Morgunblaðið - 26.06.1988, Side 4

Morgunblaðið - 26.06.1988, Side 4
4 B MORGUNBLAÐrÐ,' SUNNUDAGUR WGÚNtíð8« FráFlatey til fínnskra skóga klofnað. Tengdamóðir mín var mér afskaplega góð, en hún var ákveðin kona og vildi ráða. Ég lét undan og var kyrr. Tengdafólk mitt tók mér mjög vel þegar ég kom til Finnlands og það talaði við mig sænsku. Við Amo töluðum saman á dönsku. Auðvitað hefði verið betra að byrja strax að tala við mig finnsku. í Savonlinna töluðu allir finnsku, að- allega Savolax-mállýsku, en fólkið sem koma austan úr Karelíu talaði sína mállýsku. Ég kynntist einni konu sem kunni svolítið í þýsku og við tvær konur gat ég talað sænsku. Við aðra gat ég ekki talað fyrr en ég fór að bjarga mér á finnsku. — Það voru elskuleg, gömul hjón að austan sem áttu búðina í Savonlinna sem við versluðum við. Amo sagði þeim að ég kynni enga finnsku og þegar ég kom næst ein hrópuðu þau á mig svo ég ætlaði að ærast. Þau héldu vist að ég skildi betur ef þau töluðu hátt. En Amo útskýrði fyrir þeim að það væri betra að tala lágt, hægt og skýrt. Það var erfitt að vera útlending- ur hér. Fyrstu árin held ég að ég hafi verið eini íslendingurinn sem bjó í Finnlandi. Ég varð alltaf að passa hvað ég sagði og gerði, því mér fannst að allir Islendingar yrðu dæmdir út frá því. Og ég vildi umfram allt ekki verða landinu mínu til skammar. Hér er margt ólíkt því sem ég þekkti að heiman, t.d. var hér stéttaskipting sem ég hafði ekki kynnst. Ættir og eignir virtust oft vega þyngra en mann- gildið. Það er nokkuð sem ég hef aldrei getað sætt mig við. En þetta er nú allt að breytast. Það er alltaf verið að tala um að íslendingar og Finnar eigi svo margt sameiginlgt. Það skil ég ekki. Því lengur sem ég er hér því ólík- ari fmnst mér þeir. Að minnsta kosti sú þjóð sem ég þekkti á ís- landi. — En það er mikill munur á Finnum eftir því hvaðan þeir koma. Fólkið frá Austur-Finnlandi er miklu léttara en þeir sem búa vest- ar. Hér um slóðir var mjög þungt yfir fólki. Það var mikið af stórum herragörum hér í léninu þar sem húsbændumir voru fínt fólk, oftast aðalsfólk sem talaði sænsku. Hjá- leigubændumir töluðu finnsku og þeir urðu að vinna ákveðinn fjölda dagsverka á búgarðinum, karlarnir við- plægingu, sáningu, slátt og uppskeru og konurnar við ýmis störf innan húss og utan. Þetta var þrúgandi — hálfgert þrælahald. í byijun þessarar aldar komu lög sem gemð hjáleigubændum mögulegt að kaupa jarðir sínar. Rithöfundur- inn Vainö Linna hefur lýst lífínu í sveitinni og sambandinu milli hús- bænda og hjúa mjög vel í bóka- flokki sínum „Hér undir norður- stjömu". En þótt bændurnir yrðu fijálsir breyttust ekki aldagamlar venjur á einum degi. Mér er sagt að fólk hér í sveitinni hafi verið óskaplega þungt og innilokað, en þegar ég kom hingað var þetta far- ið að breytast því hingað’ hafði m.a. flutt talsvert af fólki frá Kar- elíu sem bar með sér léttari blæ. Þegar ég var nýkomin til Finn- lands hafði tengdamóðir mín boð fyrir nágranna sína hér í Sysmá því hún vildi sýna þeim tengdadótt- urina. Meðal gestanna var gömul kona og þegar hún heilsaði tengóa- móður minni vitist hún hrasa og ég hélt að hún hefði flækst í gólf- teppnu. Þegar hún heilsaði mér gerðist þetta aftur og ég greip í hana og reisti hana á fætur. Á eft- ir spurði Arno mig af hveiju ég hefði gert þetta. Ég sagði að hún hefði hrasað og ég hefði verið að hjálpa henni. Nei, hún var að hneigja sig fyrir þér! sagði hann þá. — Það var sem sagt enn til siðs að fólkið af smábýlunum hneigði sig fyrir fólkinu á herragarðinum. En ég lét mitt