Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 1
Bandaríkin:
Mikil hækkun á
gengi dollarans
Washington, London, Reuter.
GENGI dollarans hækkaði verulega í gær vegna frétta um, að
atvinnuleysi í Bandaríkjunum í júnímánuði hefði ekki verið minna
í 14 ár eða 5,3%. Það eykur aftur líkur á, að seðlabankinn grípi
til vaxtahækkana til að koma í veg fyrir þenslu og verðbólgu.
í maí var atvinnuleysið 5,6% og
hafði ekki verið búist við neinum
breytingum þar á. Nýju tölurnar
eru til marks um fjörkippinn, sem
hlaupinn er í bandarískan útflutn-
ingsiðnað vegna lágs dollarageng-
is, en þær hafa endurvakið óttann
við aukna verðbólgu. Alan Green-
span, seðlabankastjóri, hefur áður
sagt, að fari atvinnuleysið niður
fyrir 5,2 eða 5,3% muni það verða
til að auka kaupkröfur og þar með
verðbólgu. Vegna þessa þykir
líklegra en áður, að seðlabankinn
grípi í taumana með vaxtahækk-
un.
Gullverðið lækkaði nokkuð í
gær og lækkun olíuverðsins hélt
einnig áfram. Hafði það raunar
hækkað dálítið í kjölfar slyssins í
Norðursjó en sú hækkun gekk til
baka og í gær var verðið um það
bil 14 dollarar fyrir fatið. Er það
fjórum dollurum minna en OPEC-
ríkin telja hæfílegt. Er offramboði
um að kenna.
Leitum hefnda
Tugir þúsunda manna komu í gær saman í Teheran við útför þeirra,
sem fórust með irönsku þotunni. Kröfðust þeir blóðugra hefnda en
yfirmaður hersins hvatti þá heldur 'til að taka sér vopn í hönd og
halda til vigvallanna í styijöldinni við íraka.
Yfirmaður franshers:
á vígvöllunum
Dubai. Reuter.
Yfirmadur íranska heraflans réð í gær löndum sínum frá að hefna
farþega og áhafnar írönsku þotunnar, sem Bandarikjamenn skutu
niður, og sagði, að það yrði aðeins til að almenningsálitið í heiminum
snerist gegn þeim. Hann hvatti hins vegar alla vopnfæra menn til
að hlýða kallinu og fara í stríðið gegn Irökum.
Ættingjar þeirra, sem létust með
írönsku þotunni, hrópuðu í gær á
hefnd en Rafsanjani, yfirmaður
íranska hersins, sagði á fjölmennum
útifundi í Teheran, að óráðlegt
væri að gjalda líku líkt í þessu
máli. Yrði það aðeins til að snúa
almenningsálitinu í heiminum gegn
írönum. Hefndin ætti heima annars
’staðar, á vígvellinum í stríðinu við
íraka. Hvatti hann alla, sem „vald-
ið gætu vopni“, til að hlýða her-
hvötinni.
írakar réðust i gær á tvö stór
olíuskip, sem voru í flutningum fyr-
ir írani, grískt og kýpverskt, en
ekki er talið, að manntjón hafi hlot-
ist af.
Dagblað í Dubai sagði í gær, að
ástandið í fjarskiptamálum yfír
Persaflóa væri þannig, að flugmenn
vissu oft ekki hveija væri verið að
kalla upp eða hverjum þeir væru
að svara, hvaða flugtumi eða hvaða
herskipi. Stjórnvöld í Bandaríkjun-
um hafa sagt, að áhöfnin á Vin-
cennes, sem skaut niður írönsku
farþegaþotuna, hafi margreynt að
hafa samband við hana áður.
68 SÍÐUR B OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Brunnar leifar Piper Alpha-olfuborpallsins í Norðursjó. í gærmorgun höfðu fundist lík 17 manna en
annarra 149 var þá enn leitað.
Slysið á olíuborpallinum í Norðursjó:
Létu lífið imiilokaðir
og hrópandi á hjálp
Aberdeen. Reuter.
