Morgunblaðið - 26.06.1988, Page 24

Morgunblaðið - 26.06.1988, Page 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988 „ £9 he.Lt cé> hetéub saqt cxð þi& aeXlu&að o& taka hanri heim- me3 ykcKar.i' Mannúðleg málsmeðferð Til Velvakanda. Þá er deilan um Álverssamning- ana farsællega til lykta leidd. Samningamir eru löglegir. Raddir voru uppi um það að kjarasamn- ingamir brytu í bága við bráða- birgðalög n'kisstjómarinnar. For- sætisráðherra tók málið fyrir og óskaði eftir áliti ríkislögmanns. Hans álit var að samningamir brytu í bága við bráðabirgðalögin. Dómsstig í réttarkerfi okkar eru tvö og í samræmi við það áfrýjaði ríkisstjómin úrskurði ríkislög- manns. Hún áfrýjaði svo málinu til endanlegrar afgreiðslu til samn- ingsaðila, þ.e. sakbominga. Þeir skiluðu málinu fljótt og vel. Dóm- sniðurstaðan var sú að þeir væru alsaklausir og allt væri löglegt sem þeir hefðu gert. Það er íhugunarverð málsmeð- ferð að áfrýja sakamáli til sak- bominga sjálfra og láta þá fella endanlegan dóm. Hver segir svo að við höfum ekki mannúðlegt réttarkerfi? M. J. /NFOIWAHOM Nú er ég búin með matar- peningana. Á ég að gera manninum minum grein fyrir þvi? Með morgunkaffinu Það er sunnudagur, vinur! Reykdal svarað Reykingar eru ósómi Kæri Velvakandi! Nú er sko meira en nóg komið! Síðastliðinn miðvikudag skrifar „Kófur Reykdal" um ágæti reykinga og að reykingamenn ættu Ráð við eymasuði Til Velvakanda. Föstudaginn 10. júní las ég bréf í Velvakanda þar sem jám- iðnaðarmaður bað um ráð við eymasuði. Ég er hér með tvö ráð sem ég veit að hafa dugað. Annað er einfaldlega langur og góður göngutúr daglega. Hitt er þannig, að blandað er 60 gr af rósmaríni í 1 lítra hvítvíns og það látið standa í átta daga. Vínið er þá síað og tekið inn eitt meðalastaup (20-25 ml) fjórum sinnum á dag í 14 daga. Endurtekið ef þarf. Ég vona að þetta hjálpi. V. G. að sameinast um þennan ósóma sinn. Ég hef ætíð fyrirlitið þá sem eru fylgjandi reykingum og hélt raunar að þeir menn væru ekki til lengur. „Kófur“ talaði um að reykur úr útblástursrörum bifreiða væri álíka hættulegur, ef ekki hættu- legri en tóbaksreykur. ÞAÐ ER HELBER LÝGI. Sumir gætu hugsað með sér: „Hvað er hann að skipta sér af þessum „Kófi“, má hann ekki svæla sínar rettur í friði fyrst hann vill það?“ Svar mitt er NEI. Reykingamenn (ásamt öðru reyndar) eyða ósonlag- inu, auk þess sem þeir stytta líf þeirra sem í kringum þá eru. Annar gæti spurt: „Hvað eru þeir sem ekki reykja líka þá að gera í nær- veru þessa fólks?" Við skulum að- eins líta á staðreyndir í því máli. Það eru u.þ.b. sex milljarðar manna á jörðunni og sem betur fer eru þeir í miklum minnihluta sem svæla tóbak. í rökréttri niðurstöðu þess eru það reykingamenn og engir aðrir sem eiga að víkja. Víkjum aftur að bifreiðum. Það vita flestir (að „Kófi“ undanskild- um) að verið er að gera flest sem hægt er til að minnka mengun sem frá þeim kemur. Auk þess geta bílar flutt fólk og hluti staða á milli og eru því mestu þarfaþing. Þetta er bara enn eitt dæmið um að mígi ein beljan þá míga þær allar. Ég veit að margir hafa byrjað á þessum ósóma fyrir misskilning og eru þeir afsakaðir að hluta en þó ekki alveg. Ég vil enn og einu sinni