Morgunblaðið - 26.06.1988, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988
Kína:
Fjórðungurinn atvinnulaus?
Peking. Reuter.
NÆRRI fjórðungi vinnuaflsins
í kínverskum borgum er ofauk-
ið og atvinnuleysi er því ekki
aðeins óhjákvæmilegt, heldur
bráðnauðsynlegt fyrir efna-
hagslífið. Sagði svo á mánudag
í opinberum málgögnum
kínverskum en löngum hefur
ekki mátt nefna á nafn atvinnu-
leysi í ríkjum kommúnismans.
Dagblað alþýðunnar sagði á
mánudag, að allt að 30 milljónir
manna af þeim 130 milljónum,
sem starfa í borgum landsins,
hefðu ekkert að gera og létu
tímann líða á vinnustað við spila-
mennsku, sjónvarpsgláp og annan
óþarfa. Sagði í blaðinu, að kostn-
aðurinn við að greiða fólki laun
fyrir að gera ekki neitt næmi
helmingi afrakstrarins af ríkis-
fyrirtækjunum og væri þetta
ástand að breyta Kínverjum í
slæpingjaþjóð.
í tímaritinu Efnahagstíðindum
var tekið enn dýpra í árinni og
sagt, að atvinnuleysi væri ekki
aðeins óhjákvæmilegt, heldur
hollt fyrir efnahagslífið. í kapit-
alískum löndum væri jafnan skýrt
frá atvinnuleysinu en í sósíalísk-
um væri reynt að fela það inni á
vinnustöðunum.
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
l.fl. D 2 ár 8,5% l.feb’90 ’
l.fl. D 3 ár 8,5% 1. feb ’91
l.fl. A 6/10 ár 7,2% l.feb’94-’98
Tryggðu sparifé þínu
örugga óvöxtun núna!
30. júní lýkur sölu
spariskírteina ríkissjóös
með 8,5% raunvöxtum
til tveggja ára
Nú eru síðustu forvöð að ávaxta sparifé
þitt með spariskírteinum ríkissjóðs,
sem bera 8,5% raunvexti til tveggja ára
(gjalddagi 1. febrúar 1990). Sölu á
þeim lýkur .nú um mánaðamótin.
Sala á spariskírteinum með 8,5% raun-
vöxtum til þriggja ára og spariskírtein-
um með 7,2% raunvöxtum til allt að 10
ára heldur áfram.
Spariskírteini ríkissjóðs eru að fullu
verðtryggð og með þeim getur þú
ávaxtað sparifé þitt á háum vöxtum á
öruggan og einfaldan hátt.
Nú hafa forvextir á ríkisvíxlum
hækkað í 32,5% sem jafngildir
40,3% eftirá greiddum vöxtum
miðað við 90 daga lánstíma.
Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til
að ávaxta skammtímafjármuni.
Verðtryggð spariskírteini til sölu núna:
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
banka íslands og hjá löggiltum verð-
bréfasölum, sem m.a. eru viðskipta-
bankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús
um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar.
Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands.
Einnig er hægt að panta þá þar, svo og
spariskírteinin, í síma 91-699863,
greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og
spariskírteinin síðan send í ábyrgðar-
pósti.
Sþariskírteini ríkissjóðs erv verðtryggð
og bera auk pess báa vexti
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Réð fram úr
rúnum Maya-
indíánanna
Bonn, Reuter.
LEYNDARDÓMAR Maya-indí-
ána, sem réðu ríkjum í suður-
hluta Mexíkó og Mið-Ameríku
350-800 eftir Krist, hafa verið
afhjúpaðir eftir að hafa valdið
fornleifafræðingfum miklum
vangaveltum í aldir, að því er
vestur-þýska tímaritið Stern
skýrði frá á miðvikudag.
Tímaritið greindi frá því að vest-
ur-þýski fomleifafræðingurinn
Wolfgang Gockel hefði ráðið fram
úr rúnum Maya-indíána. Þær voru
ristar með steináhöldum í mjúkan
kalkstein, líkjast femingslaga
myndum og sýna fígúmr manna,
dýra og fugla, og óhlutkennd
mynstur. í Stern segir að myndirn-
ar lýsi valdabaráttu og samdrætti
karla og kvenna, ófriði og náttúru-
hamfömm, og gefi til kynna þróaða
menningu.
Fomleifafræðingar höfðu talið
að rúnirnar væm dulmálsskilaboð
milli presta og að þær yrðu líklega
aldrei skýrðar. Rannsóknir Gockels
leiða meðal annars í ljós, að sögn
tímaritsins, að þegar fyrirhuguð var
blóðfórn hefðu Maya-indíánar
fastað og neitað sér um kynlíf í
nokkra daga. Indíánarnir hefðu
síðan fengið blóð til að blíðka guð-
ina með því að karlmennirnir hefðu
stungið í kynfæri sín og konurnar
í tungur sínar.
Tímaritið hefur eftir Gockel að
hann hafi getað ráðið fram úr rún-
unum eftir að hafa uppgötvað að
mál Maya-indíána byggði á mor-
femum, minnstu merkingarbæm
einingum máls, eins og kínverska.
Fangelsaður
fyrir að bíta
eyra af manni
Dubai, Reuter.
PAKISTÖNSKUM klæðskera að
nafni Mohammed Ghulam var
ósköp kalt í vinnunni um daginn.
En þótt Mohammed væri kalt
neitaði vinnufélagi hans að slökkva
á loftkælingunni. Þá beit Mo-
hammed af honum eyrað. Hann var
dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir
Iíkamsárás en þar sem hinn 48 ára
gamli Mohammed baðst vægðar á
tilfmningaríkan hátt, sá dómarinn
aumur á honum og stytti dóminn í
3 mánuði.