Morgunblaðið - 26.06.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988
B 27
Fallinn engill; Bruno Ganz leikur Damiel.
áhyggjum, vonum og girndum. í
myndinni vill Wenders meina að
það sé í hinum smáa og einfalda
munaði sem ánægjan býr — að
sofa frðmeftir á sunnudögum,
drekka bolla af heitu kaffi, borða,
snertast. Og það er raunar fyrir
hvatningu „verndarengils“ Dami-
els (er Peter Falk leikur) sem þess-
ar ánægjulegu athafnir vinna sigur
yfir almætti og ódauðleika.
„Samkvæmt skilgreiningu er
englum meinað að njóta lífsins
lystisemda," segir Wenders. „Þeir
geta ekki lyft bók, þeir vita ekki
hvað þungi, bragð og litir eru.
Þeir þekkja ekki efnisheiminn. Þeir
þekkja aðeins kjarna hlutanna, ef
svo má segja. Svo ég hugsaði með
mér: Þetta er verulega leiðinlegt
fyrir þá að þekkja ekki tilfinningar.
Þeir geta ekki fundið til. Eilífðin
hlýtur að vera hryllilega leiðinleg."
Og áfram heldur hann: „Persón-
ur fyrri mynda minna eru aldrei
sérlega ánægðar. Þær eru alltaf
óhamingjusamar, alltaf að kvarta.
Mér fannst kominn tími til að
hætta kvörtununum — ég vissi það
áður en ég vissi hvernig mynd ég
ætlaði að gera. Ég vissi að ég
mundi ekki gera enn eina mynd
um mann sem hleypur í burtu. I lok
París, Texas, gekk Travis raun-
verulega af sviðinu sem fulltrúi
allra þessara manna sem ég hafði
fengist við áður. Þess vegna
fannst mér að næsta mynd mín
mundi ekki vera um flæking sem
væri algerlega óhamingjusamur.
Ég vissi að hún mundi hafa þessa
tilfinningu að einfaldur munaður
getur veitt mönnum ánægju. Én
það er ekki hægt að koma hreint
fram og segja það í bíómynd, það
yrði leiðinlegt. Það er of mikið af
„Er ekki lífið dásamlegt" — of líkt
Donnu Reed.
Sjálfur trúi ég ekki á engla. Engl-
arnir eru aðeins líkingar og það
sem þeir eru í rauninni að segja
okkur er að hver sem er getur
verið sinn eigin engill og sem börn
geymum við engil innra með okk-
ur. Við getum enn komist í snert-
ingu við barnið." Og hann bætir
við: „Einhvernveginn segir myndin
þetta en ekki á eins væminn hátt
og ég gerði rétt í þessu."
Úr American Film.
Midler og Tomlin.
Svo berast þær fréttir frá
Hollywood að þar sé komin ný
tegund af myndum í tísku. Það
eru myndir sem segja frá því
þegar ungir verða gamlir og
gamlir ungir, synir verða föður-
legir og feður eins og krakkar.
Út á það ganga myndir eins og
„18 Againl", „Vice Versa" (á leið-
inni í Stjörnubíó), „Like Father,
Like Son" og sú nýjasta og vin-
sælasta, „Big“ meðTom Hanks.
Annar handritshöfundur henn-
ar er Anne Spielberg (systir
Steve) en leikstjóri er Penny
Marshall. Myndin segir frá Josh
Baskin sem vill verða stór (vegna
þess að stelpan sem hann er
skotinn í er stærri en hann) og
prufar að setja fimmtíukall í óska-
vél í nærliggjandi skemmtigarði.
Tom Hanks
Næsta dag vaknar hann og er
orðinn þrítugur í útliti en hugsun-
in er jafn barnsleg og áður.
Alúðarþakkir til allra er glöddu mig á 100 ára
afmœli mínu með heimsóknum, gjöfum og
skeytum.
Ég bið guð að blessa ykkur.
Elísabet Jónsdóttir,
Sólvallagötu 74,
Reykjavik.
iAm
IMIMM
RÆTAST!
Hvort sem þlg dreymir um að svífa í fallhlíf yfir
Hollandi; þjóta á seglbrettum um Miðjarðarhaf-
ið; horfa á tyrkneskar magadansmeyjar eða
ferðast með Síberíuhraðlestinni höfum við réttu
ferðina fyrir þig.
HOLLAND
Hjólað um landið þvert og endilagt; faríð á nám-
skeið í fallhlífarstökki eða siglingum. Helgarferðir til
Amsterdam.
TYRKiiND
Sólaríanda- og œvintýraferðir í senn. Moskur og
lyrkneskir nœturklúbbar heimsóttir.
MALTA
Sól, sjór og seglbretti. kafað í leit að skipsflökum
og neðansjávarhellum.
RUSSLAND
Ferð með hinni vfðfrœgu og œvintýralegu Sfberfuhraðlest
frá Helsinki til Yokohama f Japan, með viðkomu m.a. í
Moskvu og Leníngrad.
ÍSRFVEL EGYPTALAND
Vikuferðir á söguslóðir Egyptalands og
,Landsins helga'. Gist á samyrkjubúi, sögu-A.
frœgir staðir heimsóttir eða legið f sólinni. 1
Ferðast frá Hong Kong. Siglt niður Li-ána, ^
fjallaborgin Chongqing og Huang Guoshu-
foss skoðuð.
ÓVENJULEGAR FERÐIR
FYRIR VENJULEGT FÓLK!
FERÐA
SKRIFSTOFA
STÚDENTA
Hringbraut, sími 16850
Veiði-
menn
Vöruhús
Vesturlands
Borgarnesi
í VÖRUHÚSIVESTUR-
LANDS fæst allt sem þarf að
hafa í veiðiferðina: Matur,
allar veiðivörur, úrval af
sportfatnaði (ogjafnvel sá
stóri líka).
Komið við hjá okkur í sumar
VÖRUHÚS VESTUR-
LANDS
Birgðamiðstöð veiðimannsins
sími 93-71 200