Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 Lífið er skóli standa öndvegisrit í fögru bandi í hillum. En þar er líka einkar hlýr heimilisandi, sem líkt og styrkist fyrir það, að verið er að taka til. Það er skemmtilegt að koma til fólks sem í dagsins önn hefur lagt sparisvipinn frá sér og setur hann ekki upp þó ókunnan' gest beri að garði. Magnea og Friðrik áttu bæði böm frá fyrri hjónaböndum sínum. Dætur Friðriks tvær, Jóhanna og Björk, eru á lifí en einkadóttir Magneu lést af slysförum fyrir mörgum árum í blóma lífsins. „Hún var bæði þýðlynd og glöð mann- eskja og spilaði mikið á píanó," segir móðir hennar við mig, þar sem hún stendur fyrir framan málverk af Hellen dóttur sinni. Það var sárt að standa á hlaðinu þegar uppboðið fór fram Faðir Magneu, Hjálmar Jónsson á Syðra-Seli, var duglegur og áhugasamur bóndi. Hann var m.a. einn af stofnendum Hrossaræktar- félags Hrunamanna árið 1912 og faðir hans, Jón Jónsson bóndi í Syðra-Seli var, ásamt séra Stein- dóri Briem í Hruna, hvatamaður að stofnun Lestrarfélags Hruna og Hrepphólasóknar árið 1890. Rjómabú var stofnað á Syðra-Seli árið 1900 og starfaði þar í tvö sum- ur en var á þriðja ári flutt að Áslæk þar sem það starfaði til ársins 1926. Jón átti einnig hlut að máli þegar áveitum var komið á í sveitinni, ásamt vini sínum Þórði Magnússyni í Hvítárholti, nokkru á undan Flóaá- veitunum sem margir hafa heyrt talað um. Heimili Magneu var, eins og á ofangreindu má sjá, framfara- og myndarheimili og faðir hennar og afí voru í röð efnabænda í sinni sveit. Á heimili sínu naut Magnea mjög góðs atlætis og svo var vark- árni móður hennar fyrir að þakka að hún smitaðist ekki af berklum og var það næstum einsdæmi í þá .tíð að bam smitaðist ekki af móður sinni sem það var samtíða. „Hún gætti þess að ég kæmi aldrei of nærri henni og hún kyssti mig aldr- ei,“ segir Magnea. „Ekki einu sinni þegar hún kom heim eftir að hafa verið á Hælinu og var talin frísk. En mislinga mátti hún ekki fá, allra síst eftir að mótstaða hennar var orðin veik eftir að hafa misst eigin- mann sinn og einkason. Afí minn lifði foreldra mína í tvö ár en hann var þá orðinn gamail og farinn að heilsu og gat ekki búið. Afí var mikill vinur minn og var mér góð- ur. Hann kenndi mér m.a. snemma að lesa og draga til stafs. Hann lét mig lesa mikið, stundum marga klukkutíma, þá var ég stundum orðin ansi þreytt. Ég veit að pabbi hafði í huga að senda mig í mennta- skóla þegar fram í sækti en af því varð ekki. Ég fór í Kennaraskólann því það taldi fjárhaldsmaður minn, séra Kjartan Helgason í Hruna, að væri mér fyrir bestu. Ég var alin upp á eignum þeim sem ég erfði eftir foreldra mína og nám mitt í Kennaraskólanum var einnig kost- að af eignum mínum. Faðir minn byggði allt upp á Syðra-Seli á sínum stutta búska- partíma og keypti ýmsar vélar, m.a. plóg sem hann lét uxa draga. Það var því ýmislegt til þegar að því kom að leysa þurfti upp heimil- ið og bjóða búslóðina upp eftir and- lát þeirra. Það var sárt að standa á hlaðinu þegar uppboðið fór fram. Þar var ýmislegt selt sem mig lang- aði til að eiga eftir foreldra mína, en það hugsaði enginn um langanir Friðrik i bókastofunni. Mjög mikið af bókunum i baksýn hefur Frið- Magnea og Friðrik i setustofu sinni. rik bundið sjálfur inn. og þrár lítillar telpu á þeim tíma. Sérstaklega man ég hvað mig lang- aði til að eiga sykurtangir sem móðir mín hafði átt og oft handleik- ið. Mig langaði til að eiga þær og snerta þær af því hún hafði snert þær, en þær voru seldar og ég sá þær aldrei meir.“ Það er sársauka- svipur á andliti Magneu þegar hún rifjar þessa löngu liðnu atburði upp og ég hef orð á að þetta hafí verið ungu bami þung örlög. „Ég hef víst eitthvað brotið af mér í fyrri tilveru," segir Magnea en ég tek slíkri skýringu fjarri en fæ jafn- framt ekki varist undrun yfír orðum hennar. „Æ ég veit ekki,“ segir Magnea. „Þetta láta þeir heppnu dynja á manni, þeir láta svona. En hvað um það, ég lít á lífíð sem skóla og stundum þarf maður að taka saman tvo ansi þunga bekki." Ég spyr hvort þetta mótlæti hafí ekki skilið eftir sig merki. „Jú,“ segir Magnea, „það hefur gert mig þyngslalega á svipinn og sjálfsagt sest að í sálinni. En í Kennaraskólanum þótti mér gaman að vera. Þar opnaðist mér nýr heim- ur, fullur af fyrirheitum, og þar var margt merkismanna. Ég var í síðasta árgangi sem útskrifaðist frá þvottur var þveginn þar. Ég varð mjög handsterk af þessum burði og ég held svei mér að handleggim- ir