Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988
SKAGASTRÖND:
Ögleymanlegt
aö heimsækja Jóhann
Pétursson á Horni
GUNNAR Sveinsson er búinn að
gera út báta frá Skagaströnd í
27 ár. Hann hefur átt sex báta
eða hlut í bátum á þessu tíma-
bili. Nú gerir hann út Auðbjörg-
ina sem er 23 tonn en hana er
Gunnar búinn að eiga og gera út
í 11 ár.
„Ég byrjaði hjá Bjama Helgasyni
eins og svo margir aðrir hér, 14
ára gamall í beitningu. Hálfu ári
seinna var ég kominn á sjó og hef
verið þar síðan nema rétt á meðan
ég fór í skólann til að ná mér í
réttindi."
— Nú hefur þú ekki alltaf gert
út á hefðbundinn hátt?
„Nei, nokkur sumur gerði ég út
á reka vestur á Ströndum. Ég fékk
leigða hálfa Smiðjuvíkina og fór
þangað 2—4 túra á sumri, svo fékk
ég líka að hirða úr Löngufjöru í
Látravík hjá Jóa vini mínum á
Homi. Ég fór alltaf og fyllti Auð-
björgina eins og hún bar og var svo
með dræsu á eftir mér allt upp í
120 spýtur. Þá rákum við keng í
spýtumar, drógum síðan vír eða
keðju í gegn og drógum svo allt
saman á eftir okkur yfir flóann
hingað heim. Þegar heim kom tók
það svo langan tíma að rífa spýturn-
ar í staura en síðustu fimm árin
var ég kominn með sög til að saga
staurana og það var mikill munur.“
— Hvemig var að koma þarna
vestur snemma á vorin?
„Þetta voru óskaplega skemmti-
legir túrar en erfiðir. Það var svo
mikið puð að koma spýtunum i sjó-
inn úr fjörunni. Það var líka
ógleymanlegt að heimsækja Jóhann
Pétursson vitavörð á Homi. Ég
Iærði það strax eftir fyrsta túrinn
að það var ekki ráðlegt að heim-
sækja Jóa fyrr en allt var orðið
klárt til að fara heim: Jói átti nefni-
lega alltaf lögg á flösku og hafði
gaman af að veita gestum sínum.
Strákamir hjá mér voru oft orðnir
ansi framlágir þegar komið var
fram undir morgun í heimsókn hjá
Jóa. Sjálfur varð ég að passa mig
af því ég þurfti að standa fyrsta
spölinn heim á leið.“
— Hvað voruð þið lengi á leið-
inni heim með spýtumar?
„Við vorum yfírleitt þetta 17—18
tíma frá Homi sem venjulega er
svona 7 tíma stím.“
— Kom aldrei neitt fyrir í þess-
um ferðum?
„Nei, það getur nú ekki heitið.
Einu sinni sigldi þó bátur á dræs-
una aftur úr okkur og sleit hana í
sundur. Það tók okkur langan tíma
að smala því saman aftur á Auð-
björginni drekkhlaðinni. í einum
túmum kom fólk til okkar þar sem
við vomm að hirða rekann í Fum-
fírði, en þar hafði ég leyfi líka, og
fór að hella yfír okkur svívirðingum
fyrir að vera að stela af rekanum.
Það kom í ljós að þetta var fólk sem
átti hagsmuna að gæta í einum
þriðja af víkinni og hélt okkur vera
að stela frá sér. Þegar ég loksins
komst að gat ég bent aumingja
fólkinu á að tala við eigendur þess
helmings sem ég var með á leigu
því það hittist svo vel á að eigend-
umir vom staddir þama í landi.
Þá sljákkaði í fólkinu og það lét
mig í friði eftir það.“
— Gunnar, ertu hættur í rekan-
um?
Ég er nú með víkina á leigu enn-
þá svo það er aldrei að vita hvað
maður gerir í sumar. Eitt er víst
að ekki mun mig vanta mannskap
því margir hafa pantað að koma
með ef ég fer i rekatúr."
