Morgunblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988
B 3
Allar upplýsingar við hendina...
Velgengni í þeirri hörðu verðsam-
keppni, sem ríkir í smásöluverslun í
dag, byggist á að bjóða rétta vöru á
réttu verði. Til þess að það sé hægt, þarf að
vera stöðugt á verði og hafa góða heildar-
yfirsýn til að geta tekið skjótar ákvarðanir,
því samkeppnin gefur engum grið, sem ætlar
sér að ná árangri í viðskiptalífinu. Þessvegna
er nauðsynlegt að hafa réttar upplýsingar
á réttum tíma.
Macintosh tölvan mín gerir mér kleyft að
vinna með heilmikið magn rekstrargagna,
sem ég hef stöðugt verið að safna í minni
hennar. Með einu handtaki get ég breytt
forsendum og komist að nýrri niðurstöðu,
fljótar en það tæki mig að slá einfalt
reikningsdæmi á reiknivél. Með enn öðru
handtaki get ég umbreytt torskildum talna-
röðumí skilmerkilegar skýringarmyndir, allt
án þess að eyða dýrmætum tíma í löng og
ströng tölvunámskeið.
Apple
Macintosh
allt öðmvísi tölva
Með því að tengja tölvuna mína við
tölvunet get ég svo kallað ffam
upplýsingar úr aðaltölvu fyrir-
tækisins eða frá mismunandi deildum þess
og unnið samstundis úr þeim.
Macintosh skapar þannig greiðan aðgang
að upplýsingum og traustan grundvöll fyrir
ákvarðanatöku, ekki aðeins eins og ég hafi
flokk manna til að vinna með mér heldur
miklu fremur eins og hópur sérfræðinga sé
að verki. Tímasparnaðurinn er gífurlegur,
um leið og afköstin aukast. Macintosh tölvan
er meiriháttar vinnuhestur sem hvetur mann
ósjálfrátt til dáða.
í kapphlaupinu við timann er gott að eiga
Macintosh tölvuna, vilji maður á annað borð
vera með.
Jón Sigurðsson, forstjóri Miklagarðs sf.