fólk vita að fyrir mér ætti enginn að kijúpa og það hefði verið nær að ég, ung mann- eskjan, hneigði mig fyrir gömlu konunni. * * * Ég fór sem sagt að vilja tengda- mömmu og fór ekki heim til ís- lands. Ég var með henni í Helsinki fyrsta veturinn, var selskapsdama og hjálpaði henni. Auðvitað var vit- leysa að fara ekki að vinna við hjúkrun, en einhvem veginn var það nú svona. Hefur líklega átt að vera svona. Svo flutti ég hingað til Sysmá. Við Amo vomm byijuð að byggja hér þegar hann lést. Hann hafði ætlað sér að hætta í hernum og fá sér vinnu hér. Og hérna er ég enn. Hér kynntist ég Jussa mínum og flutti til Rantala. Rantala var áður fyrr stór og fínn herragarður í eigu einnar sænsku ættarinnar. Jussi var strákur þegar pabbi hans keypti Rantala árið 1930. íbúðarhúsið var eldgamalt og við gerðum við það, en nú jiyrfti aftur að taka það í gegn. Ég hafði aldrei verið í sveit nema hvað ég hafði passað kýr eitt sumar vestur í Otradal. Og nú var ég orðin bóndakona í Finnlandi. Þegar ég kom vom hér 12 kýr, 4 gyltur og heilmikið af smágrísum, hestar, hænsni og eitt lamb. Mömmu minni blessaðri fannst það ekki geta verið almennilegur bónda- bær sem ekki hafði nema eitt lamb. Hún náði því miður ekki að koma hingað áður en hún lést árið 1951. Hún átti eina ósk og það var að sitja í skugga undir stóm tré. Þeg- ar ég hafði möguleika á að láta þá ósk hennar rætast var það of seint. Hér var margt öðmvísi en heima á íslandi. T.d. heyskapurinn. Heyið, og reyndar allt kom nema rúgur- inn, var þurrkað á staurum sem reknir vom niður í jörðina. Maður mokaði heyinu yfir staurinn og svo vom þverpinnar á staurnum svo að betur loftaði um heyið. Ég gat aldr- ei gert þetta almennilega — gat látið nokkur strá jolla, en hitt datt niður á jörðina. Ég var með inni- hjálp, stúlku sem átti að sjá um matinn svo að ég gæti verið úti en á endanum gafst ég upp við hey- skapinn, fór sjálf í eldhúsið og lét stúlkuna fara út á tún. Stúlkan var auðvitað alveg guðsfegin að fá að vera úti. En ég gerði ekkert annað allt sumarið en að elda og þvo upp. Ég fór á fætur klukkan hálf sex og klukkutíma síðar komu vinnu- mennimir inn í morgunmat. Þá þurfti ég að vera búin að sjóða graut, kartöflur og flesksósu sem kölluð var. Þetta var venja hér á bæjum en ég gat aldrei skilið hvem- ig hægt var að borða þetta steikta flesk á fastandi maga. Einu sinni vomm við með tvo indæla bræður í vinnumennsku og ég áræddi að spyija þá hvort það skipti þá miklu máli að fá fleskið. Nei, alls ekki. Og þeir urðu dauðfegnir þegar ég hætti að hafa fieskið og kartöflurn- ar og þeir fengu í staðinn brauð, kaffi og grautinn. Svo var kaffi klukkan 10, matur kl. 12, kaffi kl. 2 og matur kl. 5. Allt var bakað heima úr eigin kornmeti. Við rækt- uðum hveiti, rúg, hafra og bygg og fómm svo með það í mylluna. Það var slátrað heima og það var mikilvægt að salta svínakjötið strax. Ég sauð því pækilinn um leið. Hér var venjan að sjóða kjöt beint úr saltinu, en ég hafði íslenska matreiðslubók og mundi hvað mamma hafði gert og útvatnaði alltaf kjötið áður en ég matreiddi það. Það þekktist ekki hér og fólk- ið horfði á mig stómm augum og ætlaði ekki að þora að borða kjötið. En fljótlega þótti útvatnaða kjötið miklu betra en saltað kjöt matreitt eftir finnskri venju. * * * Það var nóg að gera heima en ég vildi taka jiátt í einhveiju utan heimilisins. Ég starfaði mikið í bændakvennafélaginu og sat þar í stjórn. Einnig í Rauða krossinum. Við söfnuðum t.d. fyrir fyrsta sjúkrabílnum. Það var mikið öryggi að hafa sjúkrabíl hér í Sysma til að