orðsendingu og lét færa franska ræðismanninum, hr. Voillery, hamingjusamlega kvænt- um manni. Hann var trúlega ennþá í rúminu, en ég hugleiddi hvort það væri alveg við hæfi að senda honum ilmandi skilaboð frá ektakvinnu annars manns á þessum tíma dags. Ég þóttist þó viss um að efni bréfs- ins yrði honum svo kærkomið að allt annað hyrfi í skuggann við lest- ur þess. Gerlach var sendur áleiðis til Englands samdægurs og lenti svo í Lundúnatuminum. Seinna var skipzt á honum og Sir Lancelot Oliphant, sendiherra okkar í Belgíu. Til forsætisráðherra Þegar Howard Smith var kominn í land, gengum við á fund Her- mánns Jonassonar forsætisráð- herra, sem tók á móti okkur ásamt hinum ráðherrunum. Vom þeir al- varlegir í bragði en ekki ýkja undr- andi á landtökunni. Howard Smith ítrekaði orð brezku ríkisstjómarinn- ar frá fyrra mánuði, þess efnis, að við vildum koma í veg fyrir að það sama henti ísland og Noregur og Danmörk höfðu orðið að þola. Hlut- leysisyfirlýsing hafði greinilega lítt stoðað fyrir þau lönd, en ef Þjóð- veijamir hefðu hertekið ísland hefðum við þurft að kasta þeim út aftur og með því fært átök ófriðar- ins til Islands. Eins og málum var háttað yrði ekki um neina íhlutun í daglega stjóm landsins að ræða og yrði brezka herliðið ekki á ís- landi stundinni lengur en nauðsyn krefði. Forsætisráðherra hélt fast við fyrri afstöðu ríkisstjómarinnar. Hún tryði því ekki að Þjóðveijar hefðu ráðizt á ísland og væri land- taka Breta því óþörf. En úr því að herliðið brezka væri komið í anda góðvildar yrðu íslendingar samvinnuþýðir. Þá um kvöldið ávarpaði hr. Jónasson þjóð- ina til að segja frá atburðunum. Hann bætti við að ríkisstjómin hefði ekki beðið um vernd og þyrfti henn- ar ekki með, en úr því brezkir her- menn væm komnir skyldu íslend- ingar koma fram við þá sem gesti í landinu. Daginn eftir, sem vár laugardag- ur, fómm við aftur í stjómarráðið til að ræða um ýmis framkvæmdar- atriði. Var ytri hurðin harðlæst og lengi vel var ekkert svar þegar við knúðum dyra. Loksins var lokið upp og þar stóð gamall maður, veður- barinn og boginn. Kunni hann hrafl í ensku. „Við viljum hitta forsætisráð- herra." „Hann er ekki við.“ „En utanríkisráðherrann?" „Ekki heldur." „Er nokkur ráðherranna við?“ „Nei. Það er laugardagur. Þeir hafa allir farið úr bænum eins og venjulega um helgar." Mér datt í hug að það hlyti að vera einsdæmi í mannkynssögunni að ríkisstjóm færi í heilu lagi úr bænum í helgarfrí, daginn eftir að land hennar hefði verið hertekið af erlendu stórveldi. Var þetta dæmi um íslenzka rósemi, en ekki minna merki um traust íslendinga í garð brezku þjóðarinnar og hermanna hennar. íslendingar virtust sammála ríkisstjórn sinni. Þó þeir væm ekki sérlega órólegir, var það þeim til skapraunar að vera dregnir nauð- ugir viljugir inn í rás ófriðarins. Samt höfðu þeir í aðra röndina gert ráð fyrir einhveiju þessu líku. Ummælin vom aðallega tvenns konar: „Frekar þið en hitt pakkið!" „Einu sinni létu Bretar þó sjá sig nógu snemma!" Nýrómantík í menningarlífi Finnlands TIMO Karlsson, finnskur sendi- kennari við Háskóla íslands, heldur fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins á sunnudag 15. mai kl. 14. Fyrirlesturinn fjallar um nýróm- antík í menningarlífí Finnlands, einkum um sk. karelianisma sem var mikilvægur þáttur í fínnskri nýrómantík fyrir og um síðustu aldamót og sem sótti innblástur til Kalevala, þjóðkvæðabálks Finna, og til sveita í Kiijálalandi, þar sem gömlum kvæðum hafði verið safn- að. í fyrirlestrinum er fjallað um bakgmnn karelianismans og gerð grein fyrir ýmsum listgreinum, sem tengjast karelianismanum, til dæm- is tóolist, myndlist og bókmenntum. Fyrirlesturinn tengist sýningunni í sýningarsölum hússins á mynd- skreytingum sem fínnski listmálar- inn Akseli Gallen-Kallela gerði við Kalevala. (FréttatUkynning) ÍMAZDA929] greiðslukjör25°/o tS30mánuðl Allt það nýjasta frá MAZDAM LUXUSBILAR - SMÁBÍLAR FJÖLSKYLDUBÍLAR SPORTBÍLAR MAZDA 626 SEDAN MAZDA121 OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1-5 BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99. Sérstaklega kynnum viö nýjan MAZDA 626 STATION, 2 nýjar gerðiraf MAZDA 323: SUPER SPECIAL og SUPER SPORT og nýjan MAZDA E 2000 meö aldrifi og dieselvél. Ennfremur allar aörar geröir af MAZDA 626 og 323, MAZDA 929, MAZDA 121 og B 2600 pallbílana meö aldrifi. Geriö ykkur dagamun um helgina, komiö og skoöið það nýjasta í bifreiðahönnun og tækni. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.