á mér hafí lengst við þetta. Ég gifti mig tvítug Helga Tryggvasyni skólabróður mínum úr Kennara- skólanum. Hann varð seinna prest- ur um tíma og lengi yfírkennari í Kennaraskólanum. Helgi var heið- arlegur og ágætur maður, við vor- um gift í yfír tuttugu ár. Kjör mín á bamsaldri hafa vafalaust átt þátt í að ég gifti mig eins fljótt og raun bar vitni. Ég þráði ástúð og eigið heimiii. Við Helgi vorum bamlaus og það var okkur harmur. Við tók- um lqördóttur af skoskum ættum meðan við vorum í námsdvöl í Skot- landi, sem við misstum svo á unga aldri. Eftir rösklega tuttugu ára hjónaband skildum við Helgi. Við höfðum smám saman fjarlægst, líkt og vaxið hvort frá öðru, og skoðana- .munurinn var orðinn mikill. Fólk þarf að gæta að hamingju sinni, það þarf að rækta hjónabandið. Ef það kemst órækt í hamingjugarðinn þá nær illgresið sér á strik. Hlýjan í hjónabandinu hverfur. Við Friðrik höfum verið saman í 34 ár, þar af gift í tuttugu ár. Friðrik hefur reynst mér mjög vel. Fólk er hæf- Synir Jónasar Eiríkssonar skólastjóra á Eiðum. F.h. Friðrik, kennari. Emil, sem Friðrik með dætur sínar, Jóhönnu t.v. og Björku. var lengst af eftirlitsmaður sima á Austurlandi. Gunnlaugur, bankamaður. Þór- hallur, bóndi á Breiðavaði og hreppstjóri. Benedikt, kaupmaður. Jón, húsamál- ari og síðar kaupmaður, og Halldór, kennari og lengi starfsmaður á Hagstof- unni og ritstjóri Þjóðólfs og Ingólfs. séra Magnúsi Helgasyni árið 1929. Þama var Freysteinn Gunnarsson, sem var mikill íslenskumaður, Sig- fús Einarsson kenndi söng og Bjöm Bjömss^n teikningu, einnig kenndi Asgeir Ásgeirsson seinna forseti við skólann á þessum tíma. Það þarf að hlú að hjóna- bandinuef það á að lánast Þegar ég kom suður til náms hafði ég engan stað til að vera á. En bflstjórinn sem ók mér suður sagði þá við mig, þegar hann vissi um vandræði mín, að ég gæti búið hjá honum og systmm hans. Það var mikil heppni. Það var sannarlega nýr heimur að þurfa ekki alltaf að vera að mjólka kýr og hlaupa á hverinn. í hvemum var allt eldað, það var engin eldavél til í Gröf og allur ara til að tengjast nánum tilfínn- ingaböndum þegar það hefur tekið út nokkum þroska. Eldra fólk verð- ur skilningsbetra og leggur meira uppúr kærleikanum og tillitssem- inni. Hjá yngra fólki leikur erótíkin stærra hlutverk, en hún er nú aldr- ei til að byggja á þó hún sé góð með. Það þarf að hlú að hjónaband- inu ef það á að lánast." Kennsla hefur verið lífsstarf Magenu Hjálmarsdóttur. Hún hefur kennt við ýmsa skóla hér í Reykjavík. „Ég hef kennt flest nema söng,“ segir hún við mig og hlær. „Ég spilaði ekki nóg. Ég hef hins vegar alltaf haft gaman af léttri og sígildri tónlist. Trommur er mér þó heldur illa við. Sund kenndi ég lengi og var fyrsta konan sem útskrifaðist sem sundkennari hér á landi. Ég varð að taka allt á sama tíma og karlmennimir og þurfti að leggja hart að mér til að ná tímanum og vera nægilega fljót. Ég hef lengst af verið mjög íþrótta- lega sinnuð og sjálf syndi ég enn 600 metra á dag svona oftast nær. Ég hafði líka mjög gaman af hand- iðn og kenndi handavinnu á Elli- heimilinu í 23 ár. Hvað snertir fé- lagsmál þá tók ég auðvitað þátt í félagslífí innan þeirra skóla sem ég kenndi við en pólitík hefur aldrei verið neitt fyrir mig, hún hæfír mér ekki. Ég hef haft töluvert mikið samneyti við fólk sem ég hef kennt og ennþá kemur til mfn fólk og segir „Manstu ekki eftir mér?“ Mér fínnst þetta svo notalegt." Sorgin opnaði mér nýjan heim í upphafí þessa viðtals kom fram að Magnea er trúuð kona og hefur að auki áhuga á dulrænum efnum. Ég spyr Magneu nánar út í þessa hluti og hún segir að strax sem bam hafi hún orðið vör við ýmislegt sem ekki var einleikið. „En mest var það í þá vem að sanna manni að látnir lifi,“ segir Magnea. „Eftir að ég missti dóttur mína heyrði ég til hénnar en sá hana ekki," heldur hún áfram frásögn sinni. „ Ég fór stöku sinnum á fundi hjá Hafsteini miðli og fékk þar góðar sannanir en ég var þó ekki mikið í slíku. Ég hef aldrei átt erfitt með að sam- ræma dulræna reynslu þeirri menntun sem ég öðlaðist í skólum og af bókum. Mér fínnst þetta allt eðlilegt því jarðvistin er tiltölulega stutt sé miðað við eilífðina og mér fínnst það hljóta að vera betra að hafa gert sér einhveijar hugmyndir um hvað tekur við og hvemig best sé að spila úr þessu lífi héma. Ég fór að stunda guðspeki eftir að ég missti Hellen. Þá urðu mikil kaflaskipti í mínu lífí. Þá kjmntist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.