flytja sjúklinga á héraðssjúkra- húsið í Mikkeli. Þess var krafist að bílstjórarnir hefðu lært hjálp í við- lögum svo ég fór á tveggja vikna námskeið í Helsinki til að geta síðan kennt þeim sem óku bílnum. Og ég fór oftast með þegar vom mikið veikir sjúklingar. Hér í Sysmá vom allmörg þroskaheft böm sem ekkert var gert fyrir. Fyrir um 20 ámm var hér prestur sem fór að tala um hvort ekki væri hægt að gera eitt- hvað til að hjálpa. Mágkona mín átti dreng sem átti erfitt og það varð úr að ég stofnaði ásamt nokkr- um konum félag. Við söfnuðum fé og byijuðum á að borga stúlku sem kom til Sysmá einu sinni í viku til að leika við þessi börn og kenna þeim. Þetta var ótrúlega mikil hjálp fyrir margar mæður sem annars komust aldrei frá börnunum. Og fólk hætti líka að skammast sín fyrir þessi böm. Svo kom að því að sveitin tók við og fór að borga — og nú er ríkið búið að byggja skóla og vinnuheimili fyrir þroska- hefta úr sveitunum hér í kring. Það er alveg ótrúlegt hve mikil breyting- in hefur orðið á 20 árum. * * * Nú sé ég að Ásta er farin að ókyrrast og líta út um gluggann og þegar ég spyr hana hvort ég sé að tefja hana segir hún: Nei, nei, ég þarf bara að fylgjast með fjósakonunni og hjálpa henni að koma kúnum inn þegar hún kemur. Olavi og Vappu eru ekki heima, þau eru í sumarfríi í dag. Nú er það komið í lög að bændur geta fengið 10 frídaga á ári og fá þá hjálp. Tíu dagar em ekki mikið borið saman við 6 vikurnar sem flestir aðrir fá, en þó betra en áður var þegar bændur áttu aldrei frí. Nú em hér 25 kýr, stórar og miklar. Olavi heyjar hér en nýtir líka annan búgarð sem er hérna dálítið frá. Sá búgarður hefur geng- ið í móðurætt Jussa í yfir 300 ár. En þar em engin hús, bara akrar og skógar. Áður fyrr réði maður sínum skóg- um sjálfur og gat fellt tré eftir því hvernig markaðsverðið var — seldi eitt árið í pappír og annað árið í eitthvað annað. En nú er ríkið farið að skipta sér af skógunum eins og öðm og skipar manni að fella þessi tré þetta árið og önnur hitt og ákveður síðan hveiju maður á að planta í staðinn. Síðan greiðir mað- ur háa skatta af öllu. Eignaskattur- inn af skóginum mínum er svo hár að það er varla að skógarhöggið standi undir sér. * * * Þegar fjósakonan er mætt fer Ásta út með prik í hendi til að hjálpa henni að koma kúnum í fjós- ið. Sumar eru þijóskar og streitast á móti og Ásta reynir að tala við þær — á finnsku auðvitað, því þetta em finnskar kýr. Þegar kýrnar em komnar á básana og við komnar inn aftur fömm við að tala um tungu- málin, finnskuna og íslenskuna. ís- lenskuna talar Ásta þannig að halda mætti að hún hefði aldrei farið frá íslandi. Finnskan er þröskuldur. Ég lærði smám saman að tala og Iesa, en hef aldrei lært málið almennilega. Ég heyri þegar ég segi vitleysur en ég nenni ekki lengur að leiðrétta þær. íslenskan er mitt mál. Ég hét því að reyna að halda henni og láta ekki fara fyrir mér eins og þeim ssem dveljast erlendis 1—2 ár og tala bjagað þegar þeir koma heim. Meðan mamma lifði sendi hún mér Morgunblaðið og svo hef ég alltaf lesið íslenskar bækur. — Veistu hvernig ég held best íslenskunni? Með því að syngja. Ég syng á íslensku þegar ég er ein. Og nú er ég líka farin að syngja á dönsku til að gleyma ekki alveg dönskunni. Ég hitti enga íslendinga hér í Finnlandi fyrr en veturinn 1948. Þá kom Leikfélag Reykjavíkur með Gullna hliðið og Brynjólfur Jóhann- esson leikari, frændi Aðalsteins Elíassonar mágs míns, heimsótti mig. Og svo sá ég auðvitað sýning- una. Árið 1952 voru tvær íslenskar hjúkrunarkonur hér á sænska