minna á að reykingamenn stytta aldur sinn og annarra, auk þess sem tennur þeirra gulna, hrukkur myndast fyrr en ella og andardráttur þeirra verður ógeðs- legur. Ég vona að sem fæstir byiji að reykja, því það er nokkuð öruggt að þeir missa bæði peningana og lífið. Guðmundur Ó. Gunnarsson. Yíkverji skrifar Víkveiji fletti um daginn upp í einni „öldinni" og staldraði við ártalið 1888, júlímánuð 1888! Hvernig léku hinar ytri aðstæður landann fyrir hundrað árum? Hafís fyllti flóa og firði fyrir norðan strax upp úr áramótum (1887/88) og fór ekki frá landi fyrr en um mitt sumar._ Þessi „forni fjandi" hélt inn á ísafjarðardjúp með „vori“ — í maimánuði. I júní- þyrjun, mánuði hinnar náttlausu voraldarveraldar, var hafísinn suð- vestur af Vestmannaeyjum. Hafísinn fór ekki af Húnaflóa fyrr en seint í júní og ekki af Skaga- firði fyrr en í júlímánuði. Þa var Þistilfjörður enn fullur af ís! Annál- ar segja frá „bjargarvandræðum miklum nyrðra og eystra". Á þessum árum, tveim síðustu áratugum síðustu aldar, fluttu milli tíu Og fímmtán þúsund íslendingar vestur um haf. Þeim hefur efalítið verið þungt í sinni — og láir þeim enginn. En margt hefur breytzt á hundr- að árum, þótt þau séu sem augna- blik í sögu þjóðar, flest til hins betra. Þeir sem héldu til „Vínlands hins góða“ í harðæri genginnar ald- ar, höfðu dug og kjark til að leita nýrra sjálfsbjargarleiða. Þeir buggu hins vegar ekki að þeirri menntun, þekkingu og tækni (huga og hand- ar) síðari tíma sem breyttu íslandi í velferðarríki. XXX Með nýrri öld, 20 öldinni, virkj- uðu íslendingar nýja þekk- ingfu, tæknina, smám saman í lífsbaráttu sinni. Það gekk þó ekki hávaðalaust fyrir sig. Mótmælendur sóttu í sig hretviðrið, þá sem síðar. Sumarið 1905, skömmu áður en Alþingi kom saman til að fjalla um símamálið, svokallaða, skipulögðu andstæðingar Hannesar Hafstein, ráðherra, hópför bænda til Reykjavíkur, til að mótmæla samn- ingum um lagningu sæsíma frá Bretlandi um Hjaltland og Færeyjar til íslands! Þeir eru jafnan til staðar sem reyna að virkja gærdaginn gegn morgundeginum; ganga vilja tvö skref afturábak fyrir hvert eitt áfram. Víkveiji hefur jafnan litið á hóp- reið mótmælenda (gegn símanum) til höfuðborgarinar árið 1905 sem dæmigerðan gjörning fyrir mót- mæli alls konar þverhausa, sem standa ár og síð og alla tíð í ein- hvers konar mótþróa gegn fram- vindu í samtíð sinni. Ekki kann Víkveiji skil á því hvert veðurlag hefur verið þá hópreiðin gegn símanum festi hófför sín í Islands- söguna. Það kæmi honum þó ekki á óvart að þá hafi kári gnauðað og skýin grátið. Mótmæli kunna að vera af hinu góða, svona endrum og eins, jafn- vel nauðsynleg á stundum. Þau mega hinsvegar ekki verða eins konar þjóðarkækur. Auðvitað verð- ur hið neikvæða nöldur að fá útrás með einum eða öðrum hætti. Það bitnar ekki sízt á fjölmiðlum. En gæta verður þess að mótmælin verði ekki slík hvunndagssíbylja að þorri fólks fái leið á þeim, jafnvel ofnæmi fyrir þeim. Þá verða þau bitlaus þegar þörfín kallar. Hvað sem öðru líður er Víkveiji dagsins þeirrar skoðunar að skap- gerð okkar eigi ekki að vera speg- ill veðurfarsins — nema á góðviðris- dögum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.