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Gunnar Sveinsson um borð í báti sínum, Auðbjörgu.
Tók fjóra tíma að
ná rækjutrollinu inn
STEFÁN Jósefsson útgerðar-
maður og skipstjóri á Ólafi
Magnússyni var að landa þrem
tonnum af rækju, eftir sólar-
hrings túr, og var þungur á brún-
ina þegar fréttaritari hitti hann
að máli á bryggjunni á Skaga-
strönd.
„Það slitnaði hjá okkur annar
vírinn og við vomm i fjóra tíma að
ná draslinu innfyrir. Það er helvíti
hart því þetta vom nýir vírar, við
vomm ekki búnir að taka nema
fímm hol með þeim. Það var að
vísu vonskuveður, 6-7 vindstig og
haugasjór en víramir eiga að þola
það, að minnsta kosti meðan þeir
em nýir. Ég var farinn að halda
um tíma að við næðum því alls
ekki innfyrir því slitum við niður
bómuna aftur á og allt ætlaði að
fara til andskotans. En það hafðist
loks eftir fjóra tímana. Þá var ekki
um annað að ræða en hypja sig
heim til að raða þessu dóti saman
upp á nýtt.“
Hvemig hefur fiskiríið verið?
„Það er búið að vera sæmilegt á
rækjunni það sem af er. Við emm
búnir að fá 13 tonn í tveimur túmm
sem er mikið betra en í fyrra. Það
má kannski þakka það að við emm
með nýja hlera frá Karli Bemdsen,
sem hafa reynst okkur miklu betur
en hleramir sem við vomm með
áður.“
Fréttaritari þakkaði fyrir spjallið
og kom sér burtu því Stefán er
ekki maður sem lætur tefja sig leng-
ur en nauðsyn krefur.
Ó.B.
Morgunblaðið'.Ólafur Bcmódusson
Stefán Jósefsson um borð í Ólafi
Magnússyni.
Sveinn Garðarsson um borð i Stakkanesinu.
Mér hefur alltaf
gengið illa að
fiska í bönkum
Skagaströnd.
SVEINN Garðarsson var í „víra-
slag“ í blíðunni, þegar fréttarit-
ari fór sunnudagsrúntinn á
bryggjuna. Sveinn hefur verið á
sjó frá því hann var 14 ára gam-
all, á alls konar fiskiskipum.
„Við emm að klára að splæsa
vírana því við ætlum að fara út
klukkan eitt,“ sagði Sveinn, en hann
er stýrimaður á Stakkanesinu, sem
er 247 tonna rækjubátur frá Skaga-
strönd.
Sveinn, þú varst sjálfur með út-
gerð héma á ámnum?
»Já, ég er búinn að eiga fjóra
báta og alltaf lent á sama steinin-
um. Auðvitað var maður að brasa
í þessu án þess að eiga nokkra
peninga, og einhvem veginn lenti
ég alltaf í einhveiju sem varð til
þess að ég þurfti að selja. Einu sinni
t.d. hækkuðu lánin á bát sem ég
átti um 1,8 milljónir á einni nóttu
vegna gengisfellingar. Annað skipti
kom það upp að skrúfan á bát sem
ég átti var ónýt og ég varð að kaupa
nýja upp á tvær milljónir. Það þyk-
ir kannski ekki mikið í dag, en þeg-
ar maður gerir út á Guð og lukk-
una þá getur. það riðið manni að
fullu.“
Hvemig er að vera á djúprækju-
veiðum?
„Það er yfírleitt ágætt. Það er
dregið svona 6-8 tíma svo þetta er
frekar rólegt. Auðvitað getur það
verið slæmt eins og oft f vetur í
náttmyrkri og stórhríð 6-7 vindstig-
um innan um ísinn sem var á fleygi-
ferð. Þá er það aðalatriðið að hafa
góðan kastara því radarinn er mjög
takmarkaður við svona skilyrði.“
OLAFUR' MAGNUSSON
SKAGAST«ÖND- *