ALLT að 100 manns létu lífið hrópandi á hjálp eftir að hafa lifað
af fyrstu sprengingarnar í olíuborpallinum Piper Alpha. Er það
haft eftir einum þeirra, sem af komust. 166 menn a.m.k. létust í
slysinu. Enn logar mikill eldur í pallinum og var í gær kvaddur til
bandarískur sérfræðingur í að slökkva olíuelda.
„Mennimir hrópuðu í senditækin:
„Við þurfum öndunartæki. Hvað er
að gerast? Hefur einhver komist
út? Við deyjum hér allir,““ sagði
Harry Calder, einn starfsmannanna
á pallinum, en hann komst út um
dyr við annan mann. „Ringulreiðin
var óskapleg. Margir lögðust á gólf-
ið til að geta andað en við tveir
komumst út í tæka tíð. Við vomm
þama að minnsta kosti 100 og hit-
inn var svo skelfilegur, að gluggar
og dyr spmngu á örskammri
stundu."
Bandaríski olíueldasérfræðingur-
inn Paul „Red“ Adair kom í gær
til Aberdeen til að kanna aðstæður
en eldamir brenna í olíu og gasi,
sem streymir um borpallinn frá
fimm lindum. Ekki er fullljóst
hvemig að verkinu verður staðið
því að ennþá er engum manni vært
á pallinum.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, vitjaði í gær þeirra,
sem af komust, á sjúkrahúsi í
Aberdeen og sagði þá, að stjómin
hefði ákveðið að leggja fram sem
svarar til 78 milljóna ísl. kr. í hjálp-
arsjóð og Armand Hammer, stjórn-
arformaður Occidental Petroleum,
eiganda olíuborpallsins, ætlar að
leggja fram sömu upphæð. Þá ætlar
Evrópubandalagið að leggja til 46
millj. kr. Fjölskyldur hinna látnu fá
auk þess í sinn hlut 7,8 millj. kr.
hver, fímm ára laun, og eftirlauna-
greiðslur.
Cecil Parkinson orkumálaráð-
herra hefur tilkynnt, að opinber
rannsókn fari fram á slysinu en það
varð aðeins tíu dögum eftir að ör-
yggiseftirlitið hafði vottað, að allt
væri í stakasta lagi á borpallinum.
Búist er við, að skaðabótakröfur
vegna slyssins verði meiri en áður
hefur þekkst í tryggingasögunni og
verði vel umfram milljarð dollara.
Mikil samkeppni á tryggingamark-
aðnum hefur valdið því, að trygg-
ingafélög hafa boðið tryggingar
niður hvert fyrir öðm en talið er
víst, Norðursjávarslysið snúi þeirri
þróun við.
Sjá fréttir á bls. 26.
Tannkremsskömmtun á Kúbu:
Ein túpa fyrir þrjá á
þriggja, mánaða fresti
Havana. Reuter.
SVO MIKILL tannkremsskort-
ur er nú á Kúbu, að sjálfur þjóð-
arleiðtoginn Fidel Kastró hefur
séð sig tilneyddan til að skerast
í leikinn.
„Það er með öllu óskiljanlegt,
að við skulum ekki geta verið
sjálfum okkur nógir með tann-
krem,“ sagði í fréttum Ain-frétta-
stofunnar kúbversku, sem skýrði
einnig frá því, að Kastró hefði í
fyrradag skotið á fundi með
tannkremsframleiðendum í
landinu. Að honum loknum skip-
aði hann svo fyrir, að framleiðslan
skyldi aukin og úreltar vélar end-
umýjaðar en þær standa sumar á
fertugu.
Yfirmaður tannkremsfram-
leiðslunnar á Kúbu sagði í viðtali
við fréttastofuna, að ástandið
mætti rekja til erfíðleika í inn-
flutningi hráefna frá Vesturlönd-
um jafnt sem kommúnistaríkjun-
um í Austur-Evrópu.
í síðasta mánuði var ákveðið
að taka upp tannkremsskömmtun
á Kúbu og er hveijum þremur
mönnum í fjölskyldu ætluð ein
túpa á þriggja mánaða fresti.