Morgunblaðið - 26.06.1988, Qupperneq 1
idirgiutMafrfö
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988 BLAÐ 15
FráFmtey
fínnskíií skóga
angt inni í skógum Finnlands er hús. í
húsinu býr kona . .
Þetta gæti verið byrjun á ævintýri. 0g
kannski er þetta einmitt byijunin á
ævintýri, ævintýri um telpuna úr Flatey
á Breiðafirði sem nú um Jónsmessuna
heldur upp á sjötugsafmæli sitt inn í
skógum Finnlands. Þar hefur hún átt
heima í íjörutíu ár, verið bóndakona á
stórum bæ, með kýr, svín og kornrækt.
Leið stúlkunnar frá Flatey til býlisins
Rantala við strendur Paijanne,
næststærsta stöðuvatns Finnlands, var
löng og á köflum mjög ströng. Hún lá
m.a. um Kvennaskólann í Reykjavík,
hjúkrunarskóla í Danmörku og sjúkrahús
í Berlín á síðasta ári
heimsstyijaldarinnar. Frá Berlín var
leiðin til baka til Danmerkur að hluta
farin fótgangandi í flóttamannahópi og
í lok ferðarinnar hafði berklaveikin náð
tökum á stúlkunni. í Danmörku beið vist
á berklahæli á Jótlandi og sú vist varð
örlagarík.
Hún heitir Ásta, stúlkan úr Flatey, og
er Sigurbrandsdóttir. Ég hafði ekki
dvalist lengi í Finnlandi þegar ég heyrði
talað um Ástu. Hana Ástu sem hefur
verið eins og mamma námsmanna og
annarra íslendinga hér, umvafið þá
elskulegheitum heima á Rantala og sótt
allar þær íslendingasamkomur í Helsinki
sem hún hefur mögulega getað, þótt
leiðin þangað sér 150 kílómetrar. í
viðurkenningarskyni fyrir það sem hún
hefur gert í þágu íslands og íslendinga
hér í Finnlandi var henni veitt fálkaorðan
og hún er heiðursfélagi í
íslandsvinafélaginu Islandia, svo og í
Félagi íslendinga í Finnlandi. í
myndasafni íslendingafélagsins eru
Ásta Sigurbrandsdóttir
myndir af Ástu í ísiendingahópi, heima
og heiman, m.a. á íslenskum búningi,
og einnig myndir af manninum hennar,
Jussa Peltola, en hann lést árið 1981.
„Hann Jussi var alveg einstakur —
elskulegur og rausnarlegur við okkur,“
segja Islendingar hér, sem þekktu hann
og minnast hans með söknuði.
Þegar ég spurði Ástu hvort hún vildi í
stuttu máli segja mér sögu sína svo setja
mætti á blað, fylla upp i stutta kafla sem
hún hafði sagt mér áður, hikaði hún og
sagði: „Ég veit það ekki Þórdís mín. Ég
hef verið beðin um þetta áður, en ekki
viljað. Ég er svo hrædd um að upprifjunin
ýfi gömul sár, sem hafa verið lengi að
gróa. En þú ert auðvitað hjartanlega
velkomin til mín — þótt ég lofi engu.“
i
SJÖTUGSAFMÆLIS HEIMSÓKN TIL
ÁSTU SIGURBRANDSDÓTTUR PELTOLA, SEM HEFUR
BÚIÐ 40 ÁR í FINNSKRISVEIT