Morgunblaðið - 26.06.1988, Side 18

Morgunblaðið - 26.06.1988, Side 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Skákin er vinsæl meðl leikmanna og þeirra sem stjórna; Jón Oddsson teflir við Stefán Halldórsson og Gunnar Orn Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, við sovéska þjálfarann Youri Sedov. andi leiki íslandsmótsins. Menn héldu hópinn, horfðu á Evrópu- keppnina í sjónvarpinu, fóru í laugina, tókust á í skák eða fengu mýkjandi nudd. Forsvarsmenn hópsins sögðu nauðsynlegt að koma svona sam- an og vera út af fyrir sig. Liðið þyrfti að festa sig í sessi í fyrstu deildinni og nýjum leikmönnum í hópnum væri nauðsyn að kynnast hinum. - Sig. Jóns. Jónína Bjartmartz, gjaldkeri, brá sér á þrekhjólið með syni sínum, Birni Orra Péturssyni. Á fullri ferð í vatnsrennibraut- inni á Hótel Örk; Atli Einarsson og Andri Marteinsson. Keshia Knight Pulliam ætlar að verða læknir eða flugmaður þegar hún verður stór. KESHIA KNIGHT PULLIAM Ríkasta 8 ára barn í heimi Keshia Knight Pulliam er ekki mjög þekkt undir sínu rétta nafni. Aftur á móti er hún elskuð og dáð af milljónum sjónvarpsáhorf- enda um allan heim, þegar hún bregður sér í gervi hinnar glaðlyndu og ú'örugu Rudy í framhaldsmynda- þáttunum „Fyrirmyndafaðir". Kes- hia hefur leikið yngstu dótturina í Huxtable-Qölskyldunni í þijú ar og ekki er ólíklegt að hún sé allra vin- sælasta persónan í þáttunum. Þrátt fyrir að Keshia er aðeins 8 ára, er hún mjög heppin að vera sjónvarpsstjama í Bandaríkjunum. •Hún fær u.þ.b. 210.000 krónur í laun á viku, sem þýðir að árstekjur hennar eru tæpar 11 milljónir króna. Þegar Keshia er búin að kaupa sér leikföng og það nauðsyn- legasta, fer afgangur launa hennar inn á bankareikning sem hún getur ekki hreyft við fyrr en hún er orðin fjárráða. Gera má ráð fyrir að Kes- hia verði forrík ung kona þegar hún fapr yfírráð yfír fjármunum sínum. Það eru foreldrar hennar, James og Denise Knight Pulliam sem eru svona forsjál. Þau ætla að spara tekjur Keshiu þangað til hún verður fullorðin. Keshia var aðeins 3 ára þegar hún fór að leika í auglýsingum og um svipað leyti varð hún bamastjama í þáttunum „Sesame Street". James og Denise, foreldrar hennar hafa alltaf hugsað vel um sína hæfileik- aríku dóttur. James vann sem bréf- beri en þegar litla dóttir hans fór að þéna meiri peninga en hann , sagði hann upp bréfberastarfinu og gerðist umboðsmaður Keshiu. Den- ise, móðir hennar er alltaf viðstödd upptökur og er það mikill styrkur fyrir Keshiu Keshia er harðákveðin að í vera dugleg í skólanum þrátt fyrir að mikill tími fer í vinnuna við þætt- ina. Mamma hennar hjálpar henni að fara yfír námsefnið þegar tími gefst og gengur það ágætlega. Keshia hefur neftiilega alls ekki hugsað sér að verða leikkona þegar hún er orðin stór, heldur vill hún verða læknir eða flugmaður. Hún segir, „Ef ég verð læknir, get ég læknað Cosby pabba þegar hann verður veikur en ef ég verð flug- maður, get ég boðið honum í flugt- úr.“ Bill Cosby hefur umgengist Keshiu eins og sína eigin dóttur og þykir henni mjög vænt um hann. COSPER Hvernig ferðu að því að gefa þessi vinstrihandarhögg?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.