heilsuverndarhjúkrunarskólanum, þær Þórunn Kristjánsdóttir og Jónína Waagfjörð. Þær voru hjá okkur í fríum. Þær voru frá Vest- mannaeyjum og í gegnum þær kom Ási í Bæ og dvaldist hér á Rantala í 2—3 mánuði við skriftir. Nína systir mín kom hingað fyrst í sum- arfríinu sínu árið 1954 og síðan kom hún vorið ’55 og var hjá okkur fram á haust ’57. Þá voru strákarnir litl- ir, Olavi er fæddur 1952 og Tapani 1954. Þeir skildu það sem við sögð- um en fengust ekki til að tala íslensku og núna dauðsjá þeir auð- vitað eftir því. Þeir vilja svo gjarnan halda tengslunum við ísland. Nokkrum árum eftir að ég flutti hingað hringdi íslenski konsúllinn, Juuranto, einu sinni í mig og sagði mé rað hjá sér væru staddir þrír íslenskir piltar sem ætluðu í ferða- lag norður eftir Finnlandi. Hann spurði hvort þeir mættu koma við hjá mér og ég sagði það auðvitað sjálfsagt. Piltamir spurðu mig margs um mig sjálfa og Finnland og ég talaði ekkert sérstaklega vel um Rússa og kommúnista. Sjálf átti ég ekki góðar minningar um Rússa frá Þýskalandi og Jussi var ekki nema 17 ára þegar hann þurfti að fara í vetrarstríðið gegn Rússum. Hann varí stríðinu frá 17—22 ára aldri, á þeim árum sem ungir menn eru yfirleitt að mótast og mennt- ast. Finnland var hans föðurland og er föðurland drengjanna minna, og ég hef reynt að ala þá upp í föðurlandsást. Ef til stríðs kemur verða þeir að fara og beijast. — Nú, en svo fór ég að spyija piltana hvaðan þeir væm og hvers vegna þeir væru á þessu ferðalagi og þá kom í ljós að þeir voru frá Þjóðvilj- anum og ætluðu að skrifa um Finn- land. Þeir sendu mér svo það sem þeir skrifuðu og það er ein besta grein sem ég hef séð um Finnland. Svo fóru að koma hingað íslensk- ir námsmenn og þeim hefur fjölgað mjög á seinni árum. Margir af þess- um krökkum hafa haldið svo mik- illi tryggð við mig, miklu meiri tryggð en ég við þá. Ég er orðin svo löt að skrifa. Og nú er ég búin að fara oft heim, ýmist ein eða með einhveijum úr fjölskyldunni og margt af mínu skyldfólki hefur heimsótt okkur. Árið 1962 fórum við öll heim og ég var í mánuð með strákana en Jussi var í þtjár vikur. Við fórum inn í óbyggðir, yfir ár og inn á Vatnajökul og strákarnir gleyma aldrei þessari ævintýraferð. * * * Árið 1978 varð ég sextug, Nína systir mín 65 ára og Anna systir mín sjötug. Við ætluðum að halda upp á þetta saman um sumarið en af því varð ekki því Nína dó í mars. Ég fór heim í jarðarförina. Anna dó svo í nóvember sama ár. Sigríð- ur lifir nú ein af mínum systkinum, fædd 1911. Eini bróðirinn, Einar dó 23 ára gamall. Hann var nýbú- inn að læra jámsmíði og var að vinna við byggingu Þjóðleikhússins er vinnupallur gaf sig og hann féll 20 metra. Ég var einmitt að koma með eftirmiðdagskaffið til hans, einsog ég gerði alltaf, þegar mér var sagt að hann hefði slasast. Ég spurði hvort ég mætti ekki fara til hans — en í því var hann borinn út, látinn. Þegar Nína systir mín dó fannst mér að nú væri eiginlega mitt heim- ili á Islandi farið og ég bjóst alveg eins við að fara ekki oftar heim til íslands. En þegar ég fór þangað í fyrra gerðist það í fyrsta skipti að ég átti bágt með að fara þaðan. Ef ég hefði getað orðið eftir þá hefði ég gert það. En maður verður að nota vitið, þótt lítið sé eftir af því. Margir af kunningjunum á ís- landi eru dánir og hér í Finnlandi og ég mína fjölskyldu. En hvar sem ég er þá er ég íslendingur. Þórdís Árnadóttir 1. desemberfagnaður í Helsinki 1963. Ásta er önnur frá vinstri og maður hennar, Jussi Peltola, annar